Skógræktarritið - 15.05.2002, Page 95
6. mynd. Skógrækt innan þéttbýlismarka getur verið umtalsverð. Mynd úr Öskjuhlíð (BDS).
legust fyrir íslendinga. Að óat-
huguðu því máli telur höfundur
það eðlilegast að halda sig við
0,25 ha (50x50 m) lágmarksstærð,
eins og þegar er komið í skýrslur
Sameinuðu þjóðanna3.
Skógaskilgreiningin og aðrar
leiðir til kolefnisbindingar
Aðrar reglur gilda um kolefnis-
þindingu með landgræðslu en
um nýskógrækt4. Á meðan allt
það kolefni sem bundist hefur
með nýskógrækt síðan 1990 er
frádráttarbært frá heildarlosun
fslands á gróðurhúsalofttegund-
um, þá má aðeins telja sér til
tekna þá árlegu landgræðslu sem
yfirstígur landgræðsluaðgerðir
ársins 1990 (e: net-net account-
ing). Birki er mest notaða trjá-
tegundin til landgræðsluskóg-
ræktar á rýrum svæðum, Með því
að nota 5 m lágmarkshæð þá
myndi skógrækt með birki á rýr-
um svæðum flokkast sem land-
græðsla. Þá fengist stór hluti
landgræðsluskógræktar ekki met-
inn sem gild kolefnisbinding. Auk
þess sem landgræðslusvæði þar
sem nýliðun birkis er komið af
stað með beinum aðgerðum, svo
sem með beitarfriðun og plöntun
„fræberandi eyja" eða með beinni
sáningu (4 mynd), munu ekki
geta fallið undir skilgreininguna
um nýskógrækt. Skógarskilgrein-
ingin er því mikið hagsmunamál
landgræðslufólks ekki síður en
skógræktarmanna og kvenna.
Eiga íslendingar að nota
flóknari skilgreiningu?
Mörg ríki hafa einhverja
lágmarksbreidd í
skógaskilgreiningum sínum
(Tafla 1), þetta útilokar til dæmis
löng og samfelld skjólbelti frá að
teljast til skóga. Einnig hafa
ýmsar þjóðir sérstaklega
undanþegið skóglendi f þéttbýli3.
Ut frá sjónarmiði
kolefnisbindingar skiptir
hinsvegar litlu máli hvort
aukning lífmassa á sér stað í
dreifbýli eða þéttbýli, á
útivistarsvæðum eða f
sumarbústaðabyggðum, bara ef
skógar ná lágmarksstærð og
þéttleika. Þetta er því frermur
spurning um hagkvæmt
kolefnisbókhald.
Hvað er til ráða?
Enn eru tvö ár til stefnu til að
komast að endanlegri niðurstöðu
um íslenska skógaskilgreiningu
(Halldór Þorgeirsson 2002,
persónul. upplýsingar). Af
framansögðu er þó ljóst að
höfundur hefur þegar myndað sér
skoðun á hvað er farsælasta
skógaskilgreiningin. Hann leggur
því til eftirfarandi skilgreiningu
um fslenska „Kyoto-skóga":
„Öll > 0,25 ha svæði sem vaxin
eru trjákenndum plöntum sem
fullþroskaðar ná 2 m hæð og 30%
krónuþekju”.
Höfundurvill enn fremur
hvetja fræðimenn og
hagsmunaaðila til að ræða þessi
mál og reyna að ná samstöðu um
slíka skilgreiningu svo hægt sé að
hafa áhrif á ákvarðanatöku
stjórnvalda um nýja
skógaskilgreiningu fyrir ísland
vegna Kyotobókunarinnar.
Þakkir
Margir hafa lagt hönd á
plóginn við tilurð þessarar
hugvekju og er þeim þakkað.
Sérstaklega ber að þakka þeim
Arnóri Snorrasyni, jóni Geir
Péturssyni, Ólafi Eggertssyni og
Þorbergi Hjalta jónssyni og Þresti
Eysteinssyni fyrir margar þarfar
ábendingar og yfirlestur á
drögum að grein þessari.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002
93