Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 64

Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 64
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201462 Sögulegt ágrip - Árin 1905-1958 Eftirtekt vekur þegar horft er til Skrúðs úr fjarska hve hann stingur í stúf við umhverfið. Sá sem ekki þekkir til spyr. Hvernig má það vera að garðinum var valinn staður hér afsíðis og hvergi í tengslum við byggt ból? Flestir garðar, nánast undantekningarlaust, eru ræktaðir við þéttbýli eða byggð. En hér rís Skrúður eins og klettur úr sjó í brekkurótum snarbrattrar gróðursnauðrar fjallshlíðar. Þetta er meðal annars sérstaða garðsins, ásamt mörgum öðrum þáttum. Hinar fastmótuðu hugmyndir stofnandans um Skrúð hafa einnig markað honum sérstöðu frá upphafi; að nota garðinn í fræðsluskyni og hafa um leið áhrif á samfélagið.16 Slík hugsun rennir stoðum undir þann þankagang og hugsun sem ríkti og mótaði aldamóta- kynslóðina þegar straumar frelsis, menntunar og lýðræðis vöktu menn til bjartsýni og athafna. Rétt er að nefna að saga garðsins er vel þekkt vegna dagbókar séra Sigtryggs Guðlaugssonar, stofnanda garðsins, sem ásamt uppdrætti af garðinum er merkileg heimild um fyrstu fjörutíu starfsárin. Þar segir Sigtryggur meðal annars: „Þess vegna leyfi ég mér að vona, að gróið hafi hér ofurlítil sönnunargrein þess, að unnt er „að klæða landið“,, betur en gert hefir verið til nýliðinna tíma, og njóta ávaxta af því, þegar tími er til kominn“. i En allt um það. Garðurinn tók breytingum og mótaðist stöðugt á þeim fjörutíu árum sem stofn- andinn fjallar um í sinni samantekt. Segja má að Sigtryggur hafi stöðugt verið leitandi og skapandi í ætlunarverki sínu. Garðurinn stækkaði eftir því sem ráðrúm gafst og ýmsar nýjungar komu fram sem ekki höfðu sést hér á landi og má þar t.d. nefna gosbrunn og hjartahliðið, sem var aðalinngangur í garðinn, flúrað myndum og tilvitnun úr Kórintubréfi Biblíunnar: „Maðurinn sáir og plantar - Guð gefur ávöxtinn“. Þá er bogi hvalbeina úr hvalveiðistöð Norðmanna í Höfðaodda sem reist voru í garðinum um 1930 einstakur. Um svipað leyti var reist gróðurhús sem bætti uppeldi og ræktun.20 Aðrar nýjungar voru t.d. fyrsta skipulagða tjaldsvæði landsins en auk þess er margt sem rennir stoðum undir að Sigtryggur hafi haft umgjörð erlendra garða sem hann heimsótti að fyrirmynd.15 Viðleitni Sigtryggs að betrumbæta árangurinn af ræktuninni með því að mæla og meta árangur af starfinu er einnig eftirtektarverð. Þar er um að ræða vísindalega nálgun sem fáir leiddu hugann að á þeim tíma. Gróður jarðar var honum alltaf hugleikinn og var hann sífellt að afla og færa nýjar tegundir gróðurs í garðinn. Hann kallaði hinar erlendu urtir systur íslensku flórunnar. Alla tíð hélt hann góðu sambandi við heimahagana þar sem starfaði öflugt ræktunar- félag. Hann var félagsmaður í Ræktunarfélagi Skrúður við Núp í Dýrafirði Skrúður í brekkurótum. Mynd: BJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.