Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 31
mikla úttekt á íslensku þjóðfélagi í
bók sinni Iceland — The first new
society (1980) og kemst í umfjöllun
sinni að þeirri niðurstöðu, að margt
sé líkt með íslensku og bandarísku
gildismati. Ekki skal fullyrt neitt í
þeim efnum, heldur er einungis ætl-
unin að vekja máls á því í þessu er-
indi á hvern hátt viðhorf og gildis-
mat mótar þjóðfélagsstöðu aldraðra.
Estes bendir á að eðli þeirrar
merkingar, sem lögð er í öldrun
skipti sköpum fyrir reynslu hins
aldraða einstaklings í hvaða þjóðfé-
lagi sem er. Merking sú sem lögð er í
öldrun kemur fram í öllum þeim
samskiptum, er hinn aldraði ein-
staklingur á hlut að í þeirri þjóðfé-
lagsgerð sem hann býr við og skipar
honum ákveðinn sess í samfélag-
inu. Slíkur sess veiti öldruðum
ákveðið svigrúm til virkni í sam-
skiptum þeirra við umheiminn.
Lærdómsmaðurinn Piaget hefur
skýrt feril vitsmunalegs þroska á
unga aldri (Brown & Desfuges,
1979) og aðrir mætir menn hafa að-
hæft kenningar hans að þroska
þeirra er eldri eru (Whitbourne &
Sperbeck, 1982).
Piaget skoðar samskipti einstakl-
ingsins í ljósi víxlverkunar eða sam-
spils reynslu og hugargerðar - hver
og einn læri með því að takast á við
heiminn og vöxtur að viti og þroska
gerist aðeins fyrir virkni einstakl-
ingsins (Siegler, 1980). En til virkni
þarf svigrúm jafnframt hvatningu,
og það má eiginlega furðu sæta ef
einstaklingur, sem dæmdur hefur
verið úr leik fyrir aldurs sakir og
skipað á bekk sem eftirlaunþega,
finnur í umhverfi sínu nægilegt svig-
rúm og hvatningu til þess að takast á
við heiminn og vaxa fyrir eigin
virkni.
Öldrun og heilsugæsla
í raun gilda þau lögmál eða hug-
myndaheildir er góð þykja og gegn í
fræðslu og heilbrigðishvatningu
engu síður fyrir aldraða en aðra
aldurshópa. Hitt kann þó að vera að
þjóðfélagsaðstæður aldraðra geri
það að verkum, að heilbrigðis-
fræðsla höfði lítt til þessa aldurshóps
og dragi jafnvel úr hæfni hans til
þess að sníða lífsháttum sínum þann
farveg er vænlegur þykir til þess að
auka velferð efri ára.
Þess eru dæmi að öldruðum ein-
staklingum þyki heilsugæsla ekkert
tiltökumál, þegar svo er komið að
ekki verður umflúið að leggja upp
laupana í glímunni við elli kerlingu,
og eru því ýmsir kvillar og vand-
kvæði skrifuð umhugsunarlaust á
hennar reikning (Anderson, 1982;
Riffle, 1982).
Forsenda fræðslu í ljósi heilsu-
gæslu aldraðra tekur því til þeirra
viðhorfa og þeirrar trúar er gefur til
kynna, að leggja megi að jöfnu líf-
fræðilegt öldrunarferli og hnignun
eða hrörnun.
Butler leggur áherslu á, að gera
verði greinarmun á áhrifum öldrun-
arbreytinga og áhrifum streitu er
fylgt getur í kjölfar breyttra að-
stæðna á efri árum. Hann bendir á,
að það sé ekki elli kerling heldur
streitan, sem kunni að verða öldr-
uðum um megn og leiða til þreng-
inga og bjargarleysis.
í þessum efnum er hægt að leysa
úr vandamálum meginþorra aldr-
aðra áður en vandinn vex einstakl-
ingnum yfir höfuð - svo fremi sem
skilningur og vilji þjóðfélagsins er
fyrir hendi. Gæði heilsugæslu og fé-
lagslegrar þjónustu vegur hér þungt
á metum, því sýnt þykir að heilsufar
ráði hvað mestu um velferð og lífs-
ánægju á efri árum einstaklingsins.
(Larson, 1978; Palmore, 1979).
Öldrun og lífsþróttur
Læknarnir Fries & Crapo (1981)
hafa leitt rök að því, að það megi
vinna gegn eða upphefja margar þær
breytingar sem skrifaðar eru á
reikning öldrunar sem hrörnun eða
hnignun, með því að taka upp lífs-
venjur, sem í fyrsta lagi nýti til fulls
þá starfshæfni eða bolmagn, sem
maðurinn hefur til að bera. Frá
þeirra bæjardyrum séð eru einstakir
þættir öldrunar s.s. útlitsbreytingar
óhagganlegir (tafla 2), en aðrir og
þeir miklu fleiri sveigjanlegir innan
mjög víðra líffræðilegra marka
(tafla 1). Fries og Crapo boða, að
það megi vinna skipulega að því að
viðhalda og/eða jafnvel bæta þá
starfshæfni sem fyrir er með stöð-
ugri virkni í því skyni að framfarir
hafi vinning yfir hnignun. En til þess
þarf einstaklingurinn að gera upp
hug sinn og taka ákvörðun um,
hvaða farveg hann vill sníða lífs-
háttum sínum. Þeir félagar benda á,
að öldrunarferlið sé samtvinnað
ákvarðanatöku einstaklingsins um
hollustuhætti, - og þeirri virkni og
þeim athöfnum sem sú ákvörðun
leiðir til. Fries og Crapo leggja
áherslu á að átak, árvekni, aðhald
og þjálfun þurfi til þess að sveigja
öldrunarferlið með hollustuháttum í
svokallaða rétthyrnda kúrfu (mynd
1), sem geri það að verkum, að ein-
staklingurinn getur haldið fullum
lífsþrótti nær því er yfir lýkur, þegar
komið er hátt á níræðisaldur.
Öldrun og hollustuhœttir
Áhrif lífshátta eða hollustuhátta á
heilbrigði og langlífi eru stöðugt að
koma betur í ljós og hefur lang-
skurðarrannsókn Breslow og Eng-
Tímarit Fhh
29