Skógræktarritið - 15.05.2002, Qupperneq 15

Skógræktarritið - 15.05.2002, Qupperneq 15
Eru þessir skógar sæmilega bein- vaxnir og stefna í að verða há- vaxnir. Hæstu birkitrén á landinu í villtum skógi: * 13,75 m hátt birkitré og 34,5 cm í þvermál stendur í Vagla- skógi í jaðri eins af gömlu græðireitunum, sem nefndur var Síbería. * 13,50 m hátt var í Fellsskógi í Köldukinn, en brotnaði undan bleytusnjó, sem féll á það með laufi í september. * i 3,20 m hátt og 38,5 cm í þver- mál, í Hallormsstaðaskógi ofan við Gatnaskóg. * 12,80 m hátt og þvermál 27,7 cm, í Gatnaskógi utarlega í brekkukverkinni. * Hæsta ræktaða íslenska ilm- björkin er f Minjasafnsgarðin- um á Akureyri, líklega milli 90 og 100 ára gömul. Haustið 1999 var hún 14,7 m og 38 cm í þvermál í brjósthæð. Næst- hæst hefir mælst haustið 1997 í skógarreit á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal 13,5 m, gróðursett um 1950. Efstu mörk birkis eru núna í Fróðárdal norðan Hvítárvatns í um 630 m hæð og Stórahvammi í innstu drögum Austurdals í Skagafirði f 620 m hæð. Nokkur vistfræðileg atriði Kröfur til loftslags. Ilmbjörk þrffst best í þurru meginlands- og dalaloftslagi, en hefir breitt þol- svið að þessu leyti á íslandi. Hafnarskógur f Borgarfirði er skýrasta dæmið um það. Þar hef- ir birkið haldið velli niður að sjó, þrátt fyrir veðraham og grfðarlega beitaránauð. Á stöku stað á Vestfjörðum vex það líka niður að flæðarmáli (Hallsteinsnes við Þorskafjörð, Trostansfjörður, Geirþjófsfjörður). í Noregi er talið, að ilmbjörk þurfi sumarhita sem hér segir,- Við trjámörk 4,7°C, við skógar- mörk 6,5°C og til fræþroska 8,2°C (Slettjord 1994). Þetta getur komið vel heim við reynslu af út- breiðslu birkisins hér á landi, þótt það hafi ekki verið rannsak- að sérstaklega. Kröfur til jarðvegs. llmbjörk þarf jarðveg með vænum hreyf- anlegum raka til þess að ná góðri hæð og bollögun. Jafnaðarlega finnast hæstu birkitrén neðantil í brekkum eða rótum þeirra. Hins vegar getur birki dregið fram lffið sem lágvaxinn og kræklóttur runni í þurrum og rýrum jarðvegi og skriðum í fjallshlíðum (Aust- ur-Skaftafellssýsla, Vestfirðir). í Stafafellsfjöllum f Lóni má sjá þéttar breiður af skriðulu birki vaxa í snarbröttum og grófum líp- arítskriðum. í Geirþjófsfirði teygir skriðult birkikjarr sig upp undir fjallsbrúnir. Skógivaxnir klapparásar, t.d. í Mýrasýslu, eru dæmi um rýrt land, sem lágvaxið birki getur myndað á samfellda breiðu. Ilmbjörk hefir verið talin hafa grunnt rótarkerfi (flatrót), eins og gjarnan er með rakakærar trjáteg- undir. Fyrir því kom óvænt í ljós, er Ragnhildur Sigurðardóttir rannsakaði rótarkerfi skógartrjáa í Hallormsstaðaskógi, að þótt meginrætur birkisins væru lárétt- ar, sendi það nokkrar rætur niður á fast gegnum 1 m djúpan fokjarðveg (mynd 14). Þetta er líka dæmi um hina miklu frjó- semi íslenska fokjarðvegsins eins og Ólafur Arnalds o.fl. hafa bent á. Félagar birkis í vistkerfinu eru: * gulvfðir, * loðvíðir, * reyniviður, * blæösp, * einir, og er fjallað um þá í sérköflum, nema loðvíði og eini. Lággróður (sjá rammagreinina skraut birkiskógarins). Skraut birkiskógarins Með þessu er hér átt við fjöl- margar jurtir, sem birkiskógurinn hýsir, og eru þannig hluti af vist- kerfi