Skógræktarritið - 15.10.2000, Qupperneq 97
nauðsynlegt að hafa lerki þétt
frá upphafi, þegar á að fá úr því
gagnvið. Þá verða greinarnar
grannar og deyja fljótt neðanfrá
í skugganum, árhringir verða
hæfilega breiðir, svo að ekki
myndast svonefndur „æskuvið-
ur", sem er fylgifiskur breiðra
árhringja fyrstu 20 árin og rýrir
gæði viðarins. Er orðið mikið
vandamál f trjávöruiðnaði ná-
grannalandanna, þar sem menn
voru farnir að gróðursetja færri
en 2 þús. tré á ha. Hér á landi
ætti aldrei að gróðursetja færri
en 3.500 tré á ha í gagnviðar-
skógi. Helst þéttara.
Jæja, þetta var nú útúrdúr.
Strax í þessari fyrstu grisjun
lerkiteigsins okkar hér féllu öll
bækluð og fleirstofna tré, en
þau höfðu gert sitt gagn við að
halda skóginum hæfilega þétt-
um fyrstu 25 árin.
Nú langar mig til í lokin, les-
endur góðir, að segja ykkur deili
á lerkinu, sem myndirnar eru af,
og um reynsluna af þessu
kvæmi.
Það var gróðursett sem fjög-
urra ára dreifsettar plöntur f
þursaskeggsmó 1966. Þetta er
rússalerki, og kvæmið var gefið
upp af Rússunum að vera
„Arkangelsk". Það óx upp af
fræi, sem kom 1962. Þá barst
Skógrækt ríkisins vænn
skammtur, 12,7 kg. Og árið eftir
komu 14 kg til viðbótar. Þetta
reyndust síðustu fræskammtar
með nafninu „Arkangelsk", sem
við fengum frá Rússum.
Við höfðum árið áður, 1965,
gróðursett í Mjóanesi 6.800
þriggja ára fræbeðaplöntur af
þessu kvæmi. Það tókst illa.
1966 voru í þennan umrædda
teig gróðursettar 20.700 plönt-
ur.
1967 gróðursettum við alls
25.250 plöntur af þessu kvæmi
- hinar síðustu. Af þeim fóru
8.575 í svonefnda Ljósárkinn
innst í Hallormsstaðaskógi, en
hrollur færi um skógræktar-
menn. Ég bið lesendur að taka
vel eftir hæðinni handan Fljóts-
ins sem nefnist Ásklif. Það er
viðmiðunarpunktur fyrir næstu
mynd (nr. 2), sem tekin var 25
árum á eftir nr. 1, nánar tiltekið
15. apríl 2000. Ég stóð uppi á
kletti ofan við teiginn, og þar
má á miðri myndinni aðeins
greina kollinn á Ásklifinu. Lerki-
skógurinn þarna ervaxinn upp
af tætlunum á mynd nr. 1. í for-
grunni er bergfura úr Pýrenea-
fjöllum, jafngömul lerkinu, og
hefir tekist furðanlega að halda
í við það f kapphlaupi tímans.
Mynd nr. 3 er tekin við jaðar-
inn á sama teig, og þar stend ég
neðan við klettinn og tek mynd-
ina undir nær alveg sama sjón-
arhorni og mynd Jóns Loftsson-
ar, nr. 1. Það eru engin dauða-
merki á lerkinu, sem þar blasir
við.
Hverfum nú aðeins andartak
aftur til ársins 1975 og næstu
ára á eftir. Það fór svo, að nær
engar bitnu plantnanna, sem
sjást á mynd nr. 1, dóu. En
mörg tré uxu upp tví- eða marg-
stofna frá rót.
Fyrir nokkrum árum var teig-
urinn grisjaður f fyrsta sinn. Við
þá grisjun munu hafa fallið um
40% trjánna. Þarna höfðu verið
gróðursettar um 5 þús. plöntur
á ha. Þetta er meginreglan við
fyrstu grisjun svo þéttra lerki-
teiga á Hallormsstað. Það er
Mynd nr. 3
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000
93