Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 39

Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 39
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 37 Guðmundur Pálsson; Kristján Baldursson, Þórunn Kristinsdóttir og Gísli Tryggvason gróðursetja sitkagrenibelti á Brandsöy. Víkingasúpa snædd í hlöðunni á Rytnetunet. um að fara í gegnum almyrkvaða rýmingaræfingu þar sem skríða þurfti um rangala til að komast út. Boðið var upp á ljúffengt smurt brauð sem Perdy Saure, kona Sveins, útbjó ásamt ósviknu ketilkaffi í gróðrarstöð gestgjafanna að Brandsöy og síðan haldið út í skóginn umhverfis gróðrarstöðina, þar sem ýmsar trjátegundir hafa verið gróðursettar í gegnum tíðina, m.a. skoðuðum við marþöll, eðalþin, risalífvið og fagursýprus sem þrifust vel. Þennan seinnipart rigndi nokkuð en undir krónuþaki skógarins urðum við ekki mikið vör við það enda hlýtt í veðri. Undir lok skoðunarferðar gróðursettum við röð af sitkagreni sem skerma á af golfvöll sem verið er að útbúa á landi Skógræktarfélagsins á Brandsöy. Um kvöldið var hópnum svo haldin dýrleg veisla í rekstrarbygg- ingu gróðrarstöðvarinnar. Þau Anne Lise Lauvstad, Ingvar Åberge, Svein Saure og dóttir hans Reidun elduðu ljúffenga hjartarkjötssúpu með grænmeti og kartöflum. Svein er reyndur hjartarveiðimaður og lagði til kjötið í súpuna og auk þess bauð hann upp á ljúffengan heimalagaðan mjöð en við lögðum til „svartadauða“ og birkisnafs. Hans Lauvstad hafði skorið út snafsabolla úr birki, gráelri og furu handa öllum til eignar, flotta minjagripi góðra daga. Nokkrir af þeim sem voru í Íslandsferðinni 2012 voru með í veislunni og flutti Olai Tefre, fyrrverandi formaður Skógræktarfélagsins, skemmtilega hug- vekju um upplifun sína af Íslandi. Sagðist hann meðal annars oft liggja vakandi og hugsa um þessa enda- lausu víðáttu með grjóti og aftur grjóti, illa förnu og gróðursnauðu landi. Augljóst væri að ekki væri þetta hið náttúrulega ástand heldur afleiðing ellefu hundrað ára rányrkju á landinu. Kvaðst hann finna

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.