hans. Flestar finnum við í skógarbotninum. Þar finnum við fulltrúa flestra höfuðfylkinga plönturíkisins. Nokkrar sitja á trjánum og eru kallaðar ásætur. Það eru nær eingöngu fléttur, en fyrir koma þó mosar á gömlum trjám. Hér verða taldar upp nokkrar þær tegundir, sem eru áberandi, en það er ákaflega misjafnt eftir landshlutum, hve mikið er af hverri. Sumar jafnvel eingöngu í vissum landshlutum. Sveppir. Kúalubbi er einna al- gengastur og sá, sem flestir taka eftir. Kóngssveppur er stærstur allra (í Skorradal vó einn 1,7 kg). Berserkjasveppur er skrautleg- astur, en ekki mjög algengur. Hunangssveppur er algengur á stúfum trjáa, sem hafa verið felld. Síðan eru nokkrar tegundir Mynd 9. Fúasveppurinn gráskeljungur er mikill skreytir í birkiskóginum. Mynd: S. Bi. 14-03-02. 12 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002 af ættkvfslunum hnefla (RussuIíí) og glætingur (Lactarius). Kantarell (Cantarellus), sem þykir einna best- ur ætisveppa, er aðallega vestan- lands, t.d. á Stálpastöðum í Skorradal. Fléttur eru geysimargar, einkan- lega sem ásætur. Birkiskóf er einna aigengust, en aðrar skófir eru t.d. hraufuskóf, sneplaskóf og hundaskóf. Kvistagrös eru líka al- geng. í skógarbotninum eru engjaskófir (Peltigera spp.) mest áberandi. Mosar. Langalgengastur er tild- urmosi (Hylocomium splendens) en tveir skrautmosar, runnaskraut (Rhytidiadelphus triquetrus) og engja- skraut (Rfiytidiadelpfius squarrotus) koma líklega næstir. Af þvf að þetta eru nýleg nöfn og fáum kunnug, vísast til Fjölrits Náttúru- fræðistofnunar 29, bls. 10-23, þar sem fjallað er um tildurmosa- ætt (Hylocomiaceae). Burknareru sjaldgæfir í ís- lensku skóglendi miðað við ná- grannalönd. Stóriburkni og fjöllaufungur, sem eru stærstir, finnast mest á Vestfjörðum, svo Mynd 11. Hrútaberjalyng með berjum er eitt mesta skraut birkiskógarbotnsins. Úr Hallormsstaðaskógi. Mynd: S.Bl. 10-09-99. ar greinar, þar sem þessu efni eru gerð góð skil: Greinar Steindórs Steindórs- sonar um háplöntur og Harðar Kristinssonar um lágplöntur í fs- lenskum birkiskógum í Skógar- málum og grein Helga Hallgríms- sonar um ber og sveppi í Skóg- ræktarbókinni. Grein Harðar Kristinssonar um fléttur á íslensk- um trjám í Skógræktarritinu 1998 er mjög ítarleg með mjög góðum litmyndum. Ennfremur grein Helga Hallgrfmssonar um viðar- sveppi f Skógræktarritinu 1998, líka með mjög góðum litmyndum. Mynd 10. Einirunnur í Egilsstaðaskógi á Völlum. Mynd: S. Bl. 07-01-02. og þríhyrnuburkni, en algengir eru þrílaufungur og tófugras. Elftingar. Langalgengastar eru vallelfting og klóelfting. Heilgrös. Kjarrsveifgras er al- gengt og myndar víða þéttar breiður. Einnig hálíngresi, reyrgresi, bugðupuntur og tún- vingull. Skrautpuntur er hávaxn- astur heilgrasa á íslandi en frekar sjaldgæfur, finnst aðallega á Vest- fjörðum. Eintak íkjarrskógi f Langabotni í Geirþjófsfirði var 2,50 m hátt. Blómjurtir. Blágresi, hrúta- berjalyng, klukkublóm, brennisól- ey, bláklukka og sjöstjarna (Aust- urland) týsfjóla, geithvönn (Vest- firðir), mjaðjurt, maríustakkur, bláberjalyng, aðalbláberjalyng, krækilyng. Þetta er auðvitað mjög stuttara- Ieg upptalning. Bent skal á nokkr- SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.