Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 64

Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 64
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201462 Sögulegt ágrip - Árin 1905-1958 Eftirtekt vekur þegar horft er til Skrúðs úr fjarska hve hann stingur í stúf við umhverfið. Sá sem ekki þekkir til spyr. Hvernig má það vera að garðinum var valinn staður hér afsíðis og hvergi í tengslum við byggt ból? Flestir garðar, nánast undantekningarlaust, eru ræktaðir við þéttbýli eða byggð. En hér rís Skrúður eins og klettur úr sjó í brekkurótum snarbrattrar gróðursnauðrar fjallshlíðar. Þetta er meðal annars sérstaða garðsins, ásamt mörgum öðrum þáttum. Hinar fastmótuðu hugmyndir stofnandans um Skrúð hafa einnig markað honum sérstöðu frá upphafi; að nota garðinn í fræðsluskyni og hafa um leið áhrif á samfélagið.16 Slík hugsun rennir stoðum undir þann þankagang og hugsun sem ríkti og mótaði aldamóta- kynslóðina þegar straumar frelsis, menntunar og lýðræðis vöktu menn til bjartsýni og athafna. Rétt er að nefna að saga garðsins er vel þekkt vegna dagbókar séra Sigtryggs Guðlaugssonar, stofnanda garðsins, sem ásamt uppdrætti af garðinum er merkileg heimild um fyrstu fjörutíu starfsárin. Þar segir Sigtryggur meðal annars: „Þess vegna leyfi ég mér að vona, að gróið hafi hér ofurlítil sönnunargrein þess, að unnt er „að klæða landið“,, betur en gert hefir verið til nýliðinna tíma, og njóta ávaxta af því, þegar tími er til kominn“. i En allt um það. Garðurinn tók breytingum og mótaðist stöðugt á þeim fjörutíu árum sem stofn- andinn fjallar um í sinni samantekt. Segja má að Sigtryggur hafi stöðugt verið leitandi og skapandi í ætlunarverki sínu. Garðurinn stækkaði eftir því sem ráðrúm gafst og ýmsar nýjungar komu fram sem ekki höfðu sést hér á landi og má þar t.d. nefna gosbrunn og hjartahliðið, sem var aðalinngangur í garðinn, flúrað myndum og tilvitnun úr Kórintubréfi Biblíunnar: „Maðurinn sáir og plantar - Guð gefur ávöxtinn“. Þá er bogi hvalbeina úr hvalveiðistöð Norðmanna í Höfðaodda sem reist voru í garðinum um 1930 einstakur. Um svipað leyti var reist gróðurhús sem bætti uppeldi og ræktun.20 Aðrar nýjungar voru t.d. fyrsta skipulagða tjaldsvæði landsins en auk þess er margt sem rennir stoðum undir að Sigtryggur hafi haft umgjörð erlendra garða sem hann heimsótti að fyrirmynd.15 Viðleitni Sigtryggs að betrumbæta árangurinn af ræktuninni með því að mæla og meta árangur af starfinu er einnig eftirtektarverð. Þar er um að ræða vísindalega nálgun sem fáir leiddu hugann að á þeim tíma. Gróður jarðar var honum alltaf hugleikinn og var hann sífellt að afla og færa nýjar tegundir gróðurs í garðinn. Hann kallaði hinar erlendu urtir systur íslensku flórunnar. Alla tíð hélt hann góðu sambandi við heimahagana þar sem starfaði öflugt ræktunar- félag. Hann var félagsmaður í Ræktunarfélagi Skrúður við Núp í Dýrafirði Skrúður í brekkurótum. Mynd: BJ

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.