Skógræktarritið - 15.10.2000, Side 97

Skógræktarritið - 15.10.2000, Side 97
nauðsynlegt að hafa lerki þétt frá upphafi, þegar á að fá úr því gagnvið. Þá verða greinarnar grannar og deyja fljótt neðanfrá í skugganum, árhringir verða hæfilega breiðir, svo að ekki myndast svonefndur „æskuvið- ur", sem er fylgifiskur breiðra árhringja fyrstu 20 árin og rýrir gæði viðarins. Er orðið mikið vandamál f trjávöruiðnaði ná- grannalandanna, þar sem menn voru farnir að gróðursetja færri en 2 þús. tré á ha. Hér á landi ætti aldrei að gróðursetja færri en 3.500 tré á ha í gagnviðar- skógi. Helst þéttara. Jæja, þetta var nú útúrdúr. Strax í þessari fyrstu grisjun lerkiteigsins okkar hér féllu öll bækluð og fleirstofna tré, en þau höfðu gert sitt gagn við að halda skóginum hæfilega þétt- um fyrstu 25 árin. Nú langar mig til í lokin, les- endur góðir, að segja ykkur deili á lerkinu, sem myndirnar eru af, og um reynsluna af þessu kvæmi. Það var gróðursett sem fjög- urra ára dreifsettar plöntur f þursaskeggsmó 1966. Þetta er rússalerki, og kvæmið var gefið upp af Rússunum að vera „Arkangelsk". Það óx upp af fræi, sem kom 1962. Þá barst Skógrækt ríkisins vænn skammtur, 12,7 kg. Og árið eftir komu 14 kg til viðbótar. Þetta reyndust síðustu fræskammtar með nafninu „Arkangelsk", sem við fengum frá Rússum. Við höfðum árið áður, 1965, gróðursett í Mjóanesi 6.800 þriggja ára fræbeðaplöntur af þessu kvæmi. Það tókst illa. 1966 voru í þennan umrædda teig gróðursettar 20.700 plönt- ur. 1967 gróðursettum við alls 25.250 plöntur af þessu kvæmi - hinar síðustu. Af þeim fóru 8.575 í svonefnda Ljósárkinn innst í Hallormsstaðaskógi, en hrollur færi um skógræktar- menn. Ég bið lesendur að taka vel eftir hæðinni handan Fljóts- ins sem nefnist Ásklif. Það er viðmiðunarpunktur fyrir næstu mynd (nr. 2), sem tekin var 25 árum á eftir nr. 1, nánar tiltekið 15. apríl 2000. Ég stóð uppi á kletti ofan við teiginn, og þar má á miðri myndinni aðeins greina kollinn á Ásklifinu. Lerki- skógurinn þarna ervaxinn upp af tætlunum á mynd nr. 1. í for- grunni er bergfura úr Pýrenea- fjöllum, jafngömul lerkinu, og hefir tekist furðanlega að halda í við það f kapphlaupi tímans. Mynd nr. 3 er tekin við jaðar- inn á sama teig, og þar stend ég neðan við klettinn og tek mynd- ina undir nær alveg sama sjón- arhorni og mynd Jóns Loftsson- ar, nr. 1. Það eru engin dauða- merki á lerkinu, sem þar blasir við. Hverfum nú aðeins andartak aftur til ársins 1975 og næstu ára á eftir. Það fór svo, að nær engar bitnu plantnanna, sem sjást á mynd nr. 1, dóu. En mörg tré uxu upp tví- eða marg- stofna frá rót. Fyrir nokkrum árum var teig- urinn grisjaður f fyrsta sinn. Við þá grisjun munu hafa fallið um 40% trjánna. Þarna höfðu verið gróðursettar um 5 þús. plöntur á ha. Þetta er meginreglan við fyrstu grisjun svo þéttra lerki- teiga á Hallormsstað. Það er Mynd nr. 3 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.