Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 5

Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 5
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir B.Sc. Aðfaraorð í desember á síðasta ári varð Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 5 ára. Að þessu tilefni efndi F.H.H. til ráð- stefnu, sem haldin var 5. nóvember 1983 undir yfirskriftinni „fræðsla“. Var þar fjullað um þátt hjúkrunarfræðinga í fræðslu til sjúklinga og/eða skjólstæð- inga sinna innan heilbrigðisþjónust- unnar. Allir fyrirlesarar, tíu að tölu, voru háskólamenntaðir hjúkrunarfræð- ingar. Ráðstefnuna sóttu yfir 200 hjúkr- unarfræðingar auk tjölda annarra aðila úr ýmsum stéttum innan heilbrigðiskerf- isins. Var ráðstefnan félaginu góð afmælisgjöf og leiddi hún vel í ljós þá miklu þróun sem átt hefur sér stað í hjúkrun hér á landi undanfarin ár. í framhaldi af ráðstefnunni var ákveð- ið að gefa út í riti þá fyrirlestra er þar voru fluttir. Var fræðsluráði félagsins falið það verk. Jafnframt var ákveðið að rit þetta skyldi verða upphaf að tímarita- útgáfu F.H.H. Það er mér því sönn ánægja að fá að fylgja úr hlaði þessu fyrsta tölublaði fagtímarits F.H.H., og óska því um leið velfarnaðar á komandi árum. Hefur hér með skapast nýr vett- vangur fyrir fagleg skrif félagsmanna og vænti ég þess að útgáfa þessa blaðs verði í framtíðinni hvati að auknum fræðileg- um skrifum á sviði hjúkrunar, hjúkrun- arfræðinni og hjúkrunarstéttinni í land- inu til heilla. Námsbraut í hjúkrunarfræði í Há- skóla Islands átti einnig afmæli á síðasta ári, en í september s.l. voru liðin tíu ár frá stofnun hennar. Langar mig að minn- ast þessara tímamóta með því að fara nokkrum orðum um tilurð námsbraut- arinnar og rekja síðan sögu og störf F.H.H. í stórum dráttum. Talið er að Vilmundur Jónsson land- læknir hafi fyrstur íslendinga sett fram hugmynd um nám í hjúkrunarfræði í Tímarit Fhh Aðalbjörg J. Finnbogadóttir Nám: B.Sc. prófi í hjúkrun frá H.í. 1980. Uppeldis- og kennslufræði til kennslu- réttinda við H.í. 1982. Vinna: Landspítalinn, bæklunar- og endurhæf- ingardeild, sumarið 1980. Landakots- spítali, okt. 1980 -sept. 1981ogmaí- ágúst 1982. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, á Iyfjadeild og sem hjúkrunar- fræðslustjóri í hlutavinnu, sept. — des. 1982. Kennari við Heilsugæslubraut við Gagnfræðaskóla Akureyrar veturinn 1982—1983. Settur kennari við Hjúkr- unarskóla íslands haustið 1983 (kennt hand- og lyflæknishjúkrun). Félagsstörf: Sat í fræðslunefnd F.H.H. um tveggja áraskeið, 1980-1982. Formaður F.H.H. frá 6. okt. 1983. H.í. Það var árið 1942. Þessi hugmynd Vilmundar birtist í grein er hann ritaði í Hjúkrunarkvennablaðið um menntun hjúkrunarkvenna. Þessu var þó lítill gaumur gefinn þar til á árunum milli 1960-70 en þá voru víða ræddar hugmyndir um hjúkrunar- menntun á háskólastigi. Undirbúningur að stofnun náms- brautar í hjúkrunarfræöi ■ H.í. fór fram á árunum 1969-1973. Að þeim undir- búningi stóðu auk háskólans, yfirvöld mennta- og heilbrigðismála, félaga- samtök hjúkrunarfræðinga og lækna og hjúkrunarmáladeild Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar (WHO) í Kaupmanna- höfn. Þrjár nefndir skipaðar af mennta- málaráðuneytinu, auk nokkurra undir- nefnda, störfuðu að undirbúningi og skipulagi námsbrautarinnar. 5 erlendir sérfræðingar í hjúkrunarmálum á vegum menntamála- og heilbrigðisvfirvalda og WHO tóku og þátt í þessu undirbún- ingsstarfi. Námsbraut í hjúkrunarfræði við læknadeild H.í. varsíðan stofnuð í sept- ember 1973.10. maí 1974 skipaði menntamálaráðuneytið bráðabirgða- stjórn fyrir hina nýju námsbraut í hjúkr- unarfræði og var formaður hennar Arin- björn Kolbeinsson læknir og dósent við H.I. Fyrstu árin laut námsbrautin fyrr- nefndri bráðabirgðastjórn, en breyting varð á er reglugerð fyrir námsbrautina tók gildi 22. september 1976 og ný reglugerð lítið eitt breytt frá þeirri fyrri, tók gildi í ágúst 1979. Samkvæmt þeim er námsbrautin í tengslum við lækna- deild, en hefir sjálfstæði í innri málum. Stjórn námsbrautarinnar kýs formann úr eigin hópi. Var Arinbjörn Kolbeinsson kosinn fyrsti formaður námsbrautar- stjórnar og gegndi hann því embætti til ársins 1978. Núverandi formaður er Ingibjörg R. Magnúsdóttir deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu og hefur hún gegnt því embætti frá miðju ári 1980. Ingibjörg R. Magnús- dóttir er einnig námsbrautarstjóri og hefur hún gegnt því starfi frá upphafi eða frá hyrjun árs 1976. Ekki get ég sagt skilið við námsbraut- 3

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.