Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 35

Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 35
Slík færni er jú meginmarkmið end- urhæfingarinnar. Þessu marki verð- ur náð með því, annað tveggja, að hjálpa viðkomandi einstaklingi að þroska þessa þætti með sér, og/eða styrkja þá þætti umhverfisins, er hafa uppbyggjandi áhrif í þessa átt. Flestir eru sammála um, að megin- áhersla á styrkleikaþætti einstakl- ingsins og umhverfis séu af hinu góða, þar eð þá verði minna rými fyrir veikleikaþættina. Það er; aðaláhersla á hið jákvæða og að vissu marki höfnun á því neikvæða. Eins og í annarri endurhæfingu, er í endurhæfingu geðsjúkra lögð mikil áhersla á upplýsingamat (ass- essment) og í framhaldi af því upp- byggingu félagslegrar færni. Rann- sóknir varðandi endurhæfingu hafa sýnt, að geðsjúkir eru færir um að læra geysimikið hvað snertir félags- lega færni, burtséð frá þeim sjúk- dómseinkennum, er fyrir hendi eru — eða voru. Svo sem sagt var hér að framan má líta á endurhæfingu sem ferli, er leiði til mestu mögulegrar vellíðun- ar. Lítum nú nánar á þetta ferli, sem felur í sér þrjá meginþætti: I fyrsta lagi; — mat (assessment) á einstaklingnum, í öðru lagi; -áætlun, og í þriðja lagi; - framkvæmd. Með mati á einstaklingnum er átt við mat á getu hans og möguleikum, svo og þeim stuðningi, er hann hefur í umhverfinu. Horft er framhjá sjúk- dómseinkennunum sem slíkum, en samspil umhverfis og einstakL ings haft í fyrirrúmi. Stærsti liðurinn hér er mat á fræðsluþörf einstakl- ingsins og tjölskyldu hans. Endur- hæfingarmatið er frábrugðið sjúk- dómsgreiningu, samkvæmt hinu læknisfræðilega rnódeli, þar sem ekki er gert ráð fyrir möguleikum einstaklingsins til endurhæfingar. Það er í raun er ekki óeðlilegt, þar sem sjúkdómsgreiningin felst fyrst og fremst í flokkun einkenna. End- urhæfingarmatið líkist fremur því, sem lagt er til grundvallar upplýs- Tímarit Fhh ingamati hjúkrunarferlisins, hvar lögð er áhersla á að fá heildræna mynd af einstaklingnum („The Holistic Approach“). Áætlunin felur í sér, að þeim þátt- um er stuðla að endurhæfingu er raðað í forgangsröð. Lögð er sérstök rækt við fræðsluþáttinn, og má hugsa sér gerð einhvers konar kennsluáætlunar í þessu sambandi. Hér verður ekki nánar fjallað um matið og áætlunina, en framkvæmd- in sjálf tekin til umfjöllunar. Hvað þessu viðvíkur, þá hefur að margra mati reynst vel að styðjast við kerfa- kenninguna („The general systems theory“). Þau þrjú megin kerfi er við bein- um athyglinni að, eru: A. Einstaklingurinn. B. Fjölskyldan eða aðrir stuðn- ingsaðilar. C. Þjóðfélagið eða það samfélag sem einstaklingurinn lifir í. Lítum nú á hvern þessara þátta fyrir sig. A. Einstaklingurinn Hvað snertir einstaklinginn sjálf- an, hefur verið bent á 6 áhersluþætti í fræðslunni: 1. Virkni Virkni einstaklingsins í endurhæf- ingunni er algert skilyrði þess að ár- angur náist. Til að ná þessum ár- angri beitum við markvissri fræðslu. Einn af aðal áhersluþáttunum í fræðslunni er að fá einstaklinginn til að skilja eigin ábyrgð í endurhæfing- unni, þ. e. að í raun og veru séum við að hjálpa honum að hjálpa sér sjálf- um. Mikilvægt er og hér, að skjól- stæðingurinn viti ávallt að hvaða marki er stefnt og sé samþykkur því. 2. Nýting þekkingar Sú hætta er ætíð fyrir hendi, að ein- staklingnum mistakist að notfæra sér það, sem hann e. t. v. lærir í endurhæfingunni. Hér er átt við, að yfirfærsla í raunverulegu umhverfi fari forgörðum. Því er talið æskileg- ast, að fræðslan fari fram í raunveru- legu umhverfi einstaklingsins, þar sem því verður mögulega við komið. Við megum því aldrei gera ráð fyrir, að hann af tilviljun einni saman, út- færi þessa þekkingu, heldur þarf hann markvissa aðstoð við það. 3. Einstaklingsbundin markmið Eins og áður er fram komið, þarf ávallt að taka mið af hinum einstakl- ingsbundnu þörfum. Ekki er ætíð unnt að láta eitt yfir alla ganga. T. d. er býsna mismunandi hversu mikinn þrýsting einstaklingar þola og hversu mikið af upplýsingum þeir geta móttekið. 4. Afleiðing breytinga Þó að eitthvað óæskilegt atferli hverfi eða breytist, staðfestir það ekki að einstaklingurinn hafi aðlag- ast því samfélagi er hann tilheyrir. Ávallt er því nauðsynlegt að fræða hann um þær fyrirsjáanlegu afleið- ingar sem breytingin kann að hafa í för með sér, og kenna honum heppi- Ieg viðbrögð er stuðla að aðlögun Hér er átt við þá hlutverkabrenglun, sem oft verður þegar heilbrigðis- ástandi einstaklings er ógnað, eða á því verður breyting. 5. Að vera einhverjum háður Oft er það ríkjandi viðhorf, að það sé miður heppilegt að vera einhverj- um háður. Ef við hinsvegar lítum á hinar ýmsu kenningar um grund- vallarþarfir mannsins, stangast það verulega á við þetta viðhorf. Þar sem talið er hverjum manni nauð- synlegt og eðlilegt að vera einhverj- um háður. Því er mikilvægt í fræðslu varðandi þetta, að einstaklingurinn sé meðvitaður um stuðningsaðila í umhverfi sínu og hvers hann megi vænta af þeim. 6. Að viðhalda von Til að viðhalda von hjá einstakl- ingnum leggjum við áherslu á og 33

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.