Skógræktarritið - 15.10.2000, Qupperneq 52
og þar slft ég barnsskónum. Frá
þessum árum man ég vel eftir
tveimur þekktum ræktunar-
mönnum. Annar þeirra var Agn-
er Kofoed-Hansen skógræktar-
stjóri. Hann kom stundum að
garðshliðinu hjá móður minni
og gaukaði einni og einni trjá-
plöntu að henni. Ég man alltaf
eftir fótabúnaði hans og tilheyr-
andi buxum, sem skar sig nú
töluvert úr á þeim tíma. Síðar
höguðu atvikin því þannig, að
sonur hans og ég urðum miklir
vinir. Hinn ræktunarmaðurinn
var Einar Helgason garðyrkju-
maður, sem rak garðyrkjustöð
við Laufásveginn. Við krakkarnir
á Laufásveginum höfðum hann í
hávegum vegna þess hve barn-
góður hann var. Við biðum t.d.
alltaf með mikilli eftirvæntingu
eftir bolludeginum, ekki síst
vegna Einars. Hann hélt alltaf til
í rúminu fram að hádegi þann
dag, til þess að allir krakkarnir
fengju tækifæri til að flengja
hann með bolluvendi. Verðlaun-
in fyrir flenginguna voru krónu-
peningur, sem hann tók úr stafla
við rúmið. Þetta voru eftirminni-
legir tímar og þá munaði svo
sannarlega um krónuna.
Eftir gagnfræðapróf í Ingimars-
skóla fór ég í Iðnskólann og lauk
rafvirkjaprófi. Á sama tíma stund-
aði ég flug og var í svifflugi og
lauk síðan sóló- og einkaflugs-
prófi. Skírteini mitt var reyndar
nr. 1. Reyndar höfðu tveir aðrir
lokið einkaflugsprófi á undan
mér; þeir Kjartan Guðbrandsson,
sonur „Guðbrandar í Áfenginu",
og Björn Pálsson.
Flugmálastjórn var þá ekki
komin á laggirnar og ekki gefin út
skírteini fyrr en kom að mér. Ég
lauk svo einkaflugmannsprófi í
flugskóla, sem hét „Cumulus” og
var rekinn af lóhannesi Snorra-
syni, Magnúsi Guðmundssyni og
Smára Karlssyni.
Ræktunarsvæði Karls og fjölskyldu, og bæiarfossinn íbakgrunni.
Séð frá bústaðnum í suðurátt yfir Stíflisdalsvatn. Víðibeltin eru hvað mest áberandi
í ræktuninni enda nýtur mikils skjóls af þeim.
Ættir og uppruni
„Ég er af skaftfellskum ættum í
báðar ættir. Móðir mín var
Rannveig Jónsdóttir, dóttir )óns
Brynjólfssonar bónda á Þykkva-
bæjarklaustri í Álftaveri og Sig-
urveigar Sigurðardóttur. Pabbi
hét Eiríkur Ormsson, frá Efri-
Ey í Meðallandi, sonur Orms
Sverrissonar og Guðrúnar Ólafs-
dóttur. Við vorum fimm systkin-
in, þrjár systur og ein uppeldis-
systir.
Þegar maður fer að rifja upp
þessa gömlu tíma þá er manni
kannski efst í huga hve umskiptin
eru mikil. Maður upplifði búskap-
arhætti sem höfðu tíðkast um
aldir þar sem allt var slegið með
orfi og Ijá og reitt heim á
klökkum.
Ég er fæddur í Reykjavfk,
síðasta dag ársins 1925, á
Óðinsgötu 25. Við fluttum síðan
þegar ég var fjögra ára gamall á
Laufásveg 34, sem er á horni
Laufásvegar og Skothúsvegar,
48
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000