Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 13

Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 13
Guðrún Marteinsdóttir B.Sc. M.Sc. Fræðsla fyrir fjölskylduna Þessi grein hefur þríþættan til- gang: 1) að örva umræðu um mikilvægi fjölskyldunnar sem skjólstæð- ings í heilbrigðisþjónustunni, 2) að vekja athygli á mikilvægi þess að heilbrigðisfræðsla á ýmsum vettvangi taki mið af fjölskyldu- Iífi og 3) að útskýra hugmyndir er hjálpa okkur til að líta á fjölskylduna sem heild og skoða tengsl fjöl- skyldulífs og heilbrigðis. Þær hugmyndir má einnig skoða sem grundvöll að mati okkar á þörf fjölskyldunnar fyrir fræðslu. Fjölskylduhugtakið Fjölskyldan sem grundvallareining mannlegra samfélaga varð til vegna líffræðilegra, félagslegra og tilfinn- ingalegra eiginleika mannsins. Ótal skilgreiningar á fjölskylduhugtak- inu hafa verið settar fram. Ég að- hyllist þá skoðun að líta á fjölskyld- una sem félagslegan hóp tveggja eða fleiri einstaklinga sem tengdir eru tilfinninga- og/eða ættarböndum, hafa sérstök samskipti, oftast sam- eiginlegt heimili um lengri eða skemmri tíma og eru á einhvern hátt hvor öðrum háðir um uppfyllingu grundvallarþarfa. Þessa skilgrein- Guðrún Marteinsdóttir er dósent í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Hún lauk B.S. prófi í hjúkrun- arfræði 1977 og prófi í uppeldis- og kennslufræði 1978 frá H.í. M.S. prófi í hjúkrunarfræði lauk hún 1980 frá Boston University, með aðaláherslu á heilsugæslu og kennslu. Guðrún hefur verið fastur kennari við námsbraut í hjúkrunarfræði frá 1980. Hún hefur setið í fræðslunefnd. F.H.H. frá því haustið 1983. ingu á fjölskyldu tel ég nægilega sveigjanlega til að ná yfir þau breyti- legu sambýlisform sem finnast í okkar vestrænu þjóðfélögum. í lífi flestra er fjölskyldan horn- steinn hamingju og jafnvægis. Við- horf okkar og venjur hvað snertir mataræði, reykingar, vímugjafa, lík- amsrækt, hreinlæti og fleira tengt heilbrigðum lifnaðarháttum mótast talsvert gegnum reynslu okkar af fjölskyldulífi. Ofannefnd atriði eru öll að meira eða minna leyti tengd orsakaþáttum algengustu heilbrigð- isvandamála hérlendis. Augljóst er því að heilbrigðisfræðsla verður oft- ast á einhvern hátt að taka mið af fjölskyldulífi. Því er mikilvægt að heilbrigðis- þjónustan skilgreini fjölskylduna sjálfa sem skjólstæðing. Þróun síð- ustu ára í laga- og reglugerðasetn- ingu hvað varðar heilbrigðismál er sem betur fer í þá átt. Húsnæðisekla og skipulagning húsnæðis heilbrigð- isstofnana hamlar því hinsvegar oft að fjölskyldunni sem hóp sé sinnt sem skyldi. Fjölskyldulífog heilbrigði Margar rannsóknir sem einkum hafa verið gerðar á sviði félagsvís- inda, gefa vísbendingar um áhrif fjölskyldulífs á heilbrigði. Louis Pratt kemst m. a. að þeirri niður- stöðu gegnum rannsóknir sínar á tengslum fjölskyldulífs og heilbrigð- is, að fjölskyldan sé sjálfsagður vett- vangur heilbrigðishvatningar og fullfær um að uppfylla heilbrigðis- þarfir meðlima sinna fái hún til þess viðeigandi fræðslu, hvatningu og aðstöðu. Pratt ásakar heilbrigðis- þjónustuna fyrir að taka oft ráðin af fjölskyldunni og fyrir að hundsa til- vist hennar við skipulagningu sjúkrastofnana og heilbrigðisþjón- ustu. Fróðlegt er að skoða þær athug- anir sem gerðar hafa verið hérlendis og gefa vísbendingu um eðli fjöl- skyldulífs og áhrif þess á heilbrigði. Tímarit Fhh 11

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.