Skógræktarritið - 15.05.2002, Síða 43
Önnur grenitré: Blágreni og
hvítgreni þrífast vel, en verða ekki
jafn stórvaxin og sitkagreni og
eru þvf hentugri nærri húsum, í
húsagörðum eða við
sumarbústaði. Rauðgreni, sem
Norðmenn rækta með góðum
árangri, þolir ekki sunnlenskt
veðurfar og missir stöðugt toppa,
þannig að eftir 30-40 ár ná trén
gamall skurður og spratt viðja
upp úr honum innan fárra ára og
tel ég að fræ hafi fokið á hjarni
um 1,5 km.
Alaskavíðir: Alaskavfði er auðvelt
að fjölga með græðlingum og vex
vel við erfiðar aðstæður.
Skorkvikindi geta valdið
tímabundnu blaðleysi og
Skógardagur sem haldinn var 12. ágúst 1995 þarsem mikili mannfjöldi fjölmennti í
Ölversholt. Af þessu tilefni heiðraði Skógræktarfélag Rangæinga dr. Benjamín
Eiríksson fyrir brautryðjandastarf í skógrækt.
manni ýmist f hné eða öxl. Þau
virðast þó annars heilbrigð að
sjá.
Viðja: Hefur reynst mjög vel sem
skjólbelti eða hluti af slíku. Hún
sáir sér með fræjum og þolir
mikið vindálag og verður 4-5
metra há við bestu aðstæður. Til
fróðleiks vil ég geta þess að á
næstu jörð sunnan við
Ölversholtið var grafinn upp
útiitsgöllum, en við aðstæður líkt
og í Holtunum þarf ekki að hafa
áhyggjur af þvf, plantan nær sér
aftur án sérstakra aðgerða.
Lerki: Síberíulerki hefurekki
þrifist þrátt fyrir margar tilraunir
til gróðursetningar. Það virðist
ekki þola vindálagið, sem er á
þessu landsvæði. Evrópulerki
hins vegar er með nokkrum
blóma í skjóli annarra trjáa, en
þolir einnig lítið vindálag. Eins
og skógræktarmenn vita hefur
lerki þrifist á Austurlandi og eru
heilu skógarnir af því. Þennan
árangur virðist ekki vera hægt að
flytja á Suðurlandið, þar sem
veðurfarsskilyrði eru önnur og
Gæsahreiður innan girðingar í jaðri
skógræktarinnar. Fuglalíf hefur aukist
mikið frá því að skógræktin hófst.
jarðvegur einnig ólíkur. Þetta
sýnir mikilvægi þess að hafa
opinn huga við skógrækt, meðan
ekki er enn ljóst hvað skilar
árangri, en í þessu efni eins og
svo mörgu öðru, er reynslan
ólygnust.
Fura: Af furunni hefur langmest
verið sett niður af stafafuru og
vex hún þokkalega. í byrjun
settum við nokkuð af skógarfuru,
sem drapst öll, þó e.t.v. megi
finna eitt eða tvö tré. Eftir fyrstu
20 ár skógræktarinnar varð
stafafura hærri og betur útlítandi
en sitkagrenið, en þar hafa orðið
mikil umskipti. Hæstu furutrén
eru um 7 metrar og er nú farið að
draga úr hæðarvexti. Stafafuran
breiðir úr sér og er greinótt, þrátt
fyrir góð skilyrði. f vindasömum
og sólríkum vorum verður hún
rauð og kalin, og missir barr.
Miklu meira ber á þessu kali hjá
furunni, en t.d. hjá sitkagreni.
Ösp: Síðustu 10 árin hefur
nokkuð verið sett niður af ösp f
kjölfar þess að settur var
tilraunareitur f asparverkefni
Skógræktarinnar. Hún þrffst vel
og vex vel í hálfþurrkuðum
mýrarjarðvegi, sem mikið er af,
en fyrri reynsla af öspinni hræðir.
Þinur: Nokkrir tugir trjáa af
þessari gerð eru í skóginum á vfð
og dreif, mjög til prýði, en hann
þarf skjól frá öðrum trjám.
Heilbrigður að sjá.
Birki: Birkirækt í Ölvershoiti er
ein sorgarsaga, grfðarlega mikið
verið sett niður af því, einkum í
byrjun, bæði fræ og piöntur.
Árangur því miður dapurlegur,
það þolir ekki vind, sáir sér ekki
út í svo mikið grónu landi, eins
og þarna er. Þrátt fyrir ótvíræðan
íslenskan uppruna er erfitt að fá
falleg tré. Það eru mýmörg dæmi
um 40 ára gömul tré, sem ekki ná
mannhæð, þrátt fyrir að vera í
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002
41