Skógræktarritið - 15.05.2001, Side 71
HREINN ÓSKARSSON
Hvenær á að bera á?
Tímasetning áburðargjafar
á nýmörkum
INNGANGUR
Rannsóknir hafa leitt í Ijós já-
kvæð áhrif áburðargjafa á vöxt og
lff trjáplantna fyrstu árin eftir
gróðursetningu (Hreinn Óskars-
son o.fl. 1997, Ása L. Aradóttir og
Járngerður Grétarsdóttir 1995,
Jón Guðmundsson 1995). Þessar
jákvæðu niðurstöður hafa leitt til
þess að áburðargjöf er orðin fast-
ur liður við upphaf skógræktar,
að minnsta kosti í allflestum
skógræktarverkefnum. Ýmsar
spurningar hafa vaknað varðandi
notkun tilbúins áburðar í nýskóg-
rækt, s.s. hver eru áhrif áburðar á
frostþol og næringarástand trjá-
plantna, hvaða áhrif hefur áburð-
argjöf á svepprótamyndun,
hversu lengi vara áhrif áburðar-
gjafar og á hvaða tíma árs hag-
kvæmast er að bera á? Um þessar
mundir er unnið að því að leita
svara við þessum spurningum á
Rannsóknastöð Skógræktar á
Mógilsá og er niðurstaðna að
vænta á næstu misserum.
í júnf 1998 voru settar á stofn
tilraunir á þrem stöðum á land-
inu sem miðuðu að því að kanna
áhrif mismunandi tfmasetninga
áburðargjafa á lff og vöxt birkis
og sitkagrenis á mismunandi
jarðvegsgerðum. Eftirfarandi
rannsóknaspurningar voru settar
fram:
1) Hvaða dreifingartími áburðar
gefur minnst afföll og mestan
vöxt?
a) áburðargjöf við gróðursetn-
ingu (snemma sumars),
b) um miðjan júlí,
c) seint í ágúst,
d) ári eftir gróðursetningu.
2) Er munur á svörun trjáteg-
unda? Þær tegundir sem eru
bornar saman eru:
a) birki (Betula pubescens Ehrh.),
b) sitkagreni (Picea sitchensis
(Bong.) Carr.),
c) rússalerki ( Larix sukaczewii
Dylis.),
d) stafafura (Pinus contorta
Dougl. Ex. Loud.).
1. tafla. Lýsing á tilraunasvæðunum.
larðvegur á einu af tilraunasvæð-
unum, Végeirsstöðum, reyndist
vera mun blautari en við var bú-
ist og stóð vatn f rásum í hluta
tilraunarinnar. Því eru niðurstöð-
ur hennar vart marktækar og
verða ekki birtar hér.
Áhugasömum lesendum er
bent á Rit Mógilsár nr. 1 þar sem
nánar er fjallað um þessar til-
raunir og niðurstöður þeirra.
AÐFERÐIR
Tilraunirnar sem notaðar eru í
þessari rannsókn eru á tveim
stöðum; á Markarfljótsaurum og í
Kollabæ (1. tafla). Aðeins átta km
eru milli tilraunastaðanna, og
veðurfar því ekki ósvipað, en
Markarfljótsaurar Kollabær
Staðsetning 63°40.158'N & 20°00.554'V 63°44.758'N & 20°03.205’V
Hæð yfir sjó 60 m um 110 m
Meðalhili júní-september1 10,1°C 10,1°C
Meðalúrkoma2 1015 mm 1015 mm
Lýsing Gróður- og skjóllausir áraurar með stöku krækiberjalyngi og mosa í lægðum. Vatn rann síðast yfir svæðið fyrir tæpum 60 árum. Dæmigerður fokjarðvegur þakinn þykkum grámosa með heilgrösum milli þúfna.
'> Meöaltal áranna 1997-1999 á Hellu á Rangárvöllum (upplýsingar frá Veöurstofu íslands)
2> Meöaltal áranna 1997 og 1998 á Sámsstööum (upplýsingar frá Veðurstofu íslands)
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl.
69