Skógræktarritið - 15.10.2000, Side 87
5. mynd. í Fagurhlíð (1989): Heyhirðing
í lok baggatímabilsins. Rúlluvæðing í
nánd. Bóndinn þarf að vera raunsær í
ræktun sinni, annars gengur dæmið
ekki upp á þolanlegan hátt. I skógrækt
er allt of oft horft fram hjá þessari stað-
reynd af því að skýr markmið og tíma-
viðmiðun vantar.
Halldórsson í Sauðlauksdal gaf
út Atla, fræðslurit í samtalsformi
um landbúnað. Torfi var einn
mesti forgöngumaður í landbún-
aði á sínum tfma og átti stóran
þátt í bættum vinnubrögðum og
tækjabúnaði. Má þar fremur öðru
nefna skosku ljáina sem hann lét
gera og flutti til landsins. Hefur
oft verið haft á orði að þessir
nýju Ijáir hafi bjargað síðustu
skógarleifunum á íslandi, af þvf
að menn þurftu ekki lengur að
gera til kola til að halda biti í
þeim. Með tilkomu búnaðarskól-
anna hófst nútímaleg jarðrækt á
íslandi; auk matjurtaræktar fyrir
fólk fóru menn nú að stunda fóð-
urrœkt fyrir gripi.
í báðum ræktunargreinum
eru sömu meginforsendur:
Ákveðnar væntingar um árang-
ur - tiltekin alúð til að tryggja
árangur - skýr markmið og
tímaviðmiðun. Hér er enn sem
fyrr þessi ákveðni rammi sem
tryggir árangur - vísar handa-
hófsmanninum veg yfir á sæmi-
lega þróað ræktunarstig, er
tryggir árangur innan þeirra
marka sem íslenskt veðurfar
setur.
Árangurinn lét ekki á sér
standa: íslenskir bændur sneru
sér smám saman frá hjarð-
mennskubúskap að ræktunarbú-
skap, frá sjálfsþurftarbúskap að
markaðsbúskap - og náðu margir
góðum árangri. Um 1980 er ís-
lenskur landbúnaður kominn í
ógöngurvegna offramleiðslu,
enda höfðu menn sannað að
unnt var að rækta gras og græn-
fóður við hinar erfiðustu aðstæð-
ur - ef alúð var fyrir hendi.
J,
6. mynd. Greniplanta í magurri jörð án
allrar aðhlynningar. Hér er tæpast ver-
ið að sækjast eftir árangri. Blákorn
fyrstu fjögur árin hefði tryggt góðan
vöxt þessarar plöntu þótt umhverfið sé
rýrt.
bróun fyrrnefndra ræktunar-
greina - matjurtaræktar fyrir
fólk og fóðurræktar fyrir gripi -
sýnir ótvírætt að alúð og skýr
markmið gera gæfumun, marka
áhugamanninum leið af handa-
hófsstigi yfir á þolanlegt rækt-
unarstig.
Skógrækt
Hvar er skógræktin stödd í þessu
tilliti á aldarafmæli hennar á ís-
landi árið 2000? Hefur áhuga-
maðurinn skýra viðmiðun sem
heldur honum við efnið, lyftir
honum af handahófsstigi upp á
þolanlegt ræktunarstig og skilar
honum eðlilegum árangri?
Ég er dreifbýlismaður að upp-
runa, alinn upp við matjurtarækt
og fóðurrækt frá fyrstu tíð, ásamt
því raunsæi sem slíku fylgir. Það
var merkileg reynsla að kynnast
skógrækt og komast að raun um
það að fyrrnefndir raunsæisþætt-
ir þóttu óþarfir á þeim bæ.
Þannig var þetta fyrir 30 árum
þegar ég fór að huga að þessum
hlutum og þannig sýnist það vera
enn í dag Allt of oft er plöntum
stungið niður án glöggra vænt-
inga um árangur. Plöntum er
stungið niður án alúðar til að
tryggja árangur. Plöntum er
stungið niður án markmiðs og
tímaviðmiðunar. Með öðrum
orðum er algengt að gróðursetn-
ingu sé ekki fylgt eftir. Plöntum er
potað niður út um öll foldarból
og sfðan ganga menn heim og
ætla að framhaldið leysist farsæl-
lega af sjálfsdáðum.
Þetta eru vondar forsendur fyrir
árangri. Afleiðingin er skógrækt-
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000
83