Skógræktarritið - 15.10.2000, Page 81
Afgr. ár, Móttakandi og
Afgr. kg. Ekki mun vera þörf á
tniklum skýringum við þessa
dálka, en þó má vekja athygli á
nokkrum atriðum, t.d. þeim
nöfnum, sem koma oftast fyrir
í móttakandadáiki. Það eru t.d.
nöfnin Hall, Vaglir, Tumast,
Laugabr, Norðtunga, Grundar-
hóll, Fossv. og Akureyri. Þetta
eru allt nöfn á gróðrarstöðv-
um. Sumar þeirra voru á veg-
um Skógræktar ríkisins, en aðr-
ar á vegum skógræktarfélaga.
Fleiri gróðrarstöðvar koma hér
við sögu svo sem Garðshorn
og Mörk í Reykjavík og sú allra
nýjasta, Barri á Egilsstöðum.
Telja mætti upp fleiri nöfn en
þessi verða látin nægja sem
dæmi um þær stöðvar, sem
oftast koma fyrir í þessum
dálki.
Athugasemdir. f rauninni
þyrfti að fjalla sérstaklega um
næstum því hverja einustu at-
hugasemd eða öllu heldur skýr-
ingar, sem koma fyrir í þessum
dálki , en hér verður stiklað á fá-
einum atriðum.
Ef fræi er safnað af trjám, sem
hafa verið gróðursett utan upp-
runalegra heimkynna, t.d. af
sitkagreni frá Cordova eða birki
frá Bæjarstað, sem hvort tveggja
hefir verið gróðursett í Skorra-
dal, þá stendur í athugasemdum
..ex, Cordova’’ eða „ex. Bæjar-
stað". Orðið framan við staðar-
nafnið er enskt forskeyti og
þýðir fyrrverandi þetta eða hitt.
Hér er þetta tekið óbreytt upp úr
fræbók, þótt eðlilegra hefði ver-
ið að breyta þessu í íslenskan
rithátt, t. d. „frá" eða „fv.".
Þegar talið er saman það
fræ, sem afgreitt er af hverri
einstakri fræsendingu fyrirsig,
og það magn borið saman við
þyngdina á mótteknu fræi,
verður oft einhver mismunur.
Oftast er það svo, að samtalan
fyrir afgreitt fræ, er lægri en
þyngdin á mótteknu fræi.
Þessi tala er sá ,,+mism.’' eða
,,-mism.’’ eftir atvikum, sem átt
er við hér. Neikvæður mismun-
ur kemur reyndar mjög sjaldan
fyrir.
5. Lokaorð.
Þegar ákveðið var að birta
fræskrár 1933-1992 í tengslum
við Skógræktarritið 2000, var
ljóst, að hér væri ekki um að
ræða venjulegt lesefni heldur
fyrst og fremst gagnasafn, þar
sem finna mætti upplýsingar
um fræöflun og frænotkun á
60 ára tímabili. Það var því
óhjákvæmilegt að fylgja þess-
um fræskrám úr hlaði með
skýringum á efni og uppsetn-
ingu þeirra, auk þess sem um
leið yrði í stuttu máli gerð
grein fyrir þeim sögulegu og
fræðilegu undirstöðum, sem
byggt var á.
Að vissu marki má líta svo á,
að fræskrár 1933-1992 gefi
mynd af þeim þætti í starf-
semi Skógræktar ríkisins um
áratuga skeið, sem hefir haft
úrslitaáhrif á þann árangur,
sem náðst hefir f skógrækt hér
á landi til þessa.
Þótt þess sé ef til vill ekki
þörf, þá skal tekið fram, að á
allan hátt var leitast við að
tryggja það, að fræskrárnar
yrðu eins áreiðanlegar heim-
ildir og kostur væri, með því að
byggja sem mest á frumgögn-
um og með ítarlegum saman-
burði þeirra margvíslegu
gagna, sem stuðst var við.
ARK
arkitektar
Við samantekt á grein þess-
ari var frá upphafi gert ráð fyrir,
að einstaka atriði, sem notuð
væru sem söguleg innskot,
flytu með. í tveimur tilvikum
urðu innskotin full-fyrirferðar-
mikil til þess að rúmast í grein-
inni með góðu móti. Var þá
brugðið á það ráð að gera úr
þeim eina grein í tveim
hlutum, sem einnig er birt í
þessu riti. Má skoða hana sem
einskonar viðauka við þessa
grein.
Sérstök heimildaskrá var
ekki tekin saman. Þess í stað
voru tilgreind nöfn höfunda
að orðréttum tilvitnunum
ásamt upptalningu í texta á
helstu gögnum, sem stuðst
var við.
Þótt nú séu liðin allmörg ár
frá því að lokið var við Fræskrá
I. Barrtré, vil ég nota þetta
tækifæri til að þakka þeim
Friðriki M. Baldurssyni stærð-
fræðingi og Arnóri Snorrasyni
skógfræðingi fyrir hjálp þeirra
við að koma Fræskrá I. f réttan
búning f upphafi og við lok
verksins.
Einari Gunnarssyni skóg-
ræktarfræðingi þakka ég marg-
víslega aðstoð við frágang á
handriti að þessari grein auk
vinnu við gerð á yfirlitstöflum
úr fræskránumog endurskoðun
á línuritum.
Öllum öðrum, sem hafa að-
stoðað mig á ýmsan hátt er
þökkuð hjálpin.
ÍS ehf
ráógjafar
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000
77