Skógræktarritið - 15.10.2000, Blaðsíða 10
kt á íslandi
mannsins
Ræða forsætisráðherra,
Davíðs Oddssonar, á
hátíðarsamkomu í
tilefni 70 ára afmælis
Skógræktarfélags
Islands.
Sagan, bæði gömul og ný, sýnir
að fsland er harðbýlt land og æði
er þar misviðrasamt. )arðeldar og
jarðskjálftar, stórviðri og stormar,
fannfergi og snjóflóð, hafa þó
ekki dugað til að draga allan kjark
úr þjóðinni. Pað er vegna þess
m.a. að ísland á sér aðra hlið og
er sú bæði brosmild og blíð og
landið er undurfagurt, þegar það
skartar sínu fegursta og ægifagurt
á öðrum stundum. Lega landsins
liggur fyrir, eins og karlinn sagði
og verður ekki um þokað. Henni
fylgdi margra alda einangrun
þjóðarinnar, en með í kaup-
unum var sú dulda blessun að
fyrstu ár íslandsbyggðar fengum
við að vera í sæmilegum friði
fyrir ágangi konunga og illræðis-
manna. Þá var þjóðveldi á
íslandi og ein lög giltu um
alla og einstaklingar fengu sæmi-
lega að njóta sín, ólíkt því sem
þá gilti annars staðar í Evrópu.
Er þessi þáttur í sögu okkar
fræðimönnum sífellt undrunar-
og rannsóknarefni. Á þeirri tíð
hófst ritun íslendingasagna og
annarra fornbókmennta okkar
sem eru ekki síður einstakar í
Evrópu.
Við kölluðum því þessa tíma
gullöld. En víst vitum við vel að
ekki var þó öll okkar tilvera þá
gulli slegin. Ein skuggahliðin var
sú, að illa var um landið hirt.
Rányrkja var stunduð, landið
beitt langt umfram það sem hollt
var og skógum var eytt.
En þótt við fáum að sönnu
engu þokað um legu landsins og
séum nokkuð varnarlítil gagnvart
þeim öflum sem veðrinu stjórna
þá eru okkur ekki allar bjargir
bannaðar. Við getum ekki bara
hlíft gróðrinum, við getum bein-
línis létt undir lífsbaráttu hans.
Land getum við grætt og skóg
getum við ræktað. Þjóðveldis-
tímamönnum var vorkunn. Þeir
sáu enga leið aðra til að sjá sér
og sínum farborða en að ganga
nærri náttúrunni. Okkar hagur er
nú allur annar. Og okkur nægir
ekki að nema staðar, við þurfum
að ganga brautina til baka og
8
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000