Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 73
Tafla 1.
Þéttleiki og samsetning varpfugla í mismunandi skóglendi.
Tölur sýna varppör á ferkílómetra og hlutfallslega dreifing fugla (%).
Fuglar Öskjuhlíð Varastaðaskógur Dýrafjörður Vatnaskógur Saurbæjarháls
Stærð í ha 3 ha 9 ha 9 ha 7,7 ha 17,4 ha
Rjúpa 22 (3%) 2(1%) 12 (9%)
Heiðlóa 17 (10%)
Hrossagaukur 85 (15%) 40 (23%) 29 (21%)
Spói 6 (3%)
Þúfutittlingur 88 (12%) 170 (30%) 40 (23%) 23 (17%)
Músarrindill 11 (2%) 57 (10%)
Skógarþröstur 467 (64%) 517 (72%) 256 (45%) 63 (36%) 46 (33%)
Auðnutittlingur 267 (36%) 77(11%) 6(3%) 29 (21%)
Samtals 734 715 568 174 139
en í skógum hér á landi, en að
sama skapi er tegundafjölbreytn-
in fremur rýr, miðað við t.d. lífrík
votlendi15. í töflu 1. eru sýndar
niðurstöður úr nokkrum athugun-
um, sem gerðar hafa verið á þétt-
leika og tegundasamsetningu í
íslensku skóglendi. Til að
ákvarða fjölda fugla og tegunda-
samsetningu, er oftast beitt snið-
talningum eða kortun. Við snið-
talningar er sniðlína gengin og
allir fuglar út frá henni taldir, t.d.
50 m til hvorrar handar. Við
kortun er sama svæðið heimsótt
oft og allir fuglar með varp- eða
óðalsatferli merktir inn á kort.
Niðurstöður eru svo oftast settar
fram sem varppör á flatareiningu,
t.d. ferkílómetra eða hektara.
f ljós kom, að í „gömlum", þétt-
um greniskógi f Öskjuhlíð fundust
aðeins tvær tegundir varpfugla f
sniðtalningu vorið 1992, en þétt-
leiki þeirra var geysimikill10.
ívöxtulegum birkiskógi fVara-
staðaskógi f Laxárdal fann Ólafur
Karl Nielsen15 eingöngu 5 tegund-
ir varpfugla, en hann kortlagði
óðul. Þéttleiki skógarþrastar var
mjög mikill, auðnutittlings og
þúfutittlings talsverður, en rjúpa
og músarrindill voru sjaldgæfust.
í kjarri í Dýrafirði fann Ólafur
(sama heimild) fjórar tegundir og
enn sem fyrr var skógarþröstur-
inn algengastur. Rjúpuna vantar,
en aftur á móti er hrossagaukur-
inn allöflugur. Loks eru niður-
stöður sín úr hvorri sniðtalning-
unni í Vatnaskógi og Saurbæjar-
hálsi vorið 2001 '3. Þéttleikatölur
eru þarna mun lægri en í hinum
fyrri talningum, enda aðeins um
eina talningu að ræða, en
hlutfallið ætti að vera saman-
þurðarhæft. Skóglendið í Vatna-
skógi er blandaður skógur, vöxtu-
legt birkikjarr með dreifðum
greni- og furulundum. Birkikjarr,
mishátt, er rfkjandi á Saurbæjar-
hálsi. Á báðum þessum sn.iðum
var skógarþröstur sem fyrr
algengastur.
Landnám skógarfugla
Allmargir skógarfuglar hafa
reynt hér varp á undanförnum
áratugum. Hér er ætlunin að
stikla á stóru um sögu þessara
landnámstilrauna og jafnframt er
sagt frá hvernig landnemunum
hefur reitt af. Fyrir tíu árum,
nánar tiltekið í Skógræktarritinu
1992, birtist grein eftir þá Aðal-
stein Örn Snæþórsson og Jón
Geir Pétursson undir heitinu
„Fuglar og skógrækt". Þar voru
Músarrindlar eru algengastir í birkiskógum þar sem lækir renna um skóginn.
Músarrindlar njóta góðs af skógrækt. Ljósm. JÓH 2000.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002
71