Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 36
bendum á ýmsa styrkleikaþætti,
hans sjálfs og umhverfisins. Með
fræðslu gerum við hann meðvitaðan
um þessa þætti og hjálpum honum
að notfæra sér þá.
B. Fjölskyldan
Lítum nú næst á fjölskylduna. Taka
ber fram, að það sem hefur verið
sagt hér að framan um einstakl-
inginn á um margt einnig við um
fjölskylduna.
Til að endurhæfing beri árangur
er nauðsynlegt að virkja fjölskyldu
einstaklingsins. Eins og fram hefur
komið verður einstaklingurinn
aldreí alveg rofinn frá nánustu aðil-
um, svo sem fjölskyldu. Veikindi í
einni eða annarri mynd þýða yfir-
leitt röskun fyrir fjölskyldukerfið
eða stuðningsaðilana. Ef við horfum
á geðræna sjúkdóma, hafa þeir oft á
tíðum í för með sér atferli, sem brýt-
ur í bága við það gildismat og þau
viðmið, sem fyrir hendi eru í samfé-
Iaginu. Það getur oft á tíðum leitt til
afneitunar og jafnvel höfnunar hjá
fjölskyldunni. Hér er hjúkrunar-
fræðingurinn í góðri aðstöðu til að
vera virkur varðandi fræðslu, t. d.
með því að hjálpa fjölskyldunni að
skilja ákveðið atferli eða einkenni,
og kenna viðeigandi viðbrögð. Hafa
verður í huga, að aðstandendur
þurfa mismunandi langan aðlögun-
artíma. Mikilvægt er því, að hjúkr-
unarfræðingurinn gefi á markvissan
hátt „feedback“ eða ans á viðbrögð
fjölskyldunnar og samfara því, leið-
beini og fræði. Þá er og afar þýðing-
armikið, að fjölskyldan fái fræðslu
um hvers hún megi vænta af þeirri
stofnun, sem hinn veiki einstakl-
ingur kann að vera í tengslum við,
og hversu sú stofnun sé reiðubúin að
veita aðstoð þegar viðkomandi er
kominn út í samfélagið á ný. Slíkt
stuðlar að betri samvinnu og öryggi
fyrir alla aðila. Á síðustu árum hafa
verið mynduð samtök aðstandenda
geðsjúkra, en slík samtök geta þjón-
að mjög stóru hlutverki í fræðslu
varðandi endurhæfingu.
C. Pjóðfélagið
Lítum þá á þriðja og síðasta kerfið,
þjóðfélagið. Þar er lögð áhersla á
almenna fræðslu, sem stuðlar að
eyðingu fordóma. Slíkt hlýtur að
leiða til þess, að geðveilir einstakl-
ingar eigi auðveldar uppdráttar í
þjóðfélaginu og geti lifað innihalds-
ríkara og meira fullnægjandi lífi.
Hvað þetta snertir, geta hjúkrunar-
fræðingar orðið mun virkari í
fræðslu og umræðu á opinberum
vettvangi.
Hér að framan höfum við stiklað
á stóru varðandi efni, sem í eðli sínu
er mjög umfangsmikið. Sú spurning
vaknar hvort ekki sé þörf á ýtarlegri
umfjöllun um þetta efni á opinber-
um vettvangi, sér í lagi er höfð er í
huga sú þróun er átt hefur sér stað
innan hjúkrunarfræðinnar, einkum
hvað snertir lagalega ábyrgð og
aukna þekkingu. Þá verður einnig
að hafa í huga þá auknu meðvitund
er þjóðfélagsþegnarnir hafa um rétt
sinn til allrar heilbrigðisþjónustu. Er
það því ekki fagleg ábyrgð okkar að
bregðast við á þann hátt, er öllum
getur orðið til góðs?
Markmið verslunarinnar er
að þroska huga og hönd!
Því höfum við lagt áherslu á að hafa
á boðstólum vönduð leikföng, púsluspil
og mikið úrval annarra spila, sem
öllum fylgir íslenzkur texti.
Einnig pappír, föndurvörur og
kennslugögn ýmiss konar.
Sendum í póstkröfu um land allt.
Klapparstíg 26
101 Reykjavík
Sími: 15135
VÖLUSKRÍN
34
Tímarit Fhh