Skógræktarritið - 15.10.2000, Page 94
20. mynd. (2000). Blandaður útivistarskógur á 12. ári. Samkvæmt formúlunni á þetta ekki að vera hægt, en ætíð reynist farsælt
að Iaga innfluttar ræktunaraðferðir að innlendu umhverfi.
rækta nytjaskóg (að sjálfsögðu) -
ekki til timburframleiðslu eftir 100 ár
heldur til útivistar og yndisauka eftir
10 ár.
Áhugamaður horfist í augu við
það að árangur verður í eðlilegu
hlutfalli við alúð hans sjálfs. Þess
vegna smíðar hann sér ramma til
að vinna eftir, eins og fólk gerir í
annarri ræktun. Ramminn tryggir
að vinnubrögð ræktunarmanns-
ins séu hnitmiðuð og skili til-
teknum lágmarksárangri á hverju
ræktunarsumri, innan þeirra
marka sem íslenskt veðurfar set-
ur.
Ramminn er fólginn f að setja
sér markmið: 5 ÁRAÁÆTLUN og
I0ÁRA ÁÆTLUN.
Fimm ára áætlunin getur t.d.
verið að ná lítilli furuplöntu upp
í 80 cm hæð, sitkagreni upp í
1,20 m hæð og alaskaösp upp í
2 metra hæð. (Alls staðar mið-
að við bakkaplöntur, að sjálf-
sögðu.)
Tíu ára áætlunin er að rækta
upp 2-5 metra háan útivistar-
skóg (misháan eftir tegundum,
að sjálfsögðu).
hað sem til þarf
Oftast þarf að auka frjósemi
jarðvegsins - það er hægt að
gera með húsdýraáburði og til-
búnum áburði - hvoru fyrir sig
eða hvoru tveggja. (Fleiri frjóefni
koma líka til greina.) Áhugamað-
ur þarf að átta sig á því að það er
fyrst og fremst áburðarskortur
sem hefur staðið skógrækt á ís-
landi fyrir þrifum á 20. öldinni.
Ef ræktunarlandið er bert og
vindasamt borgar sig að skýla
barrplöntum fyrstu árin, blað-
plöntur þurfa ekki skjól; þeim
nægir að fá tilbúinn áburð til að
efla hreysti þeirra.
Það getur margborgað sig að
halda grasi frá piöntunum
fyrstu fjögur árin. Það er léttur
leikur og kostar ca. 2 krónur á
plöntu ef úðað er með Roundup
á I. og 3. ári.
Það margborgar sig að bera
tilbúinn áburð á allar bakka-
plöntur (nema elri) sem fyrst eft-
ir gróðursetningu og halda því
áfram í 3-4 ár. Þá sannast það
svo um munar að MIKIÐ GERIST
FYRSTU FIMMÁRIN.
Sá sem setur sér slfk markmið
gengur öðruvfsi til verks en sá
sem enga viðmiðun hefur. Hann
sýnir áhuga sinn í verki, í þeirri
vissu að þetta er hægt, þessi
markmið hafa náðst við mjög erf-
iðar aðstæður og eru þeim mun
auðveldari þar sem aðstæður eru
sæmilegar eða góðar.
Þetta er f rauninni það sem
vantar inn í skógrækt áhuga-
mannsins við lok 20. aldar. Fæstir
hafa fengið tækifæri til að vinna
stóra sigra af því að þá vantaði
90
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000