Skógræktarritið - 15.10.2000, Qupperneq 118
hungurs, pyndinga og dauða.
Blóðvegir voru þeir vegir gjarn-
an nefndir sem lagðir voru af
stríðsföngum, sumir hverjir not-
aðir enn þann dag í dag.
Fangabúðirnar voru víða í
Nordlandsfylki og flestir fang-
arnir notaðir til að leggja vegi,
sem áttu að ná nyrst norður í
Noreg, en ófriðurinn stóð ekki
nógu lengi til að Þjóðverjunum
tækjust áform sín í þeim efnum.
Þetta er safn sem vert er að
skoða til að átta sig á ótrúlegum
hörmungum styrjalda, sem við
íslendingar höfum verið bless-
unarlega lausir við.
2. Frásögn Þorgeirs Þor-
steinssonar, stjóra hópsins sem
fór til Steigen.
Leiðir hópanna þriggja skildu
á flugveliinum í Bodo. Bílstjórar
voru komnir til að sækja ein-
staka hópa og flytja þá á
áfangastað. Bílstjóri okkar hóps
hét Egill Þetersen. Hópurinn
átti eftir um það bil 5 tíma akst-
ur norður eftir til Norfold í
sveitarfélaginu Steigen (íbúatala
um 3.300).
Eftir um það bil klukkustundar
akstur var komið til bæjarins
Fauske. Bærinn er fyrst og
fremst þjónustumiðstöð fyrir
Salten. Um bæinn liggja megin-
flutningaæðar Noregs. Þar er
nyrsta stöð í járnbrautakerfi
Norðmanna.
Áfram var haldið í gegnum
sveitarfélagið Sorfold. Sorfold
er sérlega fallegt, fjöllótt og
skógi vaxið landsvæði, sérlega
vinsælt til útivistar. í Straumen
er járnblendiverksmiðja Elkem,
Salten Verk, þar í nokkurra kíló-
metra fjarlægð er þjóðgarðurinn
„Rago“. Salten Verk var fyrir-
mynd Norðmanna að Járn-
blendiverksmiðjunni á Grundar-
tanga.
Vegurinn norður eftir var góð-
ur malbikaður vegur, ein akrein í
114
Sigurlína lóhannesdóttir, Sverrir og
Bára í baksýn við plöntun við Sirisnes.
Mynd: Þ.Þ.
hvora átt. Hámarkshraði vegar-
ins var 80 km. Egill hélt sig allan
tímann undir hámarkshraða. Ef
íslendingarnir höfðu orð á því
að hægt væri ekið bauð hann
þeim á sinn sjarmerandi hátt að
taka við akstrinum. Enginn þáði
boðið.
Mörg jarðgöng eru á leiðinni.
Síðustu jarðgöngin voru byggð
fyrir um 10 árum og eru yfir 8
km löng. Með þeim komst St-
eigen fyrst í beint vegasamband
við umheiminn. Áður var ein-
ungis um sjóleiðina að ræða.
Komið var út úr göngunum við
Forsan. Þar var áð og útsýnis
notið. Fjallasýn yfir til Lófóten
var ægifögur.
Áfram var haldið og næst
stansað í Leinesfirði. Leines-
fjörður er miðstöð stjórnsýslu í
Steigen. Þartóku Gjermund
Laxaa, skogbrukssjef, og Atle
Nystadt, skogmester, móti
hópnum og héldu stuttan kynn-
ingarfund um sveitarfélagið. Frá
Leinesfirði var haldið ca. 20
mínútna akstur yfir í lýðháskóla
kvenna (Kvinneuniversitetet
Nord) í Norfold þar sem hópur-
inn gisti þann tíma sem dvalið
var í Steigen.
Eftir kvöldmat kom Gjermund.
Hópurinn settist niður í fundar-
herbergi skólans. Gjermund fór
tölulega yfir skógræktarmál og
atvinnumál í Steigen. íslending-
arnir sögðu frá skógræktarmál-
um á sínum heimaslóðum. Var
þetta hinn ánægjulegasti fund-
ur. Meira var ekki gert fyrsta
daginn.
Verkefni fyrsta daginn var að
planta lerki og greni í reit við
Sirisnes þar sem birki stóð og
hafði staðið. Hópurinn mætti
snemma morguns á staðinn.
Þegar fara átti út í skóg mætti
blaðamaður Norðurlandspósts-
ins á staðinn og tók myndir af
hópnum. Heilsíðuviðtal birtist
svo um afrek hópsins í næstu
helgarútgáfu blaðsins.
Sömu verkfæri og sami þétt-
leiki plantna var notaður og hjá
hóp 1. Mjög fjölskrúðugur og
öflugur gróður var í skógarbotn-
inum.
Það rigndi mikið fyrsta dag-
inn. Ilmurinn úr skóginum var
yndislegur.
Næsti dagur fór alfarið í skoð-
unarferðir. Farið var til Sagen og
skoðuð gömul vatnsknúin sög-
unarmylla. Myllan var mjög hug-
vitsamlega byggð með mis-
munandi hverfilhjólum, knúnum
af vatni sem sneru sagarblaði
eða knúðu mismunandi vindur.
Frá Sagen var haldið út í Eng-
eloya. Eyjan tengist fastlandinu
með nýlegri brú. Þegar komið
var yfir brúna var komið að
krossgötum. Þar tók á móti
okkur Anne Marie Bjorlu sem
leiðsögumaður um eyjuna. Há-
degismatur var borðaður heima
hjá henni. Að því loknu var
hringferð um eyjuna haldið
áfram.
Mikið er um mannvistarleifar á
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000