Skógræktarritið - 15.10.2000, Blaðsíða 98
18.525 yst í Hafursárlandi í
þursaskeggsmó.
Þannig fóru alls niður 54.600
plöntur af þessu kvæmi á þrem-
ur árum.
Á þessum tíma vissum við
sosum ekkert sérstakt um lerki-
kvæmið „Arkangelsk" annað en
það, að fræið, sem Guttorms-
lundur óx upp af, var gefið upp
að vera þaðan (sem nú þykir
nokkuð öruggt, að sé rangt,
heldur sé það fræ úr Úralfjöll-
um), og svo voru 1952 gróður-
settar 6 þús. plöntur af kvæmi
með þessu nafni.
Nú er skemmst frá því að
segja, að upp af fræinu, sem
okkur barst 1962 og 1963 með
nafninu „Arkangelsk", hefirvax-
ið í sérflokki formbesta lerki,
sem gróðursett hefir verið á ís-
landi. Við höfum ástæðu til að
ætla, að þetta fræ sé sótt á
svæði kringum fljótið Pinéga
um 100-150 km austan við
Arkangelskborg (sjá Ársrit 1989,
„Skógur og skógabúskapur í
Arkhangelskhéraði", bls.
99—115).
Úr þvf ég er kominn út í þá
sálma að segja ykkur svona mik-
ið frá þessu fremsta kvæmi af
rússalerki á íslandi, freistast ég
'til að reka endahnútinn á þá
frásögn með þvf að birta hér í
töflu tölur yfir vöxt þessa
kvæmis (sjá ramma). Þær eru
sóttar í teiginn, sem gróðursett-
ur var 1967 í þursaskeggsmóinn
Trjáfjöldi-Þvermál, reitur 1C
Þvermál cm
Fyrir grisjun Eftir grisjun
Trjáfjöldi á ha 2600 1500
Meðalþvermál l,3m 12,53 13,79
Minnsta þvermál 1,3m 3,80 7,90
Mesta þvermál IP3m 19,60 19,60
Meðalhæð 8,58 9,03
Yfirhæð metrar 10,03 10,03
Grunnflötur m2 ha 35,14 23,35
Viðarmagn m3 ha 166,4 111,6
Meðalársvöxtur m3 ha 5,20
L100 meðalhæð metrar* 19,75 *Hæð lerkis við 100 ára aldur
Fellt í grisjun m3 ha 54,81
Minnkun á grunnfleti % 33,55
á landi Hafursár í Skógum, sem
fyrr var getið.
Ég held, góðir lesendur, að
a.m.k. sumirykkar hafi gott af
því að sjá, hvernig svona töflur
um vöxt í skógi líta út. Hinir
sem ekki nenna að lesa slíkar
þurrar tölur, geta bara sleppt
því. Svo einfalt er það.
Þannig er mál með vexti, að
veturinn 1998-1999 lagði Lárus
Heiðarsson, skógræktarráðu-
nautur Skógræktar ríkisins á
Austurlandi, út grisjunartilraun
í lerkiteignum frá 1967. Tilgang-
urinn var „að fylgjast með vexti
lerkis eftir mismunandi grisjun-
arstyrkleika og í ógrisjuðum
skógi", skrifar Lárus í upphafi
skýrslunnar um tilraunina.
Hérvoru gróðursettar 5 þús.
plöntur á ha, eins og í reitunum
frá árinu áður, sem myndirnar
eru af. Reiturinn grisjaður einu
sinni áður árið 1987, og stóðu
eftir 2.894 tré á ha að meðaltali.
Lárus grisjaði einn tilrauna-
flötinn niður f 2.000 tré á ha,
annan í 1.500 tré og þriðja í
1.000 tré. Til samanburðar var
svo einn flötur ógrisjaður.
Ég kaus að taka dæmið af
fletinum með 1.500 trjám eftir
grisjun.
f lokin bendi ég á, að í tölurn-
ar yfir viðarmagn vantar trén,
sem féllu 1987. Þau hafa ekki
verið færri en 1.000 á ha, var-
lega áætlað, vegna þess að van-
höld eftir gróðursetningu þarna
voru varla yfir 10%. Vissulega
voru þau tré grönn, en myndu
lyfta tölunum um heildarviðar-
magn dálítið og um leið meðal-
ársvexti, svo að hann gæti þá
hafa reynst einir 6 mVha/ári.
Hér eru þessar tölur Lárusar
birtar f fyrsta sinn opinberlega.
94
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000