Skógræktarritið - 15.05.2001, Blaðsíða 25
Klónarsem upphaflega eru frceplöntur,
vaxnar upp affræi afvöldum trjám á
A kureyri:
Fimm klónanna í tilrauninni eru
vaxnir upp af fræi, sem þroskað-
ist sumarið 1979 á Akureyri og
var aðallega tínt við Gilsbakka-
veg 11 (nr. 21, 23, 24,27 og 44 í
1. töflu). Faðirinn mun vera við
Gilsbakkaveg 13 (Guðmundur
Örn Árnason, munnl. uppl.).
Fræplönturnar voru gróðursettar
á Mógilsá, og voru valdar þær
efnilegustu af nokkrum hundruð-
um plantna.
Klónarsem upphaflega eru frœplöntur,
vaxnar upp affræi af'Laufeyju':
Fjórir klónar voru valdir úr hópi
nokkurra hundraða fræplantna á
Tumastöðum (nr. 22, 34, 39 og
40). Móðirþeirra er'Laufey'.af
kvæminu Copper River Delta
(C-10), sem stendur í garði
Theodórs Guðmundssonar á
Hvolsvelli. Tilgangurinn var að
fá mat á breytileika sem greina
mætti meðal hálfsystkinatrjáa.
B læösp
Til samanburðar voru valdir nokkr-
ir klónar af blæösp, þar af einn ís-
lenskur klónn ('Garðar'), karlkyns
klónn frá Garði í Fnjóskadal. Hinir
tveir blæasparklónarnir eru frá
Skotlandi. Þeir standa sem ung en
efnileg tré í trjásafninu á Mógilsá.
Alaskavíðir'Hríma'
Hríma var tekin með til saman-
burðar á tveimur tilraunastað-
anna.
Allar plöntur sem notaðar voru í
tilrauninni voru ræktaðar upp af
vetrargræðlingum í gróðrarstöð-
inni á Mógilsá. Plöntur voru
ræktaðar í eitt ár í 150 cm3 fjöl-
pottabökkum.
Tilraunaskipulag, tilraunaland og
framkvæmdalýsing
Notast var við blokkaskipulag, 10
blokkir og fjögur stök af hverjum
klón í hverri endurtekningu. Til-
viljun réði niðurröðun klóna í
hverja blokk. Sömuleiðis var gert
sérstakt slembiúrtak fyrir uppröð-
un á hvern tilraunastað. Bil milli
plantna var 2 x 2 m.
Gróðursetning í Þrándarholti og
á Böðmóðsstöðum fór fram f
ágústbyrjun 1995 en í september
á Sauðárkróki og Vöglum á Þela-
mörk. Fyrr um sumarið hafði til-
raunalandið á öllum stöðum ver-
ið plægt og tætt. Borið var á allar
plöntur (30 g af „Blákorni" á
hverja plöntu) á öllum tilrauna-
stöðum vorið 1997, nema á Böð-
móðsstöðum þarsem áburðar-
gjöf var sleppt.
Mælingar, athuganirog úrvinnsla
Gerð var heildarmæling á öllum
tilraunastöðum í júlí og ágúst
1999. Hæð lifandi plantna vorið
1999 var metin með því að finna
efsta stað á hverri plöntu þar
sem sproti hafði lifnað út frá
þrumi um vorið. Mæld var heild-
arlengd upp að þessu brum-
stæði, lóðrétt frá jörðu, með 5 cm
nákvæmni. Á Sauðárkróki var að-
eins 60% tilraunar mæld (6 af 10
blokkum), en á öðrum stöðum
var öll tilraunin mæld.
Fervikagreiningu var beitt við úr-
vinnslu mælinga á hlutfalli lif-
andi plantna (lifunarhlutfalli) og
meðalhæð lifandi plantna f hverj-
um tilraunareit. í báðum tilvikum
var notuð þáttagreining („factori-
al analysis"). Til þess var notað
tölfræðiforritið SPSS (SPSS for
Windows, útg. nr. 9.0). Fyrirtöl-
fræðiúrvinnslu var lifunarhlutfalli
umbreytt í arcsin af kvaðratrót
hlutfalls („angular transforma-
tion”: Y' = arcsinfY-'A)) til þess
að dreifni mælinga yrði óháð
mæligildum.
NIÐURSTÖÐUR
Lifun
Lifun á fjórða ári frá gróðursetn-
ingu var misjöfn eftir tilrauna-
stöðum (Tafla 2) og á öllum stöð-
um, afar misjöfn eftir klónum.
Best var lifun að meðaltali á Böð-
móðsstöðum í Laugardal (85%)
en síst á Vöglum á Þelamörk
(31%). Niðurstöðurfervikagrein-
ingar á lifunarhlutfalli (Tafla 3)
leiddi í ljós afar marktækan mun
milli staða (p<0,001), klóna
(p<0,001) og marktækt samspil
klóns og staðar (p<0,001). Þegar
skoðað var hvaða einstakir þættir
skiptu mestu máli til skýringar á
breytileikanum, var staður afger-
andi þáttur (40%), því næst klónn
(11,5%) og að lokum samspil
staðar og klóns (7,5%).
Þegar sömu atriði voru könnuð
fyrir hverja tvennd tilraunastaða
(Dæmi: Þrándarholti á móti Sauð-
árkróki; sjá Töflu 5), voru þættirnir
„klónn" og „staðurx klónn" hvar-
vetna marktækir fyrir lifun. Eins og
við var að búast, var röðun klóna
á Böðmóðsstöðum og Þrándar-
holti, sem liggja nálægt hvoröðr-
um, mjög áþekk. Samspil staðar
og klóns var einnig lítillega mark-
tækt (við a = 0,05) þegar þessir
staðir voru bornir saman með til-
liti til lifunar.
Á öllum stöðum var greinileg til-
hneiging í þá átt að klónar af
norðlægari uppruna, svo sem frá
nágrenni Kenai Lake, lifðu betur
en klónar af suðlægari strand-
svæðum, svo sem frá Yakutat eða
Copper River Delta (sjá Mynd 2
(a-d)). Tilhneigingin í þessa átt
var þó veikust á Sauðárkróki
(Mynd 2 (c)). Frá þessu voru þó
margar undantekningar, og voru
t.d. klónarnir 'Forkur' og 'Keisari'
vfðast hvar í flokki lífvænlegustu
klóna.
Hæð
Meðalhæð á fjórða ári var f sam-
ræmi við niðurstöður fyrir lifun
(Tafla 2); þ.e.a.s. afar misjöfn eftir
tilraunastöðum. Aspirá norð-
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl.
23