Skógræktarritið - 15.10.2000, Qupperneq 110
Úr bókum J.Rafn, Kaupmannahöfn. Pöntun A.F. Kofoed-Hansens 1907. Sjá Pmus silvestrís, Vestnorge, 2 kg.
fram, hvaðan skógarfurufræið sé,
en slíkt var sjaldan gert á þess-
um tíma. f fræverðlista frá árinu
1906 má sjá, að vesturnorsku
furufræi hafi verið safnað við
Nordfjord, sem er langur og mik-
ill fjörður rétt sunnan við 62°n.br.
Því má bæta hér við, að árið
1910, var einnig sent hingað
skógarfurufræ frá Vestur-
Noregi.
Ekki hafa fundist nein gögn um
sáningu vesturnorska skógarfuru-
fræsins, þegar þetta er skrifað, og
skýrslur frá þeim tíma, þegar ætla
má að plönturnar hafi verið
dreifsettar, eru ekki tiltækar. Af
skýrslu Guttorms Pálssonar frá
árinu 1915 má hins vegar ráða,
hvenær sáning og dreifsetning
fóru fram. Þar segir þetta:
„Úr græðireitnum var plantað
— 800 stk. skógarfuru 5/3 í
plægðar rásir sunnan við Mörk-
ina utan við Atlavík."
Talan 5/3 hér að ofan sýnir, að
plönturnar hafa verið 5 ára við
dreifsetningu, síðan hafa þær
staðið í þrjú ár f dreifsetningar-
beði og eru því 8 ára gamlar við
gróðursetningu. Út frá þessum
tölum sést einnig, að sáð hefir
verið til plantnanna árið 1907,
þær dreifsettar árið 1912 og
gróðursettar þremur árum síðar,
árið 1915, eins og skýrsla Gutt-
orms ber með sér.
f skýrslu Guttorms Pálssonar
fyrir árið 1923 koma þessar skóg-
arfuruplöntur, sem nú hafa stað-
ið á annan áratug í dreifsetning-
arbeði enn við sögu. Þar stendur
eftirfarandi:
„Gróðursett: í rjóðri í Mörkinni
þar sem áðurslððu (leturbreyting
mín) nokkrar skógarfurur gróður-
settar 1905 voru nú gróðursettar
100 stk. sömu tegundar sem
staðið hafa síðan 1910 í
priklebeðum, aldur því líklega
5/13 eða 18 ár. Ennfremur gróð-
ursett 100 stk. afsams konarfuru-
plöntum nyrst f græðireitnum
vestan aðalvegarins og 100 stk.
lævirkjaplöntur austan megin
vegarins".
Þegar skýrsla Guttorms Páls-
sonar fyrir árið 1923 er athuguð
nánar og lesið í málið, liggur
beinast við að skilja þau orð
hans, „sem áður stóðu", svo, að
þær fáu skógarfurur sem fyrst
voru gróðursettar f þessu rjóðri í
Mörkinni, hafi ekki lifað af gróð-
ursetninguna. Þærplöntur, sem
eru gróðursettar hér árið 1923
eru að vfsu 5/11 og því 16 ára en
ekki 5/13, eða átján ára eins og
stendur í starfsskýrslunni, því
sáningarár þeirra hlýtur að hafa
verið 1907 eins og segir hér að
ofan, en ekki 1905 eins og þyrfti
að vera, ef aldur þeirra væri 18 ár.
í málsgreininni hér að ofan úr
skýrslu Guttorms fyrirárið 1923
er einnig sagt frá gróðursetningu
á 100 stk. af „sams konar furu-
plöntum" nyrst í græðireitnum
ásamt gróðursetningu á 100
lerkiplöntum. Þessar furuplöntur
hafa eftir orðanna hljóðan verið
úr sömu sáningu og þær sem
gróðursettar voru í rjóðrinu í
Mörkinni. Lýsing á staðsetningu
reitanna þar sem fururnar og
lerkið eru gróðursett er mjög
greinileg.
Árið 1913varsáð 1 kgaf
síbiríulerkifræi á Hallormsstað og
eru þær 100 lerkiplöntur, sem
voru gróðursettar árið 1923 vafa-
laust komnar frá þeirri sáningu.
Plönturnar frá 1913 áttu lengi vel
erfitt uppdráttar og voru
106
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000