Skógræktarritið - 15.10.2000, Side 74

Skógræktarritið - 15.10.2000, Side 74
Úr Guttormslundi 1989. Hér virðist Guttormur telja það skipta mestu máli, að nú er aftur sáð fræi af barrtré, en tegundin sé aukaatriði eins og áður var vikið að. Fyrst farið er að nefna tíma- mót í skógrækt hér á landi sér- staklega, verður ekki hjá þvf komist að minna á árið 1940. Hákon Bjarnason kemst þannig að orði um það ár: Af öðru, sem leyst var af hendi á s.l. ári má minnast tvenns. Annað var, að loks tókst að ná sitkagreni frá þeim slóðum íAlaska, sem svipað veðurfar hafa og Suðurland. Hitt er taka skógræktarkvikmyndar. Þetta tvennt á að marka tfmamót í sögu skógrækt- arinnar. Annars vegar flyzt hingað harðger trjátegund, sem mun vaxa betur en all- ar aðrar aðfluttar tegundir, og hins vegar á kvikmyndin að verða til þess, að efla trú manna á gróðri lands- ins .... (Hákon Bjarnason. Ársrit Skógræktarfélags íslands 1941, þls. 39). Þótt svo ætti að heita, að á ný sé farið að sá fræi af barr- trjám árið 1933 var auk lerkifræs aðallega um að ræða lítil sýnishorn af ýmsum teg- undum. Allmiklu var þó sáð af skógarfurufræi, eða 4,5 kg. Á þessum árum hafði plöntuuppeldi nánast alveg lagst af á Vöglum, en hélst enn f litlum mæli á Hallormsstað og í Múlakoti. Vorið 1933 var farið að undirbúa græðireit Skógræktarfélags íslands í Fossvogi. Þar var um sumarið sáð og plantað ýmsum trjáteg- undum. Allmiklu var sáð þar af birkifræi norðan frá Vöglum ásamt fræi, sem safnað hafði verið f Reykjavík. Auk þess var sáð talsverðu fræi af amerísk- um uppruna. (Hákon Bjarna- son. Ársrit Skógræktarfélags ís- lands 1933-34, bls. 45-46). Þótt fræ frá Alaska tæki að streyma inn í landið upp úr 1940, varð nokkur bið á því, að plönturnar skiluðu sér út úr gróðrarstöðvunum. Þekking á meðferð þessa fræs var af skornum skammti og vanhöld í gróðrarstöðvunum voru mikil. Til að vega upp á móti þessu voru fluttar inn barrplöntur frá Noregi árin 1947-1950. Nam sá innflutningur alls 772.000 plöntum. Þetta skiptist þannig á tegundir, að skógarfura var tæp 76%, en miklar vonir voru bundnar við ræktun hennar á þessumárum, rauðgreni var tæp 19%, fjallafura og bergfura tæp 4% og lerki til dreifsetn- ingar rúmt 1%. Fram að þessu hafði íslenska birkið verið uppistaða plöntuframleiðsl- unnar með 70-80%, reyniviður nam um 20%, en víðir og berja- runnar 5-10%. Varð lítil breyt- ing á þessu fyrr en í lok fimmta áratugarins, þegar hlutur barr- trjáa í plöntuframleiðslunni tekur óðum að aukast. 3. Um heimildir. Sumrin 1900-1906 hafði danskur skógfræðingur, C. E. Flensborg, umsjón með hinum fyrstu eiginlegu skógræktartil- raunum hér á landi. Skrifaði hann ítarlegar skýrslur um störfsínhér, sem prentaðar voru í dönsku skógræktar- tímariti. Er mikinn fróð- leik að finna í skýrslum þess- um um tilraunir Flens- borgs, skógana og skóg- ræktarstarfið. Eftirað Hákon Bjarnason lét af störfum sem skógræktar- stjóri tókst hann á hendur að athuga skjalasafn fræsölu |o- hannes Rafns í Kaupmanna- höfn til þess að leita þar uppi reikninga og pantanir vegna sölu á trjáfræi hingað til lands í byrjun 20. aldar. Varð honum vel ágengt og eru þau gögn, sem hann aflaði, mikilvægar heimildir um þetta efni. Þótt aðallega sé hér um að ræða fyrri hluta aldarinnar, geta þessi gögn ásamt skýrslum Flensborgs, að einhverju leyti orðið tengiliður gamla og nýja tímans, ef einhver vildi kanna nánar uppruna þeirra trjáa, semsáðvartil á fyrstu tveim- ur til þremur áratugum þessar- ar aldar. Fljótlega eftir að Skógrækt ríkisins tók til starfa árið 1907 var skógarvörðunum gert að taka saman skýrslur um störf sín og senda skógræktarstjóra. Hér er m.a. að finna upplýs- ingar um árferði, maðkár í skógunum, fræsöfnun og skóg- arhögg og ekki hvað síst upp- eldi og gróðursetningu trjá- plantna. Löngum voru þetta helstu heimildirnar um skóg- ræktarstarfið ásamt árlegum greinargerðum skógræktar- stjóra í Ársriti Skógræktarfé- lags íslands. Þarvoru helstu atriðin úr skýrslum skógarvarð- 70 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.