Skógræktarritið - 15.05.2002, Page 8
Mynd 2.11mbjörk af bestu gerð í
Ranaskógi. Mynd: S. Bl. 05-10-99.
„Samræmingarnefndar um nöfn á
trjám og runnum" (sjá grein Óla
Vals Hanssonar, „íslensk trjá-
heiti", í Ársriti Skf. ísl. 1989). Þar
er ættkvíslin nefnd birki, björk,
en tegundin ilmbjörk og latínu-
heitið Betula pubescens Ehrh. Af-
brigði af henni „forma tortuosa"
nefnist kræklubjörk. Skógviðar-
bróðir (B. nana x pubescens) telst
kynblendingur ilmbjarkar og fjall-
drapa (B. nana L.).
Síðan samræmingarnefndin
ákvað þessi heiti, eru komin til ný
sjónarmið og formlegar tillögur í
nafngiftum ilmbjarkarinnar.
Nauðsynlegt er að skýra frá þeim
hér.
Kesara Margrét Anamthawat-
Jónsson og Þorsteinn Tómasson
birtu 1990 ritgerð, sem varpar
nýju ljósi á erfðafræði íslenska
birkisins. Þorsteinn rakti þetta í
grein f Skógræktarritinu 1994.
Hann skrifar þar eftirfarandi varð-
andi nafngift íslenska birkisins:
„Greining fslensks birkis til
mismunandi tegunda er óþörf,
þar sem breytileiki skýrist vel
með erfðaflæði úr fjalldrapa og
einnig með breytileika innan teg-
undarinnar. Því er rétt að greina
allt íslenskt birki sem Betula
pubescens".
Nánar verður að skýra frá þessu
hér og gefa Kesaru orðið, þar
sem hún dregur saman niður-
stöður þeirra.
Sérstaða íslenska birkisins er í
rauninni kjarninn í því, sem þau
hafa komist að. Kesara:
„Litningagreining á bjarkarteg-
undum, s.s. birki og fjalldrapa,
hefur sýnt fram á að í náttúrunni
víða um landið er til þrílitna birki
sem er kynblendingur milli
(ferlitna) birkis og (tvflitna) fjall-
drapa. Blendingar eru um 10% af
bjarkarplöntum sem hafa verið
rannsakaðar og þeir eru ekki
ófrjóir. Með víxlunum blending-
anna og birkis eða fjalldrapa hafa
gen þeirra flust á milli tveggja
tegunda í náttúrunni. Þetta fyrir-
bæri er kallað erfðablöndun eða
genaflæði (introgression), og lík-
lega vegna þess er birki okkar
mjög breytilegt, og kræklótt birki
er algengt. Sameindaerfðafræði-
legar rannsóknir okkar hafa stað-
fest erfðablöndunina og sýnt
fram á að genaflæði gerist f báð-
ar áttir á milli birkis og fjalldrapa
hérlendis. Einnig hefur verið
unnið að rannsóknum á erfða-
breytileika birkis með því að
skoða genabreytingar. Niður-
stöðurnar benda til þess að birki
hérlendis er frábrugðið öðru
birki, en meðal okkar birkis eru
Bæjarstaðabirki og Vaglaskógar-
birki sérstök".
Það er þessi þrílitna kynblend-
ingur, sem hefir verið nefndur
skógviðarbróðir.
Ný opinber nafngift íslenska
birkisins. Hópur vfsindamanna
frá löndum við norðanvert Atl-
antshaf (Nordic subarctic and
subalpine ecology group) hefir
um árabil rannsakað birki í að-
liggjandi löndum. Hann hefir
nokkrum sinnum komið saman á
íslandi, síðast vorið 2000 á Akur-
eyri (sjá Skógræktarritið 2001,
1. tbl.) Nú hefir hann ákveðið
nafn á hinum tveimur undirteg-
undum, sem hann telur B.
pubescens í NV Evrópu skiptast í:
* Suðurskandinavísk ilmbjörk
heitir B. pubescens ssp. pubescens.
* Fjallabirkið skandinavíska
ásamt íslenskri og grænlenskri
ilmbjörk og skógviðarbróður
heita til samans B. pubescens ssp.
cerepanovii.
Mynd 3. Teigsskógur á Hallsteinsnesi við Þorskafjörð. Einn fegursti kjarrskógur á
Vestfjörðum. Mynd: S. Bl. 24-09-80.
6
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002