Skógræktarritið - 15.10.2000, Blaðsíða 133
Ólafía Jakobsdóttir, formaður
stjórnar Landgræðsluskóga, flutti
því næst skýrslu um land-
græðsluskóga. Þar kom m.a.
fram að samstarfsaðilar að skóg-
unum eru Landbúnaðarráðuneyt-
ið, Skógrækt ríkisins og Land-
græðsla ríkisins. Rúmlega 11
milljónum trjáplantna hefur verið
plantað á síðustu 10 árum, ríf-
lega helmingur birki, en einnig
lerki, elri og sitkagreni. Nú hafa
vinnuskólar að mestu yfirtekið
útplöntun í stað sjálfboðaliða.
Samningur um skógana nær til
ársins 2003. Svæðin, sem plantað
er í, eru afar misjöfn en nú er að
hefjast úttekt á öllum svæðunum
og mun Eimskipafélag íslands
styrkja það starf.
Eyjafiörður skartaði sínu fegursta alla fundardagana. Séð úr Vaðiaskógi til Akureyr-
ar.
Björn Árnason, formaður Land-
græðslusjóðs, kynnti skýrslu
Landgræðslusjóðs. Miklar breyt-
ingar hafa verið gerðar á sjóðn-
um í kjölfar athugasemda ríkis-
endurskoðunar, m.a. hafa fast-
eignir verið seldar fyrir tugi millj-
óna króna. Vignir Sveinsson
gjaldkeri útskýrði.reikninga Land-
græðslusjóðs og breytingar á
sjóðnum sem væntanlega munu
skila betri rekstri strax á þessu
ári.
Opnun Ijósmyndasýningar
Opnuð var ljósmyndasýning en
heiðurinn af henni eiga fyrst og
fremst Sigurður Blöndal, fyrrver-
andi skógræktarstjóri og Gísli
Gestsson kvikmyndagerðarmað-
ur, en hann fjármagnaði m.a.
sýninguna.
Áður en skipað var í nefndir
tóktil máls Bjarni Guðleifsson,
frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga,
og kynnti fjölbreytt rit sem á
að gefa út í tilefni af 70 ára af-
mæli félagsins. Ritið nefnist
Asýnd Eyjafjarðar - skógur að fornu
og nýju.
Skipun nefnda
Þá var komið að skipun nefnda.
Skógræktarnefnd:
Elísabet Kristjánsdóttir, Skóg-
ræktarfélagi Mosfellsbæjar, var
skipuð formaður.
Allsherjarnefnd:
HjörturTryggvason, Skógrækt-
arfélagi S-Þingeyinga, var skipað-
ur formaður.
Kjörbréfanefnd:
Ólafía Jakobsdóttir, Skógrækt-
arfélaginu Mörk, var skipuð for-
maður.
Hallgrfmur Jndriðason, fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfélags
Eyfirðinga, kynnti fyrirkomulag á
heimsókn í Kjarnaskóg síðdegis.
Erindi
Eftir matarhlé voru 5 stutt er-
indi. Áður en þau hófust var les-
ið upp heillaóskaskeyti frá Land-
vernd í tilefni 70 ára afmælis S.Í.,
sem gaf félaginu jafnframt jarð-
gerðartank af sama tilefni.
Aðalsteinn Sigurgeirsson, for-
stöðumaður Rannsóknastöðvar
Skógræktar ríkisins á Mógilsá,
flutti erindið Staða fræöflunar og
notkun á réttu erfðaefni. Fróðlegt og
skemmtilegt erindi að hætti Að-
alsteins.
Jón Kr. Arnarson, framkvæmda-
stjóri Barra, flutti erindi um Fræ-
og skógarplöntuframleiðslu.
Vilhjálmur Lúðvfksson, for-
stöðumaður Rannsóknaráðs ís-
lands, flutti erindi um Breytt við-
horf ískógrækt. Framtíð rannsókna og
varsla þekkingar.
Olav Kaveldiget, formaður
Fræmiðstöðvarinnar Skog-
fröverket í Hamri í Noregi, flutti
erindi um Fyrirkomulag frœmála í
N oregi.
Kristinn H. Þorsteinsson, for-
maður Garðyrkjufélags íslands,
flutti lfflegt erindi um Runna- og
skrauttré t skógum.
Eftir kaffihlé hélt dr. Miroslav
Vosatka frá Tékklandi stuttan fyr-
irlestur um svepprót.
Kvöldvaka í Kjarnaskógi
Eftir þessa góðu fyrirlestra var
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000
129