Skógræktarritið - 15.05.2001, Page 23
INNGANGUR
Kvæmi eða klónar trjátegunda
sýna oft mikla víxlverkun (sam-
spil) erfða og umhverfis, t.d.
þegar slíkir erfðahópar eru gróð-
ursettir þar sem veðurfar er mjög
frábrugðið þvf sem er að finna á
upprunastað. Einnig getur mikið
samspil erfða og umhverfis kom-
ið fram þegar umhverfismisleitni
er mikil á upprunasvæðum, svo
sem gerist á fjalllendum svæðum
(Morgenstern 1996; Namkoong
m.fl. 1988; Zobel and Talbert
1984). Þessi víxlverkun getur
t.a.m. lýst sér f þvf að klónn sem
reynist vel á einum stað getur
reynst ómögulegur við aðrar að-
stæður á öðrum stað, og öfugt.
Breytileiki í veðurfari er mikill
milli og innan héraða á íslandi,
sem aftur ræður miklu um það
hve skilyrði eru hér breytileg til
skógræktar (Haukur Ragnarsson
1977). Slíkur breytileiki er m.a.
talinn ákvarða það hvaða efnivið
(tegundir, kvæmi og klóna) er
heppilegt að velja til ræktunar í
mismunandi landshlutum (Sig-
urður Blöndal 1977). Nýlegar
niðurstöður rannsókna á víði-
klónum á Suðurlandi (Aðalsteinn
Sigurgeirsson 2000) hafa rennt
frekari stoðum undir þá skoðun
að þetta eigi við í afar ríkum
mæli hérlendis.
Alaskaösp (Populus trichocarpa Torr.
& Gray) má finna hér á landi að
heita má í hvers manns garði, og
notkun tegundarinnar fer vaxandi
í skjólbeltarækt og skógrækt.
Náttúrlegt útbreiðslusvæði henn-
ar er í vesturhluta Norður-Amer-
íku þar sem hún vex allt frá
Alaska í norðri til Kaliforníu í
suðri. Líkt og í heimkynnum sín-
um er hún f Norðvestur-Evrópu
meðal þeirra aspartegunda sem
hefur hvað mest verið notuð til
skógræktar (Jobling 1990; Lang-
hammer 1976; Muhle-Larsen
1976). Tegundin var fyrst flutt inn
til íslands frá Alaska árið 1944
(Jóhann Pálsson 2000; Sigurður
Blöndal 1977; Vigfús lakobsson
1947) og er því áratuga reynsla af
veru hennar hérlendis. Síðan hafa
margar söfnunarferðir verið farnar
vestur um haf (Ágúst Árnason
m.fl. 1986; Vilhjálmur Lúðvíksson
1999) og er fjöldi innfluttra klóna
og kvæma töluverður.
Langt fram á nfunda áratuginn
var val aspa til undaneldis hér á
landi meira eða minna tilviljana-
kennt og í besta falli valið eftir
kvæmum, en ekki klónum
(lóhann Pálsson 2000). Tegundin
hentar vel til klónunar, enda
. ódýrast að fjölga henni með
vetrargræðlingum. Reynslan af
mismunandi klónum alaskaaspar
innan kvæma er misjöfn, en allt
fram til þessa dags hefur van-
þekking á eiginleikum einstakra
klóna verið Þrándur f Götu árang-
ursríkrar ræktunar alaskaaspar á
íslandi. Klónaval hefur hingað til
orðið að byggja að miklu leyti á
reynslu og tilfinningu, en hefur
ekki stuðst við skipulegar saman-
burðartilraunir.
Hámarks árangri verður seint náð
nema að sá efniviður sem til er í
landinu sé vel skilgreindur og
eiginleikar mismunandi klóna til
ræktunar í mismunandi lands-
hlutum séu vel þekktir. Árið 1990
fékkst styrkur til sex ára á fjárlög-
um fslenska ríkisins til þess að
hefja sérstakt rannsókna- og þró-
unarverkefni um ræktun alaska-
aspar, s.k. „Iðnviðarverkefni".
Verkefninu var ætlað að styrkja
forsendur fyrir skilvirkri ræktun
asparskóga til timburs og iðnvið-
ar hér á landi. í tengslum við
verkefnið voru gróðursettar á ár-
unum 1992-93 viðamiklar saman-
burðartilraunir með klóna alaska-
aspar á 31 stað víða um land.
Flestar þeirra klónatilrauna sem
lagðar voru út á Norðurlandi og í
uppsveitum Suðurlands fóru for-
görðum í næturfrosti í ágústmán-
uði 1993 (sjá Aðalsteinn Sigur-
geirsson og Sigvaldi Ásgeirsson
1998). í kjölfar þess var ákveðið
að endurnýja tilraunir í þessum
landshlutum á árinu 1995, og
verður gerð grein fyrir niðurstöð-
um síðarnefndu tilraunanna hér.
Nánar verður gerð grein fyrir
heildarniðurstöðum asparklóna-
tilraunanna 1992-93 sfðar og á
öðrum vettvangi (Aðalsteinn
Sigurgeirsson, Sigvaldi Ásgeirs-
son og Þórarinn Benedikz, óbirt
gögn).
Markmið klónatilraunanna er:
• Að auðvelda val asparklóna
fyrir hvern landshluta, með því
að finna þá klóna sem lifa vel,
vaxa hratt og eru lausir að mestu
við veðurfarsskemmdir og sjúk-
dóma.
• Að meta samspil klóna og um-
hverfis; m.ö.o. hvort klónaval fyrir
eitt hérað skuli vera frábrugðið
klónavali í öðrum landshlutum.
• Að afmarka fýsileg ræktunar-
svæði einstakra asparklóna, og
renna með því stoðum undir al-
mennt mat á skógræktarskilyrðum,
ekki aðeins fyrir alaskaösp, heldur
einnig fyrir aðrar trjátegundir.
EFNI OG AÐFERÐIR
E fniviður
í 1. töflu er að finna helstu upp-
lýsingar um þá klóna sem bornir
eru saman í tilrauninni.
Nánari skýringar:
Klónar úr söfnunarferðum fyrir 1963:
Ellefu klónar, sem allir hafa staðið
sig vel um sunnanvert landið, á
Akureyri og (eða) á Fljótsdalshér-
aði. Þessir klónarkomu til lands-
ins á 5. og 6. áratugnum, frá svæði
á innanverðum Kenai-skaga í
Alaska (s.k. „Kenai-klónar"). Þeir
eru: 'Ey' (nr. 7 í 1. töflu), ‘Rein’
(nr. 8), 'Sæland' (nr. 14), ‘Hallorm-
ur' (nr. 17), 'Laugarás' (nr. 18),
'Múli' (nr. 19), 'Grund' (nr. 20),
'P-8' (nr. 29), 'P-2' (nr. 31), 'Randi'
(nr. 47) og 'Hringur' (nr. 48).
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 1. tbl
21