Skógræktarritið - 15.10.2000, Page 60
Fyrr og nú
SIGURÐUR BLONDAL
Blæöspin á
Hofi í Vatnsdal
ÞÞað mun hafa verið um
1927, að Ágúst bóndi
Jónsson á Hofi fékk 7
hnausa af blæösp frá gróðrar-
stöðinni á Vöglum í Fnjóskadal.
Þær voru ættaðar frá Garði yst í
dalnum, þar sem blæöspin
fannst á fyrsta tug aldarinnar.
Áður en lengra er haldið langar
mig til að rifja upp fyrstu frásögn
af Hofsöspunum, sem ég hefi séð
á prenti.
í Ársritinu 1935 er 40 blaðsíðna
ferðasaga Hákonar Bjarnasonar,
„Frá ferðum mínum sumarið
1935". Stórmerkileg frásögn, sem
ég vil hvetja skógræktarfólk til að
lesa. í þessari ferð fór hann ríð-
andi kringum meginhluta lands-
ins í 2 mánuði. Hinn 28. júlí er
hann kominn norður í Vatnsdal,
og næsta dag heimsækir hann
Hof, þar sem Ágúst (ónsson bjó.
Þá skrifar Hákon:
„En á Hofi er einnig all-laglegur
trjágarður í uppvexti, og er hann
þess virði, að nokkuð sé um hann
rætt. Einkennilegustu trén í hon-
um eru nokkrar aspir, sem fluttar
voru þangað frá Garði í Fnjóska-
dal fyrir nærfellt tuttugu árum. f
Garði hafa aspirnar aldrei náð að
mynda annað en kjarr, en á Hofi
hafa þær vaxið upp og orðið að
trjám. Eru þau hæstu þeirra nú
um þrír metrar á hæð og líta
ágætlega út. Eini ljóðurinn á ráði
þeirra er, að þær eru flestar með
tveimur eða þremur stofnum."
Ég kom fyrst að
Hofi 4. sept. 1979.
í minnispunktum
frá þeirri heimsókn
stendur:
„Skoðuðum
Hofsreitinn undir
leiðsögn Vigdísar
Ágústsdóttur hús-
freyju.
Merkast í reitn-
um er blæaspar-
lundurinn, sem
vaxinn er upp af 7
asparhnausum,
sem Ágúst á Hofi
fékk frá Garði í
Fnjóskadal. Aspar-
lundurinn er að
mestu leyti í göml-
um kartöflugarði.
Ég reyndi ekki að
áætla stærð hans
að þessu sinni, en
gæti ímyndað mér
að hann yxi á um
1.000 m2.
Blæöspin hér er
ákaflega falleg.
Hæðin hér er eftir ágiskun 6-7 m,
kannski eitthvað hærri. f skógar-
botninum er urmull af teinung-
um, og hefirVigdís látiðýmsa fá
hnausa í seinni tíð.”
Næst kom ég þangað 12. sept.
1981. Ég á enga minnispunkta frá
þeirri heimsókn, en tók margar
myndir. Ein þeirra þirtist hér. Þar
er Sigurður Björn sonur minn 11
ára gamall fyrirsæta til viðmiðun-
ar.
Enn er ég svo kominn í Hof 20.
apríl 1982 og mældi hæðir á
nokkrum trjám. Hið hæsta þeirra
var ein af upphaflegu öspunum,
6,80 m. Síðan liðu 18 ár. Hinn 9.
ágúst 2000 komum við Lárus
Heiðarsson í Hof og mældum
hæðir á nokkrum trjám. Hæst
56
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000