Skógræktarritið - 15.05.2001, Page 46
2. mynd. Toppkalin ösp í Hveragerði
sumarið 2000. Mynd: H.S.
lagi að leita úrlausna á þeim
vanda sem skapast hefur þar sem
aspar- og gljávíðiryð hefur geisað
hvað harðast. f þriðja lagi að
finna klóna af ösp og gljávíði sem
hafi nægan viðnámsþrótt gegn
ryðsjúkdómum. Fyrstu niðurstöð-
ur úr rannsóknum á viðnáms-
þrótti asparklóna liggja nú fyrir
og verða kynntar hér. Fyrst verður
þó drepið lauslega á aðra þætti
þessara rannsókna, en þeim
verða gerð betri skil síðar.
Útbreiðsla trjásjúkdóma. Rannsóknir
á útbreiðslu trjásjúkdóma hafa
verið mjög óreglulegar hér á
landi. Upphaf þeirra má telja ferð
Helgu og Finns Roll-Hansen
sumarið 1969. Finn Roll-Hansen
fór síðan í annan leiðangur
sumarið 1989. Sumarið 1993 var
útbreiðsla sjúkdóma á landinu
könnuð á ný, auk þess sem sér-
stök úttekt var gerð á skemmdum
í Hallormsstaðaskógi og ná-
grenni.
Fram undir lok níunda áratug-
arins voru helstu trjásjúkdómar
hér á landi taldir vera barrviðar-
áta (Phacidium coniferarum), brum-
og greinaþurrksveppur (Cremeni-
ella abietina), reyniáta (Cytospora
rubescens) og ryðsveppir á víði
(Melampsora epitea) og birki
(Melampsora betulinum) Síðan
hefur komið í ljós að lerkiáta
(Lachnellula willkommii) er útbreidd
um landið og veldur verulegum
skakkaföllum á lerki sunnan
lands og vestan. Á tíunda ára-
tugnum varð veruleg breyting til
hins verra. Sumarið 1994 upp-
götvaðist gljávíðiryð (Melampsora
larici-pentandra) á Höfn í Horna-
firði. Sá sjúkdómur hefur nú
borist allt vestur á Akranes. Árið
1998 greindist þináta (Phacidium
balsamicola) í fjallaþin á Hallorms-
stað en sá sjúkdómur virðist
raunar vera búinn að vera hér all-
lengi og vfða um land. Sumarið
1999 bættust síðan fjórir nýir
sjúkdómar við: greniryð (Chryso-
myxa abietis), greninálafallssýki
(Rhizosphaera kalkoffii), lerkinála-
fallssýki (Meria laricis), og aspar-
ryð. Sá sfðastnefndi er væntan-
lega nýkominn til landsins en
líklegt er að hinir þrír séu búnir
að vera hér eitthvað lengur. Til
dæmis mátti greinilega rekja á
skemmdum á rauðgreni í Leirár-
girðingu í Leirársveit að þangað
hefði greniryð borist ekki síðar en
árið 1997. Útbreiðsla þessara
sjúkdóma á Suðurlandi var könn-
uð haustið 1999 og hafa niður-
stöðum þeirrar könnunar þegar
verið gerð skil f Skógræktarritinu.
Síðast liðið sumar var síðan farið
um land allt og útbreiðsla trjá-
sjúkdóma könnuð. Niðurstöðum
3. mynd. Lerkitré rétt ofan Svartagils-
hvamms í Haukadal stórskemmd af
nálafallssýki og lerkiátu. Tré í þessum
reit eru af kvæminu Hakaskoja, en það
kvæmi hefur víða fengið slæma útreið
af völdum sjúkdóma. Mynd: H.S.
þeirrar könnunar verða væntan-
lega gerð skil í næsta hefti Skóg-
ræktarritsins.
Skaðsemi trjásjúkdóma. Sumarið
1999 var reynt að meta skemmdir
á lerki í Haukadal eftir nálafalls-
sýkina sem þar geisaði í fyrra-
sumar. Þessar skemmdir eru
raunar fyrst og fremst kal-
skemmdir sem orsakast af því að
sjúkdómurinn hindrar lerkið í að
búa sig nægilega vel undir vetur-
inn líkt og gerist í kjölfar ryðs á
ösp og gljávíði. Ekki hefur enn
verið unnið að fullu úr þeim nið-
urstöðum en nokkuð virðist vera
um að tré hafi drepist eða stór-
skemmst af völdum nálafallssýk-
innar. Skaðinn virtist vera mestur
á yngri trjám, en einnig eru dæmi
um að 50-60 ára gömul lerkitré
hafi orðið illa úti eða jafnvel
drepist (3. mynd). Þarvarraunar
um að ræða tré sem stóðu höll-
um fæti fyrir sökum lerkiátu.
Svipaða sögu er að segja úr
Þjórsárdal og af ungu lerki í Mos-
felli í Grímsnesi. Þarvaráberandi
nálafallssýki í fyrra og við úttekt á
áburðartilraunum í Mosfelli
haustið 2000 komu í ljós veruleg-
44
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl.