Skógræktarritið - 15.10.2000, Blaðsíða 138
andi hjá þeim sem bæta vilja að-
stöðu til útvistar í skógunum.
Tillaga 4:
Aðalfundur Skógræktarfélags ís-
lands, haldinn f Menntaskólanum
á Akureyri 25.-27. ágúst árið 2000,
hvetur Skógræktarfélag fslands og
aðildarfélög að vinna markvisst að
ræktun, sölu og markaðssetningu
jólatrjáa og skrautgreina úr ís-
lenskum skógum.
Greinargerð: Landgræðslusjóð-
ur hefur um langt árabil rekið
umfangsmikla sölu og dreifingu á
jólatrjám. Stjórn sjóðsins hefur
tekið þá ákvörðun að þessari
starfsemi sjóðsins verði hætt
þegar á næsta ári. í ljósi þess
þarf að taka ákvörðun um hvort
ástæða sé til þess að skógræktar-
félögin taki sameiginlega á þessu
máli. Hlutdeild íslenskra trjáa á
markaðnum hefur minnkað und-
anfarin ár. Benda má á tvær
hugsanlegar og samverkandi
skýringar á þessum samdrætti.
Annars vegar takmarkað framboð
á góðum trjám og hins vegar
ófullnægjandi markaðssetningu.
Á kjörlendi fara jólatrjáekrur að
skila afurðum eftir 9-15 ár og get-
ur ræktun og sala á jólatrjám ver-
ið góð fjáröflunarleið fyrir skóg-
ræktarfélögin. Því eru miklir
hagsmunir í húfi fyrir félögin.
Tillaga 5:
Aðalfundur Skógræktarfélags
fslands, haldinn í Menntaskólan-
um á Akureyri 25.-27. ágúst árið
2000, hvetur skógræktarfélög sem
eiga eða hafa yfirráð yfir lögbýl-
um að sækja um þátttöku í land-
hlutabundnum skógræktarverk-
efnum.
Greinargerð: Að undanförnu
hefur landshlutabundnum skóg-
ræktarverkefnum vaxið fiskur um
hrygg. Ný lög hafa verið sam-
þykkt á Alþingi og opinbert fjár-
magn hefur fylgt f kjölfarið.
Bændur, jafnt sem aðrir einstak-
lingar og landeigendur, hafa ver-
ið samþykktir til þátttöku í þess-
um verkefnum. Enn sem komið
er hefur ekkert skógræktarfélag
nýtt sér kosti þess að taka þátt f
slíkum verkefnum, en að stórum
hluta greiðir ríkið fyrir skógrækt-
ina, m.a. skipulag, plöntur, frið-
un, jarðvinnslu og vinnulaun.
Nokkur skógræktarfélög eiga, eða
hafa yfirráð jarða og lögbýla og
því er mikilvægt að þau félög,
sem oft og tíðum hafa barist í
bökkum og eiga þess kost að
sækja um samkvæmt lögum og
skilyrðum, nýti sér kosti þessa
fyrirkomulags.
Tillaga 6:
Aðalfundur Skógræktarfélags
íslands, haldinn í Menntaskólan-
um á Akureyri 25.-27. ágúst árið
2000, beinir því til stjórnar fé-
Iagsins og Rannsóknastöðvar
Skógræktar ríkisins að hafa
samstarf um að fram fari af-
kvæmaprófun á sitkagreni,
stafafuru og fjallaþini í frægörð-
unum í Taraldsey og Gunnars-
hólma.
Greinargerð: Nú tekur Skóg-
ræktarfélag íslands við frægörð-
unum í Taraldsey og Gunnars-
hólma og þar með þarf að taka
ákvarðanir um hvort félagið sé
tilbúið til að leggja í kostnað
vegna þeirra og þá hversu mik-
inn. Efasemdir hafa verið uppi
um ágæti fræsins frá Taraldsey
en þær eru byggðar á takmarkaðri
reynslu. Auk þess er ekki hægt
að telja fræið kynbætt fyrr en af-
kvæmi hafa verið prófuð og lakari
fræmæður teknar úr umferð.
Treysta þarf grundvöllinn fyrir
ákvarðanatöku og verður það ein-
göngu gert með því að prófa efni-
viðinn á vfsindalegan hátt. Til-
lagan felur í sér að S.f. og S.r.
vinni saman að því að afla fjár-
magns til rannsóknanna sem
nægi til þess að safna fræi, rækta
úr því plöntur, gróðursetja þær í
tilraunareiti á 3-4 stöðum á land-
inu, mæla tilraunirnar tvisvar til
þrisvar á nokkrum árum og vinna
úr mælingum.
Tillaga 7:
Aðalfundur Skógræktarfélags
íslands, haldinn í Menntaskólan-
um á Akureyri 25.-27. ágúst árið
2000, beinir því til Rannsókna-
stöðvar Skógræktar ríkisins á Mó-
gilsá að gefinn verði út listi yfir
helstu trjátegundir sem notaðar
eru í skógrækt. Þar skal koma
fram nafn tegundar og bestu
þekktu kvæmi og klónar. Auk
þess skal nefnt í hvaða lands-
hluta einstaka trjátegund og
kvæmi hennar eða klónn eru
vænlegust.
Greinargerð: Skógræktarfólki er
það ljóst að kvæmarannsóknir
eru eilífðarverkefni og lokasann-
leikurinn verður seint fundinn.
En ætla má að rannsóknir, sem
þegar hafa verið gerðar, gefi næg-
ar vísbendingar til að birta slíkan
lista. Rala hefur um árabil birt til-
svarandi lista um nytjajurtir f
landbúnaði. Slfkan lista væri
kjörið að birta í Ársriti Skógrækt-
arfélag íslands, Handbók bænda
og jafnvel á sölustöðum trjá-
plöntustöðva.
Áhugasamar húsfreyjur gætu
jafnvel hengt lista þennan á kæli-
skápa og lesið sér fróðleiks við
uppvask og matseld.
Stjórnarkjör
Þá var gengið til stjórnar-
kjörs. Að þessu sinni var kosið
um 2 menn í aðalstjórn. Kosn-
ingu hlutu þau Vignir Sveins-
son og Þuríður Ingvadóttir. Þá
voru kosnir 3 menn í varastjórn.
Kosningu hlutu þau Hólm-
frfður Finnbogadóttir, Vilhjálmur
Lúðvíksson og Trausti Tryggva-
son. Fögnuðu fundarmenn vel
þessum nýkjörnu stjórnarmönn-
um.
Almennar umræður og fundar-
lok.
134
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000