Tímarit FHH - 01.09.1984, Blaðsíða 20
María Guðmundsdóttir B.Sc.
Fræðsla til barna og unglinga
í þessari grein minni langar mig til
þess að fjalla um heilbrigðisfræðslu í
skólum. Hver hún er samkvæmt
reglugerð, hverjir eru helstu kostir
og ókostir fræðslunnar, hvernig á að
meta hana og hver á að veita þessa
fræðslu.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
gefur út ljósrit, sem kallast Heilsu-
gæsla í skólum. Par segir svo um
markmið.
Markmið skólaheilsugæslu er:
,,Að stuðla að því, að börn fái að
þroskast við þau bestu andlegu, lík-
amlegu og félagslegu skilyrði, sem
völ er á. Til að ná því markmiði er
fylgst náið með barninu og umhverfi
þess, og komi í ljós, að eitthvað
hamli því, að þessum skilyrðum sé
fullnægt, skulu ráðstafanir til úrbóta
gerðar svo fljótt, sem kostur er.
Megin áhersla er lögð á að fræða
börnin og foreldra þeirra, til að gera
hvern og einn ábyrgan fyrir eigin
heilsu og barna sinna. Hjúkrunar-
fræðingur er þeim til stuðnings og
leiðbeininga, og sér til þess, að sú
þjónusta, sem þau eiga rétt á sé til
reiðu.“
í framhaldi af þessu er fjallað um
starfssvið skólahjúkrunarfræðinga
og er því skipt í fernt:
1. Heilbrigðiseftirlit með nemend-
um.
2. Einstaklingsbundin meðferð.
3. Fræðsla um heilsuvernd.
4. Eftirlit með skólahúsnæði og
umhverfi.
María Guðmundsdóttir
lauk B.S. prófi í hjúkrunarfræöi viö Há-
skóla íslands vorið 1980. Hefur starfað
sem hjúkrunarfræðingur á Lyfjadeild
Borgarspítala. Frá vori 1981 hefur hún
starfað við Heilsuverndarstöð Reykja-
víkur við ungbarnavernd, skólaheilsu-
gæslu og á kynfræðsludeild. Auk þess
hefur hún starfað sem stundakennari við
Háskóla íslands frá vori 1981.
Félagsstörf: Varaformaður stjórnar frá
1982—1983. 2. varaformaðurstjórnarfrá
í 983.
Það er síðan út frá þriðja liðnum,
þeim um fræðsluna, sem ég hef
hugsað mér að ræða.
Til er löggjöf um heilsuvernd í
skólum. Þar segir svo um heilsu-
fræðikennslu. 17. gr. laganna:
„Kenna skal öllum nemendum í
barna-, unglinga- og gagnfræða-
skólum almenna heilsufræði og
stúlkum í þessum skólum auk þess
þá þætti heilsufræði, er konur varða
sérstaklega. Kennaraefnum skal
kenna almenna heilsufræði, skóla-
heilsufræði og hjálp í viðlögum.
Hlutaðeigandi skólalæknir skal
fylgjast með því að kennt sé tilskilið
námsefni í heilsufræði í almennum
skólum og veita skal hann heilsu-
fræðikennara leiðbeiningar, ef hann
æskir." Þessi reglugerð ber það nú
kannski með sér að hún var gefin út
árið 1961.
En um hvað fjallar heilbrigðis-
fræðslan í dag? Heilbrigðisfræðslan
í skólunum fjallar aðallega um kyn-
sjúkdóma, getnaðarvarnir, reyking-
ar, eituriyfjanotkun og smávegis um
alkohólisma. Hér er einblínt á
vandamál og má segja að almenn-
ingsálitiö hafi þvingað þessum þátt-
um inn í skólana. Þó er almennt tal-
ið, að það ætti ekki að nálgast þessi
vandamál sem eitthvað einangrað
fyrirbæri, heldur ættu þau að vera
hluti af almennu námskeiði um heil-
brigði, þar sem skilningur á Iíffræði
mannsins og viðhorfum manna
gagnvart ákveðinni hegðun komi
fram.
Einn tilgangur heilbrigðisfræðslu
er að leiðbeina fólki til þess að taka
ákvarðanir og vanalega er um
marga kosti að ræða, þegar velja
skal leið í átt að heilbrigðu líferni.
Einstefna eða fordómar eiga ekki
heima innan heilbrigðisfræðslu nú-
tímans.
Aðalhindrun þeirra, sem veita
heilbrigðisfræðslu er, að það er svo
erfitt að fá skjólstæðinginn til þess
að sjá mikilvægi heilbrigðs lífernis.
Þetta er sérstaklega erfitt, þegar um
er að ræða ungt fólk. Því ætti það
efni, sem skrifað er fyrir skóla að
Tímarit Fhh
18