Skógræktarritið - 15.10.2000, Page 90
voru fluttar heim til fslands. fs-
lensk jörð er ófrjó og illa farin eft-
ir ellefu aida búfjárbeit; við þvf
var ekki brugðist á markvissan
hátt, heldur spratt upp sjákleg
hræðsla við notkun búfjáráburðar. Það
hefur verið fullyrt fram á þennan
dag að daufur vesældarskítur á
borð við hrossatað brenni rætur
ungplantna ef hann snertir þær.
Hver og einn getur sannreynt það
sjálfur að slíkt er útilokað, þótt
taðið sé notað glænýtt úr skepn-
unni! Sauðatað má lfka nota
óblandað, ef það er fyrst látið
frjósa einn vetur.
Annað sem menn hirtu ekki um
var að í nágrannalöndum okkar -
og öllum skógarlöndum - liggur
svepprótin í landi. Þar er hún ná-
14. mynd. (2000). Fjórtán ára gamalt
birki (1,6 m á hæð) í umhverfi sem
hentar því ekki, þótt ýmsar erlendar
trjátegundir þrífist þar þýsna vel. í
þaksýn eru greni og alaskaösp á svip-
uðum aldri sem vaxa upp á vatnslausu
landi, teinrétt og fönguleg, þótt þjóð-
artréð okkar hnipri sig niður vansælt
og rýrt. Birkið er ýmsu vant eftir óra-
langa vist í landinu okkar, en samt er
það viðkvæmt fyrir vindi. Birki verður
ekki fallegt í vexti nema það vaxi upp
við allgóðar aðstæður. Annars myndar
það kjarr en ekki skóg. Er ekki stund-
um veðjað helst til stíft á hinn þjóð-
lega trjágróður?
m----------►
læg hvar sem litlar skógarplöntur
lifna, albúin að ganga í sambýli
við rætur þeirra og stunda vöru-
skipti. Á íslandi var fyrst og
fremst birkigróður og hann hefur
sinn fylgisvepp, en flesta aðra
merkissveppi vantaði. Þetta
tvennt - hræðsla við búfjáráburð
og vöntun svepprótar, ásamt öðr-
um áburðarskorti - hefur valdið
því að trjágróður hefur vfða vaxið
hægt og illa.
Við þessu reyndu skógræktar-
menn að bregðast - á sinn hátt.
Úrræðið var fólgið í því að gróð-
ursetja á skjólgóðum blettum og
í kjarrlendi; þar var helst afdrep
13. mynd. (2000). Alaskaösp á rýru
landi, gróðursett sumarið 1995, bil
milli plantna 2,5 m. Hún fór ofan í
óblandaðan búfjáráburð, fékk tilbúinn
áburð í 4 ár, grasi var eytt kringum
hana á 1. og 3. ári. Hæð haustið 2000
2,2-3,5 metrar.
---------«i
fyrir íslenskum veðrum og jörð
varðveitti víða brot af fyrra frjó-
magni. Þetta olli því að skógrækt
stækkaði ekki skóglendi á íslandi
f hlutfalli við fjölda gróðursettra
plantna. Berangurinn varð að
bíða betri tfma. Dregnar voru lín-
ur á landakort og tilgreint skýrt
og skorinort hvar skógrækt ætti
rétt á sér - væntanlega með
timburframleiðslu í huga.
Trjáplöntur áttu oft erfitt upp-
dráttar sakir vesældar og áburð-
arskorts og þá var fylgt því ráði
að gróðursetja ofur þétt - allt niður í
hálfa skóflulengd á milli plantna.
Þetta olli vandræðum þegar
gróður tók að vaxa, maðurinn úti-
lokaði sjálfan sig af ræktunar-
svæðinu. Þeir urðu býsna margir
skógræktarreitirnir sem fáum
urðu færir öðrum en fuglinum
fljúgandi. Smám saman hefur
þetta þróast til gisnari gróður-
setningar, en vaninn er harður
húsbóndi - þjóðinni hafði verið
innrætt að gróðursetja ofur þétt
86
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000