Skógræktarritið - 15.05.2002, Page 71

Skógræktarritið - 15.05.2002, Page 71
Uglur eru gjarnan í skógum, þá sérstaklega branduglan, sem not- ar gjarnan stór og þétt grenitré til að sofa í á daginn og eins eru eyruglur gjarnan f trjám, en eyr- uglan er árviss flækingur hérlend- is. Jafnframt því að sofa í trjám, veiða uglurnar hagamýs í skógin- um. Fuglavænn skógur eða nytja- skógur? Umræða um vistvæna skógrækt og áhrif skógræktar á fuglalíf hef- ur farið vaxandi á undanförnum árum. Ljóst er, að skógrækt hef- ur jákvæð áhrif fyrir margar teg- undir fugla, en ýmsir fuglar forð- ast einnig skóga og samfelld skógrækt á stórum, víðáttumikl- um svæðum, hrekur mófugla eins og lóur, spóa og rjúpur af bú- svæðum sínum. Mjög er hægt að draga úr þessum áhrifum með því að vanda staðarval til skóg- ræktar og eins að skilja eftir nægjanlega stór opin svæði inn á milli skógarteiganna. Gott dæmi um fuglavænan skóg, er skóg- ræktin í Lambhaga og Skarfanesi í Landsveit. Þetta land er fallegt sambland af skógi, votlendi og móa með fjölbreyttu og ríkulegu fuglalffi. Almennt má segja að tré þrífist einna best í halla og er það mjög heppilegt, þar sem í brekkum og neðanverðum fjallshlfðum er vanalega lítið um mófugla, sem kjósa sér fremur láglendi og slétt- lendi sem búsvæði. Skógar í fjallshlíðum eða brekkum falla einnig betur að landslagi. Skóg- ar, sem gróðursettir eru í beinum línum, eða barrtrjáaraðir í birki- skógi, eru ekkert sérstaklega fal- legar, en fuglunum er sama um það. Lækir og dý, sem eru á fyrir- huguðum skógræktarsvæðum, ættu helst að fá að haldast óbreytt, þvf það kemur tilvonandi íbúum skógarins úr fuglaríkinu að góðum notum, t.d. mús- arrindlum. Urðir í neðanverðum Auðnutittlingar eru einkennisfuglar birkiskóga, en gera sér gjarnan hreiður í greni- trjám. Ljósm. JÓH 2000. fjallshlíðum eru aðalkjörlendi steindepla og þvf getur verið æskilegt að láta þær vera skóg- lausar, til að halda í stein- deplana, en þeir eru ekki gefnir fyrir skóglendi. Skógur í hallandi landi er að öllu jöfnu betri fyrir skógarfuglana, þar sem trén þríf- ast þar betur og meira sólarljós nær að skína á skógarbotninn, fuglunum til hagsbóta. Með því að velja frekar land með nokkrum halla til skógræktar, er dregið úr samkeppni við mófugla og þá sérstaklega vaðfugla eins og stelk, jaðrakan, lóuþræl um bú- svæði. Votlendissvæði og mýrar ætti að forðast að taka til skógræktar, en þar kemur einnig til að al- mennt eru mýrar ekkert sérstak- lega heppilegar til þessara nota, þar sem tré þrífast vanalega bet- ur í þurrlendi. Það er einnig stefna Skógræktar ríkisins, að ekki verði ræstar fram mýrar til skógræktar. Framræstar mýrar þarf að athuga vel, áður en þær eru teknar undir skógrækt, enda er oft ríkulegt fuglalíf í þeim og skoða þarf þann möguleika, hvort ekki beri frekar að endurheimta mýrlendið með því að loka skurð- um. Mýrar hafa einnig mikla þýð- ingu fyrir bindingu kolefnis, ekki síður en skóglendi. Forðast ætti að planta trjám of nærri tjörnum, heldur skilja eftir góðan kraga umhverfis þær fyrir endur og vað- fugla3. Skógurinn sem búsvæði fugla Skógar eru mjög misjafnlega góðir fyrir fugla. Almennt má segja að fjölbreyttur skógur með mörgum tegundum trjáa og runna, með rjóðrum og opnum svæðum á milli, er bestur fyrir skógarfuglana og jaðarfuglana sem nýta skóginn. í fjölbreyttum skógi verður þéttleiki fuglanna mikill og margar ólíkar tegundir setjast þar að. Einræktun (mónókúlturj eða ræktun fárra trjátegunda á stóru samfelldu svæði er svo andstæðan, sem leiðir til þess, að tiltölulega fáar tegundir fugla setjast að og hætt er við að þéttleiki þeirra verði lít- ill. Ræktun margra tegunda trjáa og runna skapar fjölbreytta fæðu í formi fræja, berja og skordýra, sem nýtist mismunandi fuglum árið um kring, eftir því hvaða trjá- tegund er með þroskuð fræ eða ber á mismunandi árstímum. Þá getur verið gott að hafa skóginn misþéttan, til að skapa sem fjöl- breyttast umhverfi. Einnig er hagstætt að skilja eftir rjóður SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002 69

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.