Skógræktarritið - 15.10.2000, Blaðsíða 40
svæðis, 1,5 hektara. í þetta land
hafa verið gróðursettar 12-15
þúsund plöntur, mest sitkagreni,
blágreni og birki.
Mestan hluta þeirra plantna
sem gróðursettar hafa verið í
Skarðdalslandi hafa siglfirskir ung-
lingar annast undir stjórn og um-
sjón Jóhanns Þorvaldssonar.
Hann skilaði rúmlega 40 ára starfi
hér í Skarðdalsreit með þeim
árangri sem við okkur blasir - hon-
um ber allur heiður af þvf frábæra
starfi. Vissulega lögðu fleiri hönd á
plóginn og þökk sé þeim, en það
var fyrst óg sfðast seigla hans,
þrek og úthald sem réð því að ekki
var gefist upp á erfiðu verki sem
sárafáir höfðu trú á í byrjun. Fyrst
í stað var mestöll vinna sjálfboða-
starf en á síðari árum hefur Siglu-
fjarðarbær komið myndarlega inn í
dæmið og greiðir nú meðal annars
kaup unglinga og verkstjórn.
Félagið hefur notið stuðnings
fleiri aðila og þá einkum „Lions"
félaga. Ber þar hæst stórgjöf
Lions- og Lionessuklúbbanna hér
sem er skógarhúsið ágæta sem af-
hent var f lok maí 1984. í gjafa-
bréfinu segir að þetta sé lítill þakk-
lætisvottur fyrir það merka braut-
ryðjandastarf sem ]óhann Þor-
valdsson hafi unnið fyrir bæjarbúa
af mikilli fórnfýsi án þess að taka
laun fyrir.
Síðasta (4.) hluta Skarðdals-
svæðis neðan heimreiðar fékk svo
félagið frá Siglufjarðarbæ árið
1990. Á því svæði voru fyrstu
plönturnar gróðursettar sumarið
1993 eftir gróðurskipulagskorti
sem gert var af svæðinu 1992.
Sótt var síðar um stækkun til suð-
urs frá Skarðdalssvæði og 1997
fékkst vilyrði um það, þannig að
félagið getur fært sína girðingu til
suðurs eftir þörfum innan afmark-
aðs svæðis (í Leyningslandi).
Lengi vel var Skarðdalssvæðið
lítt þekkt og lítið notað vegna erf-
iðrar aðgöngu - skógurinn þéttur
og nær ekkert grisjað.
Árið 1989 verða þáttaskil hvað
Áskógardegi 13. ágúst 2000. Afmælisplönturnar 60 settar niður.
Sér yfir elsta hluta skógræktar í Skarðdal.
verið birkifræi f sérstakan gróður-
reit. Þessi ræktun gekk illa - áföll
vegna skemmda af snjóalögum,
aurskriðum, ágangi búfjár og fleira
leiddi til þess að hætt var ræktun-
artilraunum á þessum stað.
Ný stjórn undir forystu lóhanns
Þorvaldssonar, kosin 1948, leitaði
þegar fyrir sér með nýtt ræktunar-
land.
Varð þá Skarðdalsland fyrir val-
inu eftir ábendingu Sigurðar ]ón-
assonar skógarvarðar.
1950 fékk svo félagið suðurhluta
Skarðdalslands frá Siglufjarðarbæ
um 5,5 hektara svæði. Landið var
girtáárunum 1950-1951 ogfyrstu
plönturnar gróðursettar 1951.
í upphafi skógræktar í Skarð-
dalslandi tóku átthagafélög þátt í
ræktuninni um skeið þ.e.a.s. Skag-
firðingafélagið og Þing- eying-
afélagið. f eldri hluta núverandi
svæðis hafa verið gróðursettar um
það bil 100 þúsund trjáplöntur-
mest sitkagreni, því næst blágreni,
birki og rauðgreni en einnig hvít-
greni og fura.
Seinni árin hafa svo bæst við
stafafura, lerki, reynir, ösp og víði-
tegundir. Á ári trésins 1980 fékk fé-
lagið viðbótarland norðan eldra
36
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000