Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 30

Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 30
TAFLA1 Hæstu reyniviðir á íslandi* Staður Gróður- sett ár Hæð m Þvermál cm Mælt ár Villtir Atlavík, Hallormsstaðaskógi - 1 1,90 28,0 Apríl 2000 Arnaldsstaðaskógur, Fljótsdal - 1 1,40 37,0 Okt. 1998 Atlavík, íVíkinni - 10,30 22,0 Okt. 1998 Ranaskógur, Fljótsdal - 10,20 25,0 Okt. 1998 jafnaskarð, Mýr., Merkjaborg - 10,00** 28,0 lúlí 1998 Hallormsstaða- og Ranaskógar, fjöldamargir - 9-10 1998 Ræktaðir Minjasafnsgarður, Akureyri 1912-1914 14,30 - Haust 1999 Hrafnkelsstaðir, Fljótsdal 1916 14,20 47,0 Apríl 2000 Núpsstaður, Fljótshverfi um 1930 14,00** 32,0 1998 Ásvallagata 7, Reykjavík 7 12,50 - 1999 Kvísker, Öræfum 1930 12,20 - Apríl 2000 Núpsstaður, Fljótshverfi um 1950 12,00** 27,0 1998 Hallormsstaður, Hússtjórnarskóli um 1940 12,15 26,0 Maí 2000 * sem höfundur hefir heimildir um. ** Sjónmat (Eva G. Þorvaldsdóttir). Vó'xtar reyniviðarins getur verið hraður í æsku við góðar aðstæður, en nær hámarki frekar snemma, líklega milli tvítugs og þrítugs. Hraðast vex hann framan af á sprotum úr rótarhálsi, en plöntur af fræi draga sprotaplönturnar uppi með tímanum. í töflu 1 er listi yfir nokkur hæstu reyniviðar- tré villt og ræktuð, sem mæld hafa verið nákvæmlega og höfundi er kunnugt um (tafla 1). f skógum á Upphéraði finnast flest villt hávaxin reyniviðartré. Hvergi á litlum bletti eins mörg og í Ranaskógi í Fljótsdal. Þau eru þetta frá 8-10 m há (25. mynd). Miðurinn er þungur, þéttleiki 600 kg/m3, harður og seigur. Rysjan er Ijósrauðleit, en kjamaviðurinn rauðbrúnn, stundum gráleitur. Hann er fjaðurmagnaður, erfitt að kljúfa hann. Endist stutt, ef vatn liggur á honum og rakastig er breytilegt. Auðvelt að lfma hann, bæsa og pólera. Fær mjög mjúka áferð með vandaðri póler- ingu. Viðurinn þornar hægt og þarf að gæta varúðar við þurrkun hans. Of hröð þornun framkallar mikið af fíngerðum sprungum. Auðvelt að renna viðinn (Kucera og Næss 1999). Reynifræið Þórarinn Benedikz (2000) gefur eftirfarandi upplýsingar um reyni- fræ: „Samkvæmt breskum heim- ildum (Gordon & Rowe 1982) gef- ur 1 kg af berjum 7-20 g af hreins- uðu fræi, og það eru 200-380 þús. frækorn í kflói (275 fræ/gramm að meðaltali), svipað og hjá greni og furu. — Hvert frækorn er um 1,5- 2,0 mm langt og um 0,5 mm að þvermáli, nálægt þvf að vera sigðlaga. Að meðaltali eru um 3 fyllt fræ í hverju beri (sennilega á milli 2 og 3 í íslenskum reyniberj- um, þó háð veðráttu)". Reyniber eru afbragðshráefni f sultu, vín og líkjör. C-vítamín f berjunum þolir suðu (Kucera og Næss l.c.). Vistfræði Reyniviðurinn er á máli skóg- ræktarmanna nefndur einstæð- ingur (solitær á Norðurlandamál- um). Það merkir, að hann finnst fyrst og fremst sem stök, dreifð tré, í hæsta lagi litlar þyrpingar eða lundir, en myndar ekki sam- felldar breiður, eins og birki og gulvíðir stundum. Ástæðan fyrir þessu er sú, hvernig hann fjölgar 28 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.