Skógræktarritið - 15.10.2000, Page 65
5 a. 1987. Tekin af sama stað en líklega horft út eftir.
5 b. 2000. Tekin af sama stað og 4 b, en horft út eftir nokkurn veginn eins og 5 a.
Takið eftir raflínustaurunum.
sumarið 1983 neðst í girðing-
unni rúmlega tveggja m hár
loðvíðirunni í plógfari. Var þetta
með því hæsta, sem kunnugt var
um á landinu.
Gefendur landsins, þau Helga
og Steingrímur, voru í engum
vafa um það fyrir 40 árum, að
skóguryxi á jörðinni. Um það
vitnaði skiltið, sem í upphafi var
sett upp við hliðið á girðing-
unni, þar sem stóð nafnið
Gunnfríðarstaðaskógur (sjá
mynd). Ýmsir hristu höfuðið
fyrstu 10-15 árin, er þeir horfðu
á það, því að enginn sást
skógurinn.
En nú hrista menn ekki lengur
höfuðið. Myndarlegur skógur er
vaxinn á Gunnfríðarstöðum,
þótt við allmikla erfiðleika væri
að etja. Einkum var snarrótin
mesti skaðvaldur litlum
trjáplöntum og fékkst lítt við
ráðið lengi vel eins og áður var
sagt. Þetta á við framræstu og
plægðu mýrarnar. En á mólend-
inu reyndust engir sérstakir
erfiðleikar og þar gekk vel að
rækta lerki og stafafuru.
Kynni mín af
Gunnfríðarstaðaskógi
Hinn 4. sept. 1979 komum við
Guðrún kona mín þangað í
fyrsta sinn í fylgd Haralds
lónssonar símstjóra á
Blönduósi, sem þá var orðinn
formaður Skógræktarfélags
Austur-Húnavatnssýslu. -
Við gengum um svæðin sem
búið var að gróðursetja í. í
minnispunktum úr ferðinni
lýsti ég árangrinum, sem vissu-
lega var mjög misgóður. Þarna
hljóðar 7. og sfðasti punktur
SVO:
„Byrjað að planta alaskaösp,
en of snemmt að segja um
árangur".
Því næst eru í minnispunktun-
um taldir 7 liðir um það, sem ég
réði þeim til að gera á næst-
unni. Ég gríp hér niður í nokkra
þeirra:
„3. Reyna öll hugsanleg lauftré
á framræstu mýrunum og í
plógstrengjunum. Fyrst og
fremst alaskaösp, sem best væri
að ala upp á staðnum, þar sem
uppeldi hennar er mjög einfalt.
Biðja ísleif Sumarliðason
|skógarvörð| á Vöglum að safna
góðum aspargræðlingum á
Akureyri".
„4. Fá nokkurt magn af
íslenskri blæösp í reitnum á
Hofi í Vatnsdal. Stinga upp tein-
unga með dálitlum hnaus og
dreifa þeim um svæðið. Reyna
öspina í ýmiss konar jarðvegi,
m.a. f plógstrengjunum," (sem •
höfðu verið ristir með
skerpiplóg á fyrstu árunumj.
„5. Planta alaskaösp og
reyniviði í túnið. Taka holur með
gröfu. Nota mikinn húsdýra-
áburð og hafa ekki minna en 2ja
til 3ja m plöntubil."
SKÓGRÆKTARRiTIÐ 2000
61