Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 9
iö, sérstaklega ef um er að ræða
börn eða unglinga má t. d. gera sam-
kvæmt þroskakenningum Piaget
eða Erickson.
Hvað varðar áhuga á námi, er
margs að gæta. Hafi miklar breyt-
ingar orðið á lífi viðkomandi, já-
kvæðar eða neikvæðar, er mikilvægt
að meta tilfinningalega aðlögun
hans. Hér má sem dæmi benda á
kenningar Kiibler-Ross, kreppu-
kenningar, o. fl. Áður hefur verið
rætt um heilbrigðisviðhorf og áhrif
þess á lifnaðarhætti manna. Við
mat á því má hafa til hliðsjónar
heilbrigðisviðhorfamódel það, sem
þróað var af nokkrum félagsfræð-
ingum á sjötta áratugnum.
Vissulega er margt, sem áhrif
hefur á námsáhuga, svo sem áhuga-
hvöt eða „motivation", sársauki og
ýmislegt fleira. Ég læt þetta hins
vegar nægja á þessum vettvangi.
Áður en kennsluundirbúningur
hefst er nauðsynlegt að meta þarfir
skjólstæðings fyrir fræðslu. Ýmsar
aðferðir eru til þess, t. d. hliðsjón af
stöðluðum markmiðum sem gerð
hafa verið fyrir viðeigandi fræðslu-
efni.
Greining frœðsluþarfa. Með tilliti
til ofangreindra atriða eru fræðslu-
þarfir síðan greindar í forgangsröð.
Markmiðasetning. Því næst eru
ákveðin markmið með væntanlegri
fræðslu. Oft eru þau á sviði vits-
muna, viðhorfa og leikni (samkv.
Bloom, Krathwoll, Simpson o. fl.)
og grundvallast á ákveðinni hug-
myndaheild.
Fræðsluáætlun. Fræðsluáætlun er
undirbúningur að sjálfri kennslunni.
Hún segir til um hvernig námsefni
skuli komið á framfæri svo og hvaða
aðferðum og gögnum skuli beitt.
Mat á árangri. Að fræðslu lokinni
fer fram mat á árangri, samkvæmt
settum markmiðum.
í grein þessari hefur í grófum
dráttum verið fjallað um fræðslu til
skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins.
Hjúkrunarfræðingar taka nú í aukn-
um mæli þátt í þessari fræðslustarf-
semi og líta á það sem eina af leið-
unum til enn bættrar hjúkrunar.
HEIMILDIR:
Bevis, E. O. Curricuium Building in Nursing.
Sec. ed., St. Louis, 1978, The C. V. Mosby
Company.
Joyce, B., Weil, M., Models of Teaching, sec.
ed., New Jersey, 1980, Prentice-Hall, Inc.
Murray, R. B., Zentner, J. P. Nursing Con-
cepts for Health Promotion, sec. ed., New
Jersey, 1979, Prentice-Hall, Inc.
Practical Manual for Patient-Teaching, St.
Louis, 1978, The C. V. Mosby Company.
Redman, B. K., The Process of Patient
Teaching in Nursing, St. Louis, 1976. The
C. V. Mosby Company.
Riehl, J. P., Roy, C. Conceptual Models for
Nursing Practice, Sec. ed., New York,
1980, Appleton-Century-Crofts.
í hárkollum
Yfir 80 tegundir af hárkollum fyrir kvenfólk og mjög gott úrval af
toppum og hárkollum fyrir karlmenn. Fyrsta flokks vara á góðu verði.
UMBOÐSMENN: Jón Hjartarson, hárskeri, sími 2675, Akranesi.
Rakarastofa Sigvalda, Kaupangi, Akureyri. Sími 21898.
jj* UPPLYSINGASIMI 17144
Dóróthea
Magnúsdóttir
Torfi
Geirmundsson
Tímarit Fhh
7