Skógræktarritið - 15.05.2001, Page 13
Mynd 24. Það er fallegt útsýnið af mel-
kolli en lífsbarátta víðiplöntu verður
hörð.
Hið nýja gróðurlendi - Um
siðfræði gróðurbótastarfs
Skógrækt og landgræðsla og ekki
síst sáning lúpínu felur í sér mikl-
ar breytingar á gróðurfari og um
leið breytta landnýtingu. Það vek-
ur til umhugsunar um markmið
og tilgang alls gróðurbótastarfs.
Það fyrsta sem kemur upp í hug-
ann er að ísland er í dag gróður-
farslega óralangt frá því jafnvæg-
isástandi sem náttúruskilyrði
bjóða upp á ef óskað er hámarks
framleiðslu gróðurlendisins.
Náttúrulegur íslenskur gróður er
heldur alls ekki sá sem sýnir mest
viðnám eða þolir best þau áföll
og sveiflur í veðurfari sem við
höfum þekkt á þessari öld, þar
með talið hretið 1963. Tegunda-
fátækt og lítil afkastageta ís-
lensku flórunnar er ekkert síður
ástæða þess hvernig komið er fyr-
ir gróðurþekju landsins en ofbeit,
jarðvegsgerð og óáran. Hér vaxa
t.a.m. fáar innlendar tegundir
belgjurta og annarra sjálfbjarga
jurta sem framleiða eigin köfnun-
arefni. En köfnunarefnisbúskapur
er einmitt sá þáttur sem hvað
mest takmarkar afkastagetu gróð-
urlendisins (mynd 25).
Vegna þessa er leit að heppi-
legum erlendum plöntum og
trjátegundum, aðlögun þeirra og
kynbætur afar mikilvægt verkefni
f gróðurbótastarfi framtfðarinn-
ar. Sama gildir um þróun að-
ferða til að nýta sambýlisáhrif
milli tegunda, þ.m.t. örvera og
plantna. Þar mun nýfengin þekk-
ing á sviði líftækni í vaxandi
mæli koma okkur að gagni. Ég
hef átt þess kost að fylgjast með
þróuninni á þessu sviði í starfi
mínu sem framkvæmdastjóri
Rannsóknarráðs íslands. Sfðan
hafa frístundirnar í Brekkukoti
og félagsskapur við kunnáttufólk
gefið mér góða innsýn í það
hvernig þetta gerist f reynd og
eftir hverju er að slægjast. Ég
veit að hugmyndir um gróður-
bætur eins og hér eru settar
fram eru umdeildar. Ég sé hins-
vegar engin haldbær, siðfræðileg
rök fyrir því hafna því að bæta
gróðurfar landsins með þessum
hætti frekar en að taka ekki með
gestrisni og myndarskap á móti
öðrum nýbúum til landsins!
Manninum, eins og öðrum líf-
verum, er áskapað að tryggja
hagsmuni sjálfs sín og heill
tegundarinnar með því að af-
komendurnir lifi af. Honum er
það hagfellt að hafa umhverfið
frjósamt og skjólgott í víðasta
skilningi. Hann þarf að vernda
umhverfið og náttúruna fyrst og
fremst sjálfs sín vegna, en ekki
vegna hagsmuna annarra lffvera.
Honum er það andlega og efna-
hagslega nauðsynlegt að um-
hverfið sé heilbrigt og í jafnvægi.
Fjölbreytni gegnir þar lykilhlut-
verki. Þannig getur maðurinn lif-
að í sátt við umhverfið, en hlýtur
þó að setja mark sitt á það. Það
er verkefni vísindarannsókna að
kanna hvernig stuðla megi far-
sællega að þeirri sátt.
11
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl