Skógræktarritið - 15.10.2000, Qupperneq 120
Hópmynd, tekin í Bodo. Mynd: Þ.Þ.
Næsta morgun kom Egill á bíl
sínum til að flytja okkur suður til
Fauske. Við Forsana var aftur
áð áður en farið var í jarðgöngin
og þar með var Steigen kvatt.
Komið var til Fauske rétt eftir
hádegi. Þar kvöddum við Egil
og sameinuðumst hinum hóp-
unum.
3. Frásögn Þorvarðar Örnólfs-
sonar, hópstjóra Skjerstad-
hópsins.
Þegar hefur verið sagt frá
þriðjudagsferðinni suður á
heimskautsbaug (já, suður, það
er rétt lesið!) þar sem við hittum
hópinn frá Junkerdal í „Þolar-
sirkelcentret” og hver maður
fékk skrautlegt vottorð um að
hafa farið yfir þann merka baug.
Á miðvikudaginn var farið
með okkur um Skjerstads-sveit
til að veita okkur dálitla innsýn í
sögu og menningu svæðisins.
Fengum við sérstakan leiðsögu-
mann, Odd Lekang. Kunni hann
frá mörgu að segja og átti það
til að vitna í Snorra! M.a. skoð-
uðum við mikla og fagra kirkju á
hinum eiginlega Skjerstad
(„Skírnarstað”), sem sveitin er
Hestakastanía í Bodö. Mynd: B.G.
kennd við. Þarna hefur með
fullri vissu verið kirkjustaður
meira en 600 ár, og trúlega
miklu lengur. Einnig gengum
við um svæði þar sem eru fræg-
ir haugar og grafsteinar úr
heiðnum sið, skoðuðum fornt
bænhús og „verbúðir” sjó-
manna og fleira, að ógleymdri
verðlaunahöggmyndinni
Þrotractus (gráðuboga) eftir
landa okkar, Kristján Guð-
mundsson. (Var þetta ekki dag-
urinn sem þær geystust nokkrar
saman inn í baðklefann, þessar
elskur, og fundu þar fyrir ungan
og limafagran Norðmann undir
einni sturtunni?)
Á fimmtudaginn var svo farið
„til selja“, þangað sem heitir
„Ljosenhammer sæter” á leið-
inni yfirtil Rognan. Hittist að
vísu svo á að geiturnar voru rétt
ókomnar í selið en vanalega eru
þær þarna um þrjú hundruð
talsins yfir sumarmánuðina. Að
lokinni kaffidrykkju í veitinga-
húsi staðarins fórum við að
skoða marmaranámu sem er
þar nærri. Starfsemin lá niðri en
flestir tóku smásýnishorn til að
hafa með heim.
Þetta kvöld áttum við nota-
lega stund með Viggó, þökkuð-
um honum með virktum fyrir
ánægjuleg kynni og samveru og
færðum honum smágjöf til
minja. Hann svaraði hnyttilega
fyrir sig og söng fyrir okkur að
skilnaði fagran óð til átthag-
anna.
Ekki var unnið lengi á föstu-
daginn enda skyldi nú ekið sem
leið lægi til Rognan og þar tekin
lest til Bodo. Við kvöddum
Skjerstad þakklát fyrir skemmti-
lega og lærdómsríka daga á
yndislegum stað sem erfitt var
að ímynda sér að gæti legið fyrir
norðan heimskautsbaug. Eftir
okkur skildum við nokkur þús-
und ungar trjáplöntur, komnar í
116
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000