Skógræktarritið - 15.05.2001, Side 65
son, að myrtuvíðir gæti orðið
mest um það bil 1 metri að hæð
við bestu aðstæður hér á landi.
Þetta er þó alls ekki í samræmi
við okkar reynslu, sem bendir til
þess, að myrtuvíðir geti orðið
2 metrar að hæð (mynd 5).
Jóhann Pálsson telur enn frem-
ur í grein sinni, að myrtuvíðir geti
orðið verðmæt landgræðsluplanta
við erfiðustu aðstæður hér á
landi. Hvort sem myrtuvíðir er
hæfur til landgræðslu við erfið-
ustu aðstæður eða ekki, er samt
full ástæða til þess að gefa þess-
ari harðgerðu víðitegund meiri
gaum í þessu skyni en verið hefur.
Að lokum skal þess getið, að
bilin milli lundanna margnefndu
greru upp með grasi og tilfallandi
gróðri vegna umferðar með mold
og hrossatað og með lítils háttar
hjálp tilbúins áburðar. Við reynd-
um lúpínu þarna íbrekkunni, en
hún þreifst ekki í þessu gjör-
snauða landi, eftir því sem best
varð séð.
(Skrifað í október 2000).
Viðauki
Höfundur hefur um mörg ár haft
beitiland (ca 2-2>/2 ha) fyrir hross
á Vatnsenda í Kópavogskaupstað.
Hann hefur sjálfur að verulegu
leyti ræktað landið og notar það
einkum til haustbeitar. Er með
tilliti til þessa nú borið á landið
200-300 kg af tilbúnum áburði
síðsumars. Gróska í landinu
hefur aukist mjög á síðustu 10
árum eða svo líkt og gildir um
margar lendur í grennd við
Reykjavík. Aukin gróska á jafnt
við beitarjurtir og loðvíði, en þó
einkum gulvfði, sem í síauknum
mæli vex upp af rótum í landinu.
Síðustu
5 ár eða svo hefur sömuleiðis
birki byrjað að vaxa í síauknum
mæli landinu. Það hlýtur þó fyrst
og fremst að vera vegna
aðvífandi birkifræs. Hrossin hafa
síður en svo truflað þessa þróun,
enda virðast þau sneiða fram hjá
bæði víðinum og birkinu á ferð
sinni um landið. Landið er
þannig að breytast úr gras- og
mólendi í kjarri vaxið eða hugs-
anlega skógi vaxið beitiland.
Þetta er því hin athyglisverðasta
þróun á gróðursamfélagi
samfara beit. Þörf er á að
rannsaka mun metur í skipu-
legum tilraunum, hvernig hross-
abeit og uppvaxandi kjarrgróður
eða skógargróður geta farið
saman. Þetta er ekki síst
æskilegt í ljósi þess hve
hrossaeign er útbreidd og hross
mörg í landinu.
Mynd 3. Hæsti loðvíðirunninn er
orðinn rúmlega 1,5 metrarað hæð.
Yfir þakið á sumarbústaðnum sér í
brekkuna handan Hróarslækjar og efst
í Selalækjarlandi. Þar fyrir handan sér
á fjallið Þríhyrning, sem frægt er úr
Njálu og setur umtalsverðan svip á
Rangárvelli.
Mynd 4. Lundur með myrtuvíði,
4-6 árum frá gróðursetningu (potta-
plöntur). Lundurinn er mest rúmlega
I metri að hæð og hann myndarþétta,
samfellda breiðu. Bak við manninn,
sem á mælistikunni heldur,
má eygja birki, sem brotnað hefur
undir fönn og kræklast.
Mynd 5. Myndin sýnir myrtuvíðilund
um það bil 10 árum frá gróðursetningu
(pottaplöntur). Hæstu greinarnar eru
i ,6-1,7 metra háar og meðalhæðin er
1,3-1,4 metrar. Undir handlegg manns-
ins sér á vöxtulegt birki fárra ára
gamalt. Við hina hlið mannsins sér á
limgerði úr jörfavíði.
Heimild
)óhann Pálsson. 1997. Víðirog víði-
ræktun á íslandi: Ársrit Skógræktar-
félags íslands.
Þorkell Þorkelsson ljósmyndari
tók myndirnar (byrjun ágúst 2000).
SKÓGRÆKTARRiTIÐ 2001 l.tbl.
63