Skógræktarritið - 15.10.2000, Side 60

Skógræktarritið - 15.10.2000, Side 60
Fyrr og nú SIGURÐUR BLONDAL Blæöspin á Hofi í Vatnsdal ÞÞað mun hafa verið um 1927, að Ágúst bóndi Jónsson á Hofi fékk 7 hnausa af blæösp frá gróðrar- stöðinni á Vöglum í Fnjóskadal. Þær voru ættaðar frá Garði yst í dalnum, þar sem blæöspin fannst á fyrsta tug aldarinnar. Áður en lengra er haldið langar mig til að rifja upp fyrstu frásögn af Hofsöspunum, sem ég hefi séð á prenti. í Ársritinu 1935 er 40 blaðsíðna ferðasaga Hákonar Bjarnasonar, „Frá ferðum mínum sumarið 1935". Stórmerkileg frásögn, sem ég vil hvetja skógræktarfólk til að lesa. í þessari ferð fór hann ríð- andi kringum meginhluta lands- ins í 2 mánuði. Hinn 28. júlí er hann kominn norður í Vatnsdal, og næsta dag heimsækir hann Hof, þar sem Ágúst (ónsson bjó. Þá skrifar Hákon: „En á Hofi er einnig all-laglegur trjágarður í uppvexti, og er hann þess virði, að nokkuð sé um hann rætt. Einkennilegustu trén í hon- um eru nokkrar aspir, sem fluttar voru þangað frá Garði í Fnjóska- dal fyrir nærfellt tuttugu árum. f Garði hafa aspirnar aldrei náð að mynda annað en kjarr, en á Hofi hafa þær vaxið upp og orðið að trjám. Eru þau hæstu þeirra nú um þrír metrar á hæð og líta ágætlega út. Eini ljóðurinn á ráði þeirra er, að þær eru flestar með tveimur eða þremur stofnum." Ég kom fyrst að Hofi 4. sept. 1979. í minnispunktum frá þeirri heimsókn stendur: „Skoðuðum Hofsreitinn undir leiðsögn Vigdísar Ágústsdóttur hús- freyju. Merkast í reitn- um er blæaspar- lundurinn, sem vaxinn er upp af 7 asparhnausum, sem Ágúst á Hofi fékk frá Garði í Fnjóskadal. Aspar- lundurinn er að mestu leyti í göml- um kartöflugarði. Ég reyndi ekki að áætla stærð hans að þessu sinni, en gæti ímyndað mér að hann yxi á um 1.000 m2. Blæöspin hér er ákaflega falleg. Hæðin hér er eftir ágiskun 6-7 m, kannski eitthvað hærri. f skógar- botninum er urmull af teinung- um, og hefirVigdís látiðýmsa fá hnausa í seinni tíð.” Næst kom ég þangað 12. sept. 1981. Ég á enga minnispunkta frá þeirri heimsókn, en tók margar myndir. Ein þeirra þirtist hér. Þar er Sigurður Björn sonur minn 11 ára gamall fyrirsæta til viðmiðun- ar. Enn er ég svo kominn í Hof 20. apríl 1982 og mældi hæðir á nokkrum trjám. Hið hæsta þeirra var ein af upphaflegu öspunum, 6,80 m. Síðan liðu 18 ár. Hinn 9. ágúst 2000 komum við Lárus Heiðarsson í Hof og mældum hæðir á nokkrum trjám. Hæst 56 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.