Skógræktarritið - 15.05.2002, Qupperneq 15
Eru þessir skógar sæmilega bein-
vaxnir og stefna í að verða há-
vaxnir.
Hæstu birkitrén á landinu í
villtum skógi:
* 13,75 m hátt birkitré og 34,5
cm í þvermál stendur í Vagla-
skógi í jaðri eins af gömlu
græðireitunum, sem nefndur
var Síbería.
* 13,50 m hátt var í Fellsskógi í
Köldukinn, en brotnaði undan
bleytusnjó, sem féll á það með
laufi í september.
* i 3,20 m hátt og 38,5 cm í þver-
mál, í Hallormsstaðaskógi
ofan við Gatnaskóg.
* 12,80 m hátt og þvermál 27,7
cm, í Gatnaskógi utarlega í
brekkukverkinni.
* Hæsta ræktaða íslenska ilm-
björkin er f Minjasafnsgarðin-
um á Akureyri, líklega milli 90
og 100 ára gömul. Haustið
1999 var hún 14,7 m og 38 cm
í þvermál í brjósthæð. Næst-
hæst hefir mælst haustið 1997
í skógarreit á Hrafnkelsstöðum
í Fljótsdal 13,5 m, gróðursett
um 1950.
Efstu mörk birkis eru núna í
Fróðárdal norðan Hvítárvatns í
um 630 m hæð og Stórahvammi í
innstu drögum Austurdals í
Skagafirði f 620 m hæð.
Nokkur vistfræðileg atriði
Kröfur til loftslags. Ilmbjörk
þrffst best í þurru meginlands- og
dalaloftslagi, en hefir breitt þol-
svið að þessu leyti á íslandi.
Hafnarskógur f Borgarfirði er
skýrasta dæmið um það. Þar hef-
ir birkið haldið velli niður að sjó,
þrátt fyrir veðraham og grfðarlega
beitaránauð. Á stöku stað á
Vestfjörðum vex það líka niður að
flæðarmáli (Hallsteinsnes við
Þorskafjörð, Trostansfjörður,
Geirþjófsfjörður).
í Noregi er talið, að ilmbjörk
þurfi sumarhita sem hér segir,-
Við trjámörk 4,7°C, við skógar-
mörk 6,5°C og til fræþroska 8,2°C
(Slettjord 1994). Þetta getur
komið vel heim við reynslu af út-
breiðslu birkisins hér á landi,
þótt það hafi ekki verið rannsak-
að sérstaklega.
Kröfur til jarðvegs. llmbjörk
þarf jarðveg með vænum hreyf-
anlegum raka til þess að ná góðri
hæð og bollögun. Jafnaðarlega
finnast hæstu birkitrén neðantil í
brekkum eða rótum þeirra. Hins
vegar getur birki dregið fram lffið
sem lágvaxinn og kræklóttur
runni í þurrum og rýrum jarðvegi
og skriðum í fjallshlíðum (Aust-
ur-Skaftafellssýsla, Vestfirðir). í
Stafafellsfjöllum f Lóni má sjá
þéttar breiður af skriðulu birki
vaxa í snarbröttum og grófum líp-
arítskriðum. í Geirþjófsfirði teygir
skriðult birkikjarr sig upp undir
fjallsbrúnir. Skógivaxnir
klapparásar, t.d. í Mýrasýslu, eru
dæmi um rýrt land, sem lágvaxið
birki getur myndað á samfellda
breiðu.
Ilmbjörk hefir verið talin hafa
grunnt rótarkerfi (flatrót), eins og
gjarnan er með rakakærar trjáteg-
undir. Fyrir því kom óvænt í ljós,
er Ragnhildur Sigurðardóttir
rannsakaði rótarkerfi skógartrjáa í
Hallormsstaðaskógi, að þótt
meginrætur birkisins væru lárétt-
ar, sendi það nokkrar rætur niður
á fast gegnum 1 m djúpan
fokjarðveg (mynd 14). Þetta er
líka dæmi um hina miklu frjó-
semi íslenska fokjarðvegsins eins
og Ólafur Arnalds o.fl. hafa bent
á.
Félagar birkis í vistkerfinu eru:
* gulvfðir,
* loðvíðir,
* reyniviður,
* blæösp,
* einir,
og er fjallað um þá í sérköflum,
nema loðvíði og eini.
Lággróður (sjá rammagreinina
skraut birkiskógarins).
