Skógræktarritið - 15.10.2000, Page 69
2000
9. 2000. Háu gulvíðitrén eru sitt hvorum megin við mælistöngina, sem sýnir 7,05
m hæð.
Tafla 3 Hæðarmælingar sumarið 2000
Trjátegund Hæö m Þvermál cm Gróðursett ár
Alaskaösp - neðan til í túni 7,70 16 1981
Blæösp - nærri bæjarrústum 3,80 1979
Rússalerki við læk syðst 8,70 1963
Stafafura við læk syðst 7,10 1963
skógi á Gunnfríðarstöðum með
góðum árangri."
Þormóður Pétursson sagði í
nýlegu samtali við mig það
sama um hlut Haralds og Ebbu.
Hann bætti við að hópur
fjögurra til fimm manna ætti
stærstan hlut í ræktun skógar-
ins.
Ég get ekki stillt mig um að
geta þess, að Þormóður ólst
upp á næsta bæ við mig,
Ormsstöðum í Hallorms-
staðaskógi, svo að við þekkt-
umst vel í æsku, hann að vísu
dálítið yngri. Faðir hans hafði
um 15 ára skeið verið fastur
starfsmaður hjá Skógræktinni á
Hallormsstað, svo segja má að
skógur væri hluti af uppeldi okk-
ar beggja.
Haraldur var einn allra
gjörhugulasti ræktunarmaður,
sem ég kynntist í skógrækt-
arfélögum landsins. Hann hafði
þessa hluti á hreinu, eins og
sagt er. Tók ekki einasta við
ráðleggingum, sem maður
reyndi að miðla, heldur vann
eftir þeim, eins og ég gat sann-
reynt á Gunnfríðarstöðum.
Gunnfríðarstaðaskógur er ein-
staklega fagurt vitni um það,
hvers er megnugur áhugi og
elja, sem hugsjónin um fegurra
land blæs fólki í brjóst.
Skógurinn sá er nú orðinn
flaggskip skógræktar í Austur-
Húnavatnssýslu, eins og )ón
Geir Pétursson orðaði það í
samtali við mig nýlega. Hann
hefir þegar haft áhrif í nágrenn-
inu, þar sem er myndarleg
skógrækt bóndans á Hamri,
næsta bæ fyrir sunnan.
skógræktarritið 2000
65