Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 30

Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 30
(60 ára og eldri) teljast til 13.7 prósenta af íbúum heimsiris. (Skýrsla alþjóðaráðstefnu um öldr- unarmál, 1982). Horfur íslendinga á löngum líf- dögum eru hvað bestar hér í heimi (Skeet, 1983) - og virðast glæstar - þó nokkuð vilji vefjast fyrir mönn- um, hvort nokkur sé sælli af slíkum horfum. Mannfræðingurinn Cowgill (1972) hefur leitt rök að því í ljósi rannsókna sinna, að hlutverk og staða aldraðra breytist kerfisbundið í takt við nútímalífshætti á þann veg, að nútímalífshættir hafi tilhneigingu til þess að grafa undan stöðu og hlutverki aldraðra í samfélaginu og draga úr öryggi þeirra í þjóðfélags- kerfinu. Á ári aldraðra hér á landi 1982 hljóp mikill vöxtur í áætlanir og framkvæmdir á ýmiss konar opin- berum stofnunum öldruðum til handa. (Ingibjörg R. Magnúsdóttir, 1982). Var það mál manna að slíkar ráðstafanir væru til þess fallnar að tryggja öryggi og velferð aldraðra. — Það skal ekki véfengt, að þörf kunni að vera fyrir aukið stofnanarými fyrir aldraða, er hafi á boðstólum mismunandi stig þjónustu og úm- önnunar. En hitt er svo annað mál, að sú spurning vaknar óneitanlega hvort þessi byggingavakning endur- spegli ekki það viðhorf og þá trú að fólk komið á efri ár sé búið að vera — því seu allar bjargir bannaðar og því best komið á stofnun. Að vísu má telja að lífsafkoma sé að marki tryggð á stofnun, en sá meinbugur fylgir slíkri lífsafkomu, að stofnun- arvistun grefur enn frekar undan stöðu og hlutverki einstaklingsins í samfélaginu (Goffman, 1962) - og gerir hlutdeild hans í þjóðfélags- kerfinu lítils gilt - svo tæplega er nokkur hólpinn inn á stofnun. Þjóðfélagsfræðingurinn Carol Estes (1981) undirstrikar að öldrun sé ekki líffræðileg ummyndun held- ur pólitísk ummyndun, sem heim- færð sé upp á fólk eftir að ákveðnum lífaldri hefur verið náð. - Estes bendir á að aldraðir teljist til minni- hlutahóps, sem geti litlu breytt hvað snertir þjóðfélagsstöðu og aðstæður aldraðra — þar sem vandamál þeirra og nauðsynleg úrræði séu að mestu skilgreind af þeim sem meira mega sín í þjóðfélaginu. Mannfræðingur- inn Margareth Clark (1972) hefur Iýst ákveðnu menningarmynstri í henni stóru Ameríku, sem geri það að verkum að aldraðir eru dregnir í dilk meðal þeirra er minna megi sín - og séu í raun félagslegur fráviks- hópur, þar sem gjaldgengir mann- kostir s.s. fjör, þróttur, atvinnu- TAFLA 1 Sveigjanlegir þættir öldrunar gengi, félagsleg íhlutun og velmeg- un séu sjaldan taldir öldruðum til tekna, allra síst af öldruðum sjálf- um, því viðhorf þjóðfélagsins er við- tekið af hálfu hins aldraða (Clark 1973). Hér að framan hefur mér orðið tíðrætt um viðhorf og gildismat á öldruðum í bandarísku þjóðfélagi og kann einhver að spyrja, hvort slík umfjöllun eigi nokkuð erindi til okkar hér á hjara veraldar. Það má um það deila, en þess skal getið, að bandaríski þjóðfélagsfræðingurinn Tomasson gerði nokkuð yfirgrips- Kennimörk Einstaklingsbundin öldrunar ákvarðanataka um Bolmagn hjarta Hreyfiþjálfun, reykingabindindi Tannhrörnun Tannvernd, hollt mataræði Sykurþol viðhald kjörþyngdar, hreyfiþjálfun, hollt mataræði. Greindarpróf Þjálfun, virkni Minni Þjálfun, virkni Úrkölkun beina Hreyfiþjálfun (weight-bearing exercise) hollt mataræði Líkamlegt þol Hreyfiþjálfun, viðhald kjörþyngdar Líkamlegt þrek Hreyfiþjálfun Bolmagn lungna Hreyfiþjálfun, reykingabindindi Viðbragðstími Þjálfun, virkni Serumkólesteról Hollt mataræði, viðhald kjörþyngdar hreyfiþjálfun Félagsleg hæfni Virkni Ellimörk húðar Sólgát Efri mörk blóðþrýstings Hófleg saltneysla, viðhald kjörþyngdar, hreyfiþjálfun TAFLA 2 Ohagganlegir þœttir öldrunar Hersli slagæðaveggja Skýmyndun á augum (cataract formation) Grámi hárs Bolmagn nýrna Þynning hárs Fjaðurmagn húðar HEIMILD: Fries, J.F. & Crapo. L.M. Vitality and Aging. San Francisco: W.H. Freeman and Company, 1981. 28 Tímarit Fhh

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.