Skraut birkiskógarins
Með þessu er hér átt við fjöl-
margar jurtir, sem birkiskógurinn
hýsir, og eru þannig hluti af vist-
kerfi hans. Flestar finnum við í
skógarbotninum. Þar finnum
við fulltrúa flestra höfuðfylkinga
plönturíkisins. Nokkrar sitja á
trjánum og eru kallaðar ásætur.
Það eru nær eingöngu fléttur, en
fyrir koma þó mosar á gömlum
trjám.
Hér verða taldar upp nokkrar
þær tegundir, sem eru áberandi,
en það er ákaflega misjafnt eftir
landshlutum, hve mikið er af
hverri. Sumar jafnvel eingöngu í
vissum landshlutum.
Sveppir. Kúalubbi er einna al-
gengastur og sá, sem flestir taka
eftir. Kóngssveppur er stærstur
allra (í Skorradal vó einn 1,7 kg).
Berserkjasveppur er skrautleg-
astur, en ekki mjög algengur.
Hunangssveppur er algengur á
stúfum trjáa, sem hafa verið
felld. Síðan eru nokkrar tegundir
Mynd 9. Fúasveppurinn gráskeljungur
er mikill skreytir í birkiskóginum.
Mynd: S. Bi. 14-03-02.
12
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002
af ættkvfslunum hnefla (RussuIíí)
og glætingur (Lactarius). Kantarell
(Cantarellus), sem þykir einna best-
ur ætisveppa, er aðallega vestan-
lands, t.d. á Stálpastöðum í
Skorradal.
Fléttur eru geysimargar, einkan-
lega sem ásætur. Birkiskóf er
einna aigengust, en aðrar skófir
eru t.d. hraufuskóf, sneplaskóf og
hundaskóf. Kvistagrös eru líka al-
geng. í skógarbotninum eru
engjaskófir (Peltigera spp.) mest
áberandi.
Mosar. Langalgengastur er tild-
urmosi (Hylocomium splendens) en
tveir skrautmosar, runnaskraut
(Rhytidiadelphus triquetrus) og engja-
skraut (Rfiytidiadelpfius squarrotus)
koma líklega næstir. Af þvf að
þetta eru nýleg nöfn og fáum
kunnug, vísast til Fjölrits Náttúru-
fræðistofnunar 29, bls. 10-23,
þar sem fjallað er um tildurmosa-
ætt (Hylocomiaceae).
Burknareru sjaldgæfir í ís-
lensku skóglendi miðað við ná-
grannalönd. Stóriburkni og
fjöllaufungur, sem eru stærstir,
finnast mest á Vestfjörðum, svo
Mynd 11. Hrútaberjalyng með berjum er eitt mesta skraut birkiskógarbotnsins. Úr
Hallormsstaðaskógi. Mynd: S.Bl. 10-09-99.
ar greinar, þar sem þessu efni eru
gerð góð skil:
Greinar Steindórs Steindórs-
sonar um háplöntur og Harðar
Kristinssonar um lágplöntur í fs-
lenskum birkiskógum í Skógar-
málum og grein Helga Hallgríms-
sonar um ber og sveppi í Skóg-
ræktarbókinni. Grein Harðar
Kristinssonar um fléttur á íslensk-
um trjám í Skógræktarritinu 1998
er mjög ítarleg með mjög góðum
litmyndum. Ennfremur grein
Helga Hallgrfmssonar um viðar-
sveppi f Skógræktarritinu 1998,
líka með mjög góðum litmyndum.
Mynd 10. Einirunnur í Egilsstaðaskógi á Völlum. Mynd: S. Bl. 07-01-02.
og þríhyrnuburkni, en algengir eru
þrílaufungur og tófugras.
Elftingar. Langalgengastar eru
vallelfting og klóelfting.
Heilgrös. Kjarrsveifgras er al-
gengt og myndar víða þéttar
breiður. Einnig hálíngresi,
reyrgresi, bugðupuntur og tún-
vingull. Skrautpuntur er hávaxn-
astur heilgrasa á íslandi en frekar
sjaldgæfur, finnst aðallega á Vest-
fjörðum. Eintak íkjarrskógi f
Langabotni í Geirþjófsfirði var
2,50 m hátt.
Blómjurtir. Blágresi, hrúta-
berjalyng, klukkublóm, brennisól-
ey, bláklukka og sjöstjarna (Aust-
urland) týsfjóla, geithvönn (Vest-
firðir), mjaðjurt, maríustakkur,
bláberjalyng, aðalbláberjalyng,
krækilyng.
Þetta er auðvitað mjög stuttara-
Ieg upptalning. Bent skal á nokkr-
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002
13