Skógræktarritið - 15.10.2000, Qupperneq 93
stuðla að því að þcer rceti sig fljótt og
vel. Áhugamaður sem gerir þetta
getur hleypt upp skógi á vesæld-
arlandi sem hefur verið dæmt
óhæft til skógræktar fram á þenm
an dag. Hafi áhugamaðurinn
skárra land til umráða nær hann
að sjálfsögðu enn betri árangri
með nokkru minni fyrirhöfn.
Nú fiugsa einhverjir sem svo: Get ég
leyft mér að hafa sterkar vœntingar um
árangur - rcektunin gengur yfirleitt
heldurseinl þarsem ég þekki til. Pessu
svara ég hiklaust játandi: Efáhuga-
maðurfylgir þeim ráðum sem bent er á
hér á eftir, getur hann verið viss um að
ná stórum betri árangri en líkur
standa til. Frumstaðreyndin erhins
vegarþessi Ræktandinn verður
að gera kröfur til sjálfs sín, þá
getur hann með góðri samvisku
gert kröfur til þess gróðurs sem
hann stingur niður.
Þetta eru hinar mikilvægu stað-
reyndir sem hefur vantað svo
víða inn í skógrækt áhugamanns-
ins til þessa dags. Sá hópur rækt-
unarmanna sem ég hef fyrst og
fremst í huga eru þeir sem hafa
tiltölulega lítið land - t.d. 0,5-30
hektara - til umráða. Þetta eru
ræktunarmenn sem hafa lítið
olnbogarými en oft mikinn rækt-
unarhug, og þeir vilja sjá skjótan
árangur. Þessum árangri geta
19. mynd.(2000). Fyrirhafnarlítil aspar-
ræktun í sandborinni skaftfellskri mýri.
Hér voru gróðursettar bakkaplöntur 15.
júní 1997. Grasi og mosa var eytt með
Roundup haustið áður og hreinsaður
smáblettur fyrir hverja plöntu til þess
að sól skini á bera mold og yljaði hana.
Plöntum var stungið beint niður í
óhreyfða jörð og blákorn borið tvisvar
á fyrsta og annað sumarið en einu
sinni þriðja sumarið. Hæð 1,2-1,7 m.
Kvæmið er Salka frá Gróðrarstöðinni
Mörk. - Rétt er að geta þess að fáeinar
plöntur urðu út undan þegar borið var
á og hafa engan áburð fengið. Þær lifa
en standa í stað, náðu ræktunarmanni
í ökkla þegar myndin var tekin. Sann-
ast þar enn sem fyrr að fátt gerist
fyrstu árin þegar tilbúna áburðinn
vantar.
■»----------►
þeir náð og unnið stóra sigra í
ræktun sinni ef þeir gera kröfur til
sjálfra sín og sætta sig ekki við
smámuni.
Lítum á staðhæfingar sem sjá
má í nýlegu fræðsluefni: „Sitka-
greni kýs frjóan jarðveg. . . Hæð
eftir 10 ár 1 m."
„Alaskaösp þarf frjóan jarðveg.
. . Hæð eftir 10 ár 2,5 m."
Efalaust er það rétt að sitka-
greni kýs heldur að vaxa í frjóum
jarðvegi en rýrum. Það þrffst hins
vegar ótrúlega vel í afar rýrum og
þurrum jarðvegi og getur skilað
snöggtum meiri vexti en 1 metra
18. mynd. (1998). Notkun Roundup er
fyrirhafnarlítil, ódýr og skilar góðum
vaxtarauka. Hún er hins vegar eitt af
því sem áhugamaðurinn þorirvarla að
reyna - hann er svo hræddur við að
drepa trén sín. Ég hef hitt ótrúlega
marga ræktunarmenn sem keyptu
Roundup en geyma það inni í hillu af
því að þeir þora ekki að nota það.
Þetta er hins vegar óþarfur ótti. Mikið
gras var í kringum þessa þriggja ára
gömlu ösp. Grasið var stigið út af, frá
stofninum, og síðan úðað einni bunu
beint niður hringinn í kringum plönt-
una. Engin hætta! Góðurárangur-
plantan er einráð á blettinum og rætir
sig þeim mun betur. Hæfilegt að nota
60 millilítra af Roundup í 5 lítra af
vatni.
á 10 árum við slíkar aðstæður.
Sem betur fer þarf alaskaöspin
ekki frjóan jarðveg, hún þrífst í
ótrúlega magurri jörð ef hún nær
f dálítinn raka og skilar snöggtum
meiri vexti en 2,5 metrum á 10
árum. Það sem máli skiptir er að
það borgar sig að ýta þessum
tegundum og fleiri trjám af stað
með áburðargjöf fyrstu árin. Þá
komast plönturnar yfir tiltekinn
þröskuld og sækja næringu í
magra jörð af ótrúlegri atorku.
Allur skógur er nytjaskógur
Áhugamaður ákveður því að
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000
89