Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 7

Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 7
Jóhanna Bemharðsdóttir B.Sc. M.Sc. Mikilvægi hjúkrunar Eftirfarandi grein skiptist í þrjá hluta: i) Umfjöllun um mikilvægi hug- myndaheilda, sem leiðarljós í heilbrigðisfræðslu. ii) Umfjöllun um mikilvægi fræðslu til skjólstæðinga heil- brigðiskerfisins. iii) Umfjöllun um þætti fræðsluferl- is. Það er álit fjölmargra, að fræðsla til skjólstæðinga heilbrigðiskerfis- ins, sé og eigi að vera eitt af megin viðfangsefnum hjúkrunarfræöinga. Það staðfesta hinar mörgu rann- sóknir og ritsmíðar á þessu sviði. Auk þessa miðla þær þekkingu, sem markviss og árangursrík fræðsla byggir á. Heilbrigðisfræðsla er þó ekki, og á heldur ekki að vera, alfar- ið í höndum hjúkrunarfræðinga, heldur allra heilbrigðisstarfsmanna. Samvinna þeirra á meðal er því mik- ilvæg og hana aðhyllast hjúkrunar- fræðingar. i) Sem kunnugt er, hefur hjúkrun- arfræðin verið í örri þróun und- anfarna áratugi. A þessum tíma hafa hjúkrunarfræðingar leitast við að skilgreina starf sitt og móta tilgang þess innan heil- brigðisvísinda. Það er vanda- samt verk, því hjúkrunarfræð- ingar geta átt erindi við alla aldurshópa, og jafnt heilbrigða sem sjúka. Þarfir manna fyrir hjúkrun eru margháttaðar og heilsufar einstaklinga, fjöl- fræðslu innan Jóhanna Bernharðsdóttir hjúkrunarfræðingur M.S. Nám: Lauk B.S. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands 1977. Lauk prófi í kennslu- og uppeldisfræði til kennslu- réttinda frá Háskóla íslands 1979. Lauk M.S. prófi í hjúkrunarfræði frá Univer- sity ofMinnesota 1982. Félagsstörf: Formaður FHH 1980- 1982. Starf: Námsstjóri við Nýja hjúkrunar- skólann frá 1982. skyldna, hópa og þjóðfélags er hjúkrunarfræðingum ekki óvið- komandi. Nokkrir hjúkrunarfrömuðir hafa orðið til þess að þróa svo- kallaðar hugmyndaheildir eða „conceptual-frameworks“, inn- an hjúkrunarfræðinnar. Hug- myndaheildirnar hafa m. a. þann tilgang að auðvelda okkur ofangreint viðfangsefni. I mjög stuttu og einfölduðu máli má lýsa hugmyndaheild sem safni skilgreindra hugtaka, er tengjast innbyrðis. Dæmi: Maður, hjúkrun, þjóðfélag, heilsufar. Þar sem hjúkrunarfræðin nýtir og beitir þekkingu, lögmálum og kenn- ingum annarra fræðigreina, s. s. raunvísinda, atferlisvísinda og félagsvísinda, kallast hún hag- nýt vísindagrein eða „applied science“. Beiting þekkingar úr öllum þessum fræðigreinum er einnig í samræmi við þá skoðun manna að meta skuli og með- höndla einstaklinginn frá heild- rænu sjónarmiði eða „holistic view“. Hugmyndaheildir eru gjarnan þróaðar út frá ofan- töldum vísindagreinum, og að- laga þannig þekkingu þeirra, lögmál og kenningar að hjúkr- unarfræðinni. Þær eru það leið- arljós, sem skýrir markmið og aðferðir í sjálfu hjúkrunarstarf- inu, í menntun hjúkrunarfræð- inga, í fræðslu til skjólstæðinga og síðast en ekki síst skapa þær grunn að hjúkrunarrannsókn- um. Þessi atriði geta síðan mót- að hugmyndaheildirnar enn á ný, þannig að þær séu í sífelldri þróun. Þess má og einnig geta að hugmyndaheildir eru nokk- urs konar forstig að hjúkrunar- kenningum. ii) Hvað varðar mikilvægi heil- brigðisfræðslu er af mörgu að taka, en ég læt mér nægja að benda á fáein atriði. Hins vegar hvet ég lesendur til að kynna sér heimildaskrá í þessu sambandi. Meðal heilbrigðisstétta og í 5

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.