Skógræktarritið - 15.05.2001, Side 46

Skógræktarritið - 15.05.2001, Side 46
2. mynd. Toppkalin ösp í Hveragerði sumarið 2000. Mynd: H.S. lagi að leita úrlausna á þeim vanda sem skapast hefur þar sem aspar- og gljávíðiryð hefur geisað hvað harðast. f þriðja lagi að finna klóna af ösp og gljávíði sem hafi nægan viðnámsþrótt gegn ryðsjúkdómum. Fyrstu niðurstöð- ur úr rannsóknum á viðnáms- þrótti asparklóna liggja nú fyrir og verða kynntar hér. Fyrst verður þó drepið lauslega á aðra þætti þessara rannsókna, en þeim verða gerð betri skil síðar. Útbreiðsla trjásjúkdóma. Rannsóknir á útbreiðslu trjásjúkdóma hafa verið mjög óreglulegar hér á landi. Upphaf þeirra má telja ferð Helgu og Finns Roll-Hansen sumarið 1969. Finn Roll-Hansen fór síðan í annan leiðangur sumarið 1989. Sumarið 1993 var útbreiðsla sjúkdóma á landinu könnuð á ný, auk þess sem sér- stök úttekt var gerð á skemmdum í Hallormsstaðaskógi og ná- grenni. Fram undir lok níunda áratug- arins voru helstu trjásjúkdómar hér á landi taldir vera barrviðar- áta (Phacidium coniferarum), brum- og greinaþurrksveppur (Cremeni- ella abietina), reyniáta (Cytospora rubescens) og ryðsveppir á víði (Melampsora epitea) og birki (Melampsora betulinum) Síðan hefur komið í ljós að lerkiáta (Lachnellula willkommii) er útbreidd um landið og veldur verulegum skakkaföllum á lerki sunnan lands og vestan. Á tíunda ára- tugnum varð veruleg breyting til hins verra. Sumarið 1994 upp- götvaðist gljávíðiryð (Melampsora larici-pentandra) á Höfn í Horna- firði. Sá sjúkdómur hefur nú borist allt vestur á Akranes. Árið 1998 greindist þináta (Phacidium balsamicola) í fjallaþin á Hallorms- stað en sá sjúkdómur virðist raunar vera búinn að vera hér all- lengi og vfða um land. Sumarið 1999 bættust síðan fjórir nýir sjúkdómar við: greniryð (Chryso- myxa abietis), greninálafallssýki (Rhizosphaera kalkoffii), lerkinála- fallssýki (Meria laricis), og aspar- ryð. Sá sfðastnefndi er væntan- lega nýkominn til landsins en líklegt er að hinir þrír séu búnir að vera hér eitthvað lengur. Til dæmis mátti greinilega rekja á skemmdum á rauðgreni í Leirár- girðingu í Leirársveit að þangað hefði greniryð borist ekki síðar en árið 1997. Útbreiðsla þessara sjúkdóma á Suðurlandi var könn- uð haustið 1999 og hafa niður- stöðum þeirrar könnunar þegar verið gerð skil f Skógræktarritinu. Síðast liðið sumar var síðan farið um land allt og útbreiðsla trjá- sjúkdóma könnuð. Niðurstöðum 3. mynd. Lerkitré rétt ofan Svartagils- hvamms í Haukadal stórskemmd af nálafallssýki og lerkiátu. Tré í þessum reit eru af kvæminu Hakaskoja, en það kvæmi hefur víða fengið slæma útreið af völdum sjúkdóma. Mynd: H.S. þeirrar könnunar verða væntan- lega gerð skil í næsta hefti Skóg- ræktarritsins. Skaðsemi trjásjúkdóma. Sumarið 1999 var reynt að meta skemmdir á lerki í Haukadal eftir nálafalls- sýkina sem þar geisaði í fyrra- sumar. Þessar skemmdir eru raunar fyrst og fremst kal- skemmdir sem orsakast af því að sjúkdómurinn hindrar lerkið í að búa sig nægilega vel undir vetur- inn líkt og gerist í kjölfar ryðs á ösp og gljávíði. Ekki hefur enn verið unnið að fullu úr þeim nið- urstöðum en nokkuð virðist vera um að tré hafi drepist eða stór- skemmst af völdum nálafallssýk- innar. Skaðinn virtist vera mestur á yngri trjám, en einnig eru dæmi um að 50-60 ára gömul lerkitré hafi orðið illa úti eða jafnvel drepist (3. mynd). Þarvarraunar um að ræða tré sem stóðu höll- um fæti fyrir sökum lerkiátu. Svipaða sögu er að segja úr Þjórsárdal og af ungu lerki í Mos- felli í Grímsnesi. Þarvaráberandi nálafallssýki í fyrra og við úttekt á áburðartilraunum í Mosfelli haustið 2000 komu í ljós veruleg- 44 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.