Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 89

Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 89
reistar voru skjólgrindur úr kassa- fjölum að plönturnar fóru að dafna og um hríð sá einn sjúk- linganna, |ónas Andrésson garðyrkjumaður, um hirðu trjánna30. Aprílhretið 1963 tók sfðan sinn toll og var þá til dæm- is mestöllum barrtrjám endur- plantað, en aspirnar látnar vera31. Þær hafa síðan vaxið upp frá rótum og eru nú hin myndar- legustu tré. Víðiplöntur mynda nú greinilega skjólbelti til varnar barrtrjám að austan, en birki er áberandi að vestan, nokkuð á annan veg en upphaflega var gert ráð fyrir í skipulagsuppdrætti landslagsarkitektsins. Sveiglaga trjábeltin tvö, þar sem reisulegt grenið lætur mest á sér bera, setja óneitanlega svip sinn á um- hverfið, en ekkert ber hinsvegar á runnum, rósum né þeim fjölærum blómplöntum sem upp- haflega var gert ráð fyrir í þessum skrúðgarði. Svæðinu svipar nú frekar til ofskipulagðs skógar- lundar sem þarfnast grisjunar. Lokaorð Ljóst er að strax á fyrstu starfsárum heilsuhælisins var fé varið til skógræktar og þúsundir plantna voru gróðursettar á ,,skógræktardegi”, m.a. af ung- mennafélögum undir forystu okkar fyrstu gróðurbótamanna. f anda þess fagnaðarboðskapar í byrjun aldarinnar að hér gæti þrifist skógur á hverju holti og í hverjum móa plantaði unga fólkið trjám bæði á hrjóstrugum, skjóllitlum melnum og í skjóli hraunsins þar sem leifar birki- kjarrsins blunduðu. Að vinnunni lokinni voru eflaust sungin ætt- jarðarljóð. Æskan í byrjun síð- ustu aldar hugsaði sjálfsagt lítið um ,,skít og skjól", sem síðar urðu helstu boðorð skógræktar- mannsins og gerði sér litla grein fyrir tegundavali, né mikilvægi umhirðunnar sem á eftir fylgir. Reisulegur trjágróðurinn sunnan við hælið, sem var gróður- settur fimmtíu árum síðar, ber hinsvegar óneitanlega vitni um betra atlæti, meira skjól og síðast en ekki síst skipulag. Ekki þó sem skipulagt skógræktarsvæði, heldur frekar sem landslagsgarður sem enn bíður eftir fjölbreytilegum lággróðri og marglitum formum til að fullkomna verkið. Siíkur trjá- reitur getur hæglega tengst betur þeim skógræktarsvæðum sem fyrir eru í nágrenni Vífilsstaða, bæði þeim eldri norðan við hælið og þeim sem nýrri eru í námunda við Vffilsstaðavatnið og hæðirnar þar í kring. Sannarlega verðugt verkefni fyrir þriðju lotu trjáræktartilrauna á Vífilsstöðum. Myndir, merktar B.|., tók Brynjólfur Jónsson. Heimildir 1. Ragnar Karlsson og Jón Jónsson (1992J. Garðabær, Byggð milli hrauns og hlíða. Bls. 49-50. 2. Heilsuhælið á Vífilsstöðum (I936J. Reykjavík. Bls. 12. 3. Guðlaugur Rúnar Guðmundsson (2001). Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar. Bls. 45-47. 4. Sigríður Gísladóttir (2002). Munnleg heimild. 5. Ársrit Heilsuhælisfélagsins (1912J, bls. 16. 6. Heilsuhælið á Vífilsstöðum (1936), bls. 14. 7. Ársrit Heilsuhælisfélagsins, (1913), bls. 23 og (1914), bls. 14. 8. Heilsuhælið á Vífilsstöðum (1936J, bls. 15. 9. Lárus Helgason (2002J. Munnleg heimild: Viðtal við Erlu Bil Bjarnardóttur. 10. Guðm. Davíðsson (1910). Skógræktardagur U.M.F., Skinfaxi, 1. árg., bls. 86-88. 11. Guðm. Davíðsson (1911). Skógræktardagur, Skinfaxi, 2. árg., bls. 13-15. 12. S.V. (1911). Gestir í Reykjavík, Skinfaxi, 2. árg., bls. 94. 13. Skýrslur UMFÍ um skógrækt (1913), Skinfaxi, 4. árg., bls. 50-52. 14. Guðjón Friðriksson (1995). Borgarmenning og skógrækt. Skógræktarritið, bls. 12. 15. Guðrún P. Helgadóttir (1989). Helgi læknir lngvarsson. Baráttumaður fyrir betra lífi. Reykjavík. Bls. 84. 16. Sama heimild. 17. Sbr. auglýsingu í safni Benedikts Þórarinssonar í Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni. 18. Gróðrarstöðin, kennd við Einar Helgason, var við Laufásveg í sunnanverðu Skólavörðuholtinu í Reykjavík, nálægt 'skíðabrautinni.' 19. Heilsuhælið á Vífilsstöðum (1936). Bls. 14. 20. Guðjón Friðriksson (1995) vísar í heimild í blaði þar sem fram kemur að þetta hafi allt verið íslenskar plöntur frá Hallormsstað. 21. Lárus Helgason (2001). Munnleg heimild. 22. Sigurður Blöndal ogSkúli Björn Gunnarsson (1999). íslandsskógar. Hundrað ára saga. Reykjavík:. Bls. 28. 23. Guðjón Friðriksson (1995). Borgarmenning og skógrækt. Skógræktarritið, bls. 12. 24. Lárus Helgason (2001). Munnleg heimild. 25. Borgþór Björnsson (2002). Munnleg heimild. 26. Anna Fjóla Gísladóttir, Auður Sveinsdóttir, Fríða Björg Eðvarðsdóttir (1995). Garðurinn. Reykjavík: Garðyrkjufélag íslands. BIs. 18-19. 27. |ón H. Björnsson (2002). Munnleg heimild. 28. Sama heimild. 29. Borgþór Björnsson (2002). Munnleg heimild. 30. Júlía Helgadóttir (2001). Munnleg heimild: Viðtal við Erlu Bil Bjarnardóttur. 31. Borgþór Björnsson (2002). Munnleg heimild.

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.