Skógræktarritið - 15.05.2001, Síða 56
6. mynd. Góðir grannar. Rússalerki og
hvítgreni í góðum vexti.
Mynd: Þ.E. 2000.
greni. í því skyni að auka fjöl-
breytni og öryggi í nytjaskógrækt
ætti tvímælalaust að auka hlut
grenis, sérstaklega hvítgrenis og
rauðgrenis við nýskógrækt.
Þessar þrjár grenitegundir
bjóða upp á val vegna mismun-
andi aðlögunar. Sitkagreni hefur
mikla vaxtargetu og er vindþolið
en er viðkvæmt fyrir haustfrost-
um. Þess vegna á að velja því
stað í brekkum og stöðum þar
sem vindasamt er. Rauðgreni er
ekki nærri eins vindþolið en er
frostþolið eins og hvítgreni. Væri
því rétt að velja þessar tegundir
við gróðursetningu á flatlendi,
rauðgreni þar sem sæmilegt skjól
er en hvítgreni þar sem er næð-
ingssamara. Þar sem þessar teg-
undir eru allar skuggþolnar á
unga aldri má blanda þeim sam-
an við lerki, furu, birki eða ösp og
ætti það að koma betur út en að
blanda ljóselskum tegundum
saman, t.d. lerki og furu. Svo eru
þessar grenitegundir misvið-
kvæmar fyrir hinum ýmsu sjúk-
dómum og skordýraplágum og
því æskilegt að nota þær allar til
að draga úr áhættu þeirri sem
fylgir því að notast við fáar teg-
undir.
Önnur umhverfisáfirif
Lfklegt er að munur sé á jarðraka
efst og neðst í tilrauninni. Land-
ið neðst í tilrauninni og fyrir neð-
an hana er flatt og þvf sennilega
betri rakaskilyrði en ofar í brekk-
unni.
Hæstu trén eru neðarlega og er
greinilegt að grenið nýtur mjög
góðs af auknum raka eða nálægð
við lerki sem þar er einnig nema
hvort tveggja sé. Undantekning
er syðsta sitkagreniröðin, sem
vex öll við hlið lerkis, en þar er
ekki munur á hæð niður eftir
brekkunni. Nyrsta rauðgreniröð-
in vex einnig við hlið lerkis en
sýnir ekki sama vaxtarauka skv.
mælingum. Þeim megin er lerkið
bæði gisnara og lágvaxnara en
sunnan og neðan við tilraunina.
Vöxtur rauðgrenisins í nyrstu röð
hefur reyndar verið mjög mikill
þau 4 ár sfðan tilraunin var mæld
og er hugsanlegt að áhrif lerkis-
ins séu að koma fram seinna þar.
Lerkið í tilrauninni sýnir ekki
vaxtarauka niður eftir brekkunni.
Þetta gæti þýtt að jarðraki efst í
brekkunni sé ekki takmarkandi
fyrir vöxt þess á sama hátt og
hann virðist vera fyrir grenið.
Þetta gæti einnig verið vísbend-
ing um að það sé ekki afgerandi
munur á jarðraka efst og neðst í
tilrauninni og að aukinn vöxtur
grenis syðst og neðst í henni
skýrist fyrst og fremst af nálægð
við lerki.
Lerki hefur ótrúlega hæfileika
til að nema næringu úr rýrum
jarðvegi og er það hugsanlega
vegna samspils sveppróta lerkis-
ins og köfnunarefnisbindandi
jarðvegsörvera. Aðrar tegundir,
s.s. stafafura, virðast einnig hafa
þessa hæfileika þótt þær séu ekki
eins öflugar. Rótarkerfi lerkisins
virkar þá sem áburðarverksmiðja
og öruggt má telja að nærliggj-
andi tré njóti góðs af þessum
hæfileikum lerkisins (6. mynd).
Gróðursetning lerkis var þvf
fjórða áburðarmeðferðin á grenið
í þessari tilraun og sú sem gaf
mestan vöxt til langs tíma eftir
því sem best verður séð. Áhrif
lerkisins koma þó ekki grönnum
þess til góða fyrr en rótarkerfi
trjánna ná saman. Slíkur sam-
vöxtur rótarkerfanna tekur alltaf
nokkur ár frá gróðursetningu
þannig að blöndun lerkis með
greni kemur ekki í staðinn fyrir
áburðargjöf við gróðursetningu.
Lokaorð
Myndirnar sem fylgja þessari
grein voru teknar í október 2000.
Grenið er í mjög miklum vexti og
hafa drottnandi tré hækkað um
allt að 2 metra þau 4 ár síðan
mælingarnar sem hér eru birtar
voru gerðar (7. mynd). Vegna
þéttleika hafa lægri tré, þ.á m.
blágrenið, dregist enn frekar aft-
urúr. Ennfremur hefur lerki
gróðursett 1985 fyrir ofan tilraun-
ina náð góðri stærð og er greni-
lundurinn því umkringdur lerki
nú. Áhrif lerkisins ná nú senni-
lega að einhverju leyti um reitinn
allan.
54
SKÓGRÆKTARRITIÐ .2001