Skógræktarritið - 15.10.2014, Side 20

Skógræktarritið - 15.10.2014, Side 20
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201418 Hefur Ísland eitthvað að gera í Evrópusamstarf um jólatrjáaræktun? Árið 2009 voru samtök jólatrjáaframleiðenda í Evrópu stofnuð (The Christmas Tree Grower Council of Europe - CTGCE). Þetta eru samtök ellefu landa í Evrópu sem framleiða jólatré fyrir heimamarkað og/eða fyrir útflutning. Markmið samtakanna er að: • Vinna að hagsmunum evrópskra jólatrjáafram- leiðenda • Hvetja neytendur til að kaupa lifandi jólatré • Stækka sölumarkaði í Evrópu fyrir jólatré • Þróa og bæta gæði lifandi jólatrjáa almennt • Þróa leiðbeiningar um gæðastaðla við mat á jólatrjám • Samræma upplýsingar og leiðbeiningar við notkun plöntuvarnaefna • Stuðla að rannsóknum tengdum plöntuvarnaefnum • Skipuleggja viðburði þar sem jólatrjáaframleiðendur geta hist og skipst á hugmyndum, þekkingu og reynslu. Fulltrúar fyrir hvert land hittast á fundum tvisvar ári. Einn stuttur fundur (hálfur dagur) snemma ársins (febrúar) þar sem sala og þróun tengd jólatrjáa- markaði nýliðins árs er rædd. Síðan er sumarfundur í júní (þrír dagar) þar sem þátttakendur heimsækja ákveðið land, skoða jólatrjáaframleiðslu á staðnum og skiptast á þekkingu og reynslu. Sumarfundurinn hjá jólatrjáasamtökunum var 2014 haldin í Jindrichuv Hradec í Tékklandi, dagana 12. til 14. júní. Algengt er að margir jólatrjáaframleiðendur heim- sæki alþjóðlega jólatrjáasýningu í Danmörku í Langesö á Fjóni. Hún er alltaf haldin þriðja fimmtu- dag í ágúst. Á þessari sýningu er hægt að sjá allt sem tengist jólatrjáaframleiðslu frá fræi (2. mynd) til stórra sérhæfðra véla (1. mynd). Sýningin nýtur mikilla vin- sælda og er heimsótt af mörg hundruð jólatrjáafram- leiðendum og áhugafólki frá Evrópu og Skandinavíu. Sýningin 2014 var 21. ágúst. Árið 2014 voru ellefu lönd skráð í samtökin: Austur- ríki, Belgía, Danmörk, Bretland, Frakkland, Holland, Króatía, Sviss, Svíþjóð, Tékkland og Þýskaland. Öll lönd sem eru með jólatrjáaframleiðslu, óháð framleiðslumagni, eru velkomin í samtökin. Árlegt þátttökugjöld er 500 €, fyrir hvert land. Íslandi var boðið að taka þátt sem áheyrnarfulltrúi á fundi CTGCE í febrúar 2014 sem var haldinn í Kaupmannahöfn. Markmiðið með þátttökunni var að fá innsýn í verkefni og hlutverk samtakanna og Ísland í alþjóðleg samtök jólatrjáaræktenda

